Heimilisritið - 01.04.1955, Qupperneq 50

Heimilisritið - 01.04.1955, Qupperneq 50
að tapa leiknum viljandi. Sagt og sagt! Fólk segir svo mikið. Hann dró armað augað í pung. — En ég hef mínar upp- lýsingar frá áreiðanlegum manni, bætti hann við og hélt áfram. — Þetta var Ike Pazeki, sagði blaðamaðurinn. — Ýmsir af stór- köllunum nota hann til að veðja fyrir sig á hnefaleikara þegar þeim er mikið í mun að vinna. . . . En sjáðu þennan! Ef einhver getur svarað því með vissu, hvort -Brodstreet muni tapa eða vinna, þá er það þessi maður. Blaðamaðurinn benti á feitan mann í flöskugrænum fötum. Hann kom inn ásamt tveim öðr- um, sem voru sízt fyrirferðar- minni, og þeir settust spölkorn til hægri við þá Lint og Charles. Þeir tóku báðir eftir því að ann- ar mannanna hallaði sér fram og spurði manninn í grænu föt- unum um eitthvað. Grænklæddi maðurinn svaraði með því að rétta upp fjóra fingur. —Þetta er Sammy Torrant, næturklúbbaeigandinn, sagði Lint. — Hann hefur hálfa tylft hnefaleikara á sínum snærum, heimullega auðvitað, en ég veit •af tilviljun að Smith er einn af þeim. Þegar Torrant krefst þess að einhver hnefaleikara hans skuli vinna, þá vinnur hann alltaf. Ég hef að minnsta kosti heyrt það sagt. Jæja, nú byrjar leikurinn. ÞAÐ var keppt um Evrópu- meistaratitilinn í léttþungavigt. Kid Smith, sem hafði skorað Evrópumeistarann á hólm, var sjö árum yngri en Brodstreet, en Evrópumeistarinn var töluvert meiri á velli og virtist eiga meiri seiglu til að bera. Báðum var vel fagnað af áhorfendum, en þó var lófatakið sem Brodstreet hlaut blandið ussi og blístri. Hann stóð í homi sínu ásamt umboðsmanninum, Lyux Lene- kan. Andlit Lenekans var allt þakið broshrukkum, og hann hafði greitt þunnt hárið vand- lega yfir beran skallann. Hann ræddi alvarlega við Brodstreet. Umboðsmaður Kids Smiths, tröllvaxinn maður og fyrrver- andi hnefaleikari, Cruise Harri- gan að nafni, klappaði sefandi á öxl Smiths og litaðist um salinn með ánægjusvip. Bjöllunni var hringt. Eftir að þrem lotum var lokið spurði Charles: — Hvernig lízt þér á, Jack? — Engan veginn. Brodstreet leggur sig ekki allan fram, en hann hefur fleiri stig. Það er augljóst að hann er færari en Smith og ég held varla að Smith 48 HEIMILISRITIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.