Heimilisritið - 01.04.1955, Side 53
ákveðnu augnamiði.
Torraut gapti af undrun.
Leynilögreglumaðurinn og blaða-
maðurinn létu hann einan um
að komast til botns í þessu og
héldu áfram út í borgina til að
leita að sporum morðingjans.
LYUX LENEKAN, umboðs-
maður Brodstreets, komst fljótt
1 vamaraðstöðu:
— Eg játa engu, sem þér berið
á mig, sagði hann. — En segjum
nú að Brodstreet hafi tapað
leiknum viljandi? Það hafa
margir gert á undan honum, og
það verður aldrei hægt að koma
í yeg fyrir slíkt. Einkum þegar
um er að ræða hnefaleikamenn,
sem eru að verða of rosknir til
að berjast. En mig myndi aldrei
dreyma um að hafa nein afskipti
af slíku, sagði harrn sakleysis-
lega.
— Þér högnuðust víst lítið á
keppninni?
Lenekan hreyfði höndina eins
og hann þurrkaði út skrifstofuna
af yfirborði jarðar.
— Ég gefst upp á þessu, sagði
hann þreytulega. — Ég get ekki
haldið því áfram. Við Brod höf-
um verið perluvinir áru sam-
an. Ég gæti að vísu reynt að
finna annan hnefaleikakappa, en
ég væri stálheppinn ef hann yrði
eins góður og Brodstreet var.
NÆST heimsóttu þeir um-
boðsmann Kid Smiths.
Cruiser Harrigan varð móðg-
aður.
— Það var fullkomlega sann-
gjarnt að Kid vann titilinn, sagði
hann og sendi skjólstæðingi sín-
um föðurlegt augnaráð. — Kid
hefði getað slegið Brodstreet í
gólfið með aðra höndina bundna
fyrir aftan bak. Ég vil ekki
heyra þetta kjaftæði um svindl.
Kid var betri en Brod, hann
vann, og það hefði hann gert
undir öllum kringumstæðum.
Nýi Evrópumeistarinn hafði
sig lítt í frammi, en var þó sam-
þykkur umboðsmanni sínum.
— En, sagði Charles, — það
er þó undarlegt þegar allir vita
fyrirfram um úrslit keppninn-
ar.
— Ég veit ekki hvað þér eigið
við, sagði Cruiser Harrigan
gremjulega. — Auðvitað treysti
ég Smith; en að veðja á mann
sem er viss um sigur þykir mér
heldur lítil skemmtun.
— Það var þá ekki ákveðið
mál að Brodstreet ætti að tapa
keppninni viljandi? sagði Charl-
es sakleysislega.
— Snautið þér út! hvæsti
Cruiser Harrigan. — Og ef þér
leyfið yður að koma aftur fram
með slíkar tilgátur siga ég á yð-
ur lögreglunni.
APRÍL, 1955
51