Heimilisritið - 01.04.1955, Page 56

Heimilisritið - 01.04.1955, Page 56
Undir fölskum forsendum Þegar Jean-CIaude sá, a8 Martine hafði lekið kpnje\töshjuna hans úr gjajabunkanum og lagt hana til hlibar, jckk_ hann hugrehkj til að játa henni sína brennandi ást. Smásaga eftir CLAUDE GEVAL JEAN-CLAUDE NARCY, sem nú sér nafn sitt lýsa í risabók- stöfum yfir þökunum vegna hinna frægu hljómleika hans víðsvegar um heim, var þá ein- ungis óþekktur listamaður og kenndi fyrir lágt tímakaup. Hann var innilegur aðdáandi nemanda síns, Martine Réveraz, sem hann elskaði með leynd. Hún var fögur, rík og efnilegur píanóleikari, en ekki sérlega ið- in. Hún ætlaði nú einmitt að halda upp á tuttugu ára afmæli sitt. Þar með fékk faðir hennar tækifæri til að halda eitt af þess- um samkvæmum, þar sem allir helztu iðnaðarforkólfar Parísar komu saman. Jean-Claude Narcy hafði ver- ið boðið, og nú kvaldist hann af öllum þeim áhyggjum, sem þetta boð gat valdið honum. Martine hafði sent boðið án þess að hugsa mikið um það, en það olli honum vandamálum. Átti hann að þiggja það? Væri það viðeigandi, að hann færi? Var smókingurinn hans nógu góður. Lakkskórnir nógu fínir? Hvaða afmælisgjöf gat hann val- ið, sem ekki myndi verða allt og hlægileg við hliðina á þeim skrautgripum og blómakörfum, sem vinir Réveraz myndu senda til að reyna að taka hverjir öðr- um fram í óhófi? Hann ákvað að fara blátt áfram í konsert- smókingnum sínum, sem hann ætlaði að láta hreinSa, og á splunkunýjum lakkskóm, og sem gjöf ætlaði hann með konfekt- öskju, „sem ávallt gerir lukku“. Tilviljunin hagaði því svo, að 54 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.