Heimilisritið - 01.04.1955, Page 49

Heimilisritið - 01.04.1955, Page 49
í hnefaleik gilda alveg ákveðnar regl- ur, en í óheiðarlegu spili er ekkert tillit tekið til laga eða reglugerða * Ncssta lota, sem varð sú jjórba í röSinni, varS úrslitalotan Flókið f járhættuspil Sakamálasaga eftir JULIAN SYMONS SÍÐUSTU undankeppninni var lokið. Francis Charles leynilög- reglumaður hagræddi sér í sæti sínu við hnefaleikapallinn og spurði félaga sinn, íþróttafregn- ritarann Jack Lint: — Hvor þeirra vinnur, Smith eða Evrópumeistarinn? Blaðamaðurinn svaraði: — Það er ekki gott að vita. Billy Brodstreet ætti að standa Smith miklu framar, en — það er þvaðrað mikið um þessa keppni. Fyrir hálfum mánuði stóðu veðmálin þannig, að þrír veðjuðu á Brodstreet á móti hverjum einum áhanganda Smiths. En nú standa veðmálin jafnt. Það er sagt að hann ætli að tapa leiknum með vilja. — Hvers vegna skyldi hann gera það? — Vegna peninganna. Brod- street og umboðsmaður hans, Lyux Lenekan, eru í klípu. Á barmi gjaldþrots, hef ég heyrt. Billy hefur unnið marga stór- sigra sem hnefaleikari, en hann er orðinn roskinn og verður bráðum að draga sig í hlé. Blaðamaðurinn þagnaði þegar lítill, skarpleitur maður með hattinn aftur á hnakka þrengdi sér fram hjá þeim. — Hver vinnur titilinn? hróp- aði Lint á eftir honum. — Ég hef veðjað á meistar- ann, Jack, þótt ég sé reyndar á móti fjárhættuspili. — Það er sagt að hann ætli APRÍL, 1955 47

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.