Heimilisritið - 01.04.1955, Side 52

Heimilisritið - 01.04.1955, Side 52
EN það var maður, sem ekki unni Brodstreet neinna lofsyrða. Hann stóð í myrku skoti fyrir utan íþróttahöllina og skaut fyrrverandi Evrópumeistarann tvisvar gegnum brjóstið. Hnefa- leikarinn hneig dauður niður. Morðinginn hafði staðið þétt við Brodstreet þegar hann skaut, því það var púðurblettur á regnkáp- unni hans. — Morðinginn hefur verið sannfærður um að keppnin var svindill, það er augljóst, sagði Charles við Jack Lint. — En það er tvennt, sem ég skil ekki fylli- lega. Viltu fylgja mér heim til Sammy Torrants? Mig langar til að spjalla við hann. Þeir hittu næturklúbbseigand- ann í litlu bakherbergi í einum næturklúbbnum. Nú var hann klæddur í fjólublá kjólföt og perlugráa skyrtu. — Ég hef heyrt yðar getið, sagði hann og brosti vingjarn- lega til Charles um leið og hann þrýsti hönd hans. — Hvað greidduð þér Bród- street mikið fé fyrir að bíða ósig- ur í gærkvöldi? spurði Charles. Torrant fitlaði við stórgert nef sitt. — Herra Charles, sagði hann með semingi. — Vitið þér hvers vegna nefið á mér er svona fal- lega lagað? Það er vegna þess að ég sting því ekki í einkamál annarra. — Hægan nú. Þér höfðuð meira að segja ákveðið 1 hvaða lotu Brodstreet ætti að falla. Ég sá yður rétta fjóra fingur. — Þér hafið alltof skörp augu. — Og þér eruð of nærsýnn. Lögreglan er að leita að morð- ingja. Ef að þér hafið skipað Brodstreet að tapa fyrir Smith — og hann fór eftir skipun yðar — hvers vegna skylduð þér þá myrða hann? Þar liggur sönn- unin fyrir sakleysi yðar, Tor- rant! Það er bara eitt við þetta mál sem er dálítið skrýtið. Ef þér veðjuðuð á Kid Smith hlaut yður að vera mjög umhugað að sem flestir veðjuðu á Brodstreet. En vegna þess orðróms, sem gekk um að Brodstreet myndi tapa, jöfnuðust veðmálin fljót- lega. Hver kom þessum orðrómi af stað? Torrant kreppti feitan hnef- ann, og það lék enginn vafi á ein- lægni hans þegar hann hrópaði: — Ég vildi óska að ég vissi hvaða fábjáni það var, sem ekki gat haldið sér saman. Ég þori að veðja að það var enginn af mín- um mönnum. — Það var kannske ekki eins heimskulegt og það virðist í fljótu bragði, svaraði Charles. — Það kann að hafa verið gert í 50 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.