Heimilisritið - 01.04.1955, Síða 58
FRÁ sér numinn og fullur af
hugrekki, af því hann vildi sýna
sig verðugan ástar Martine, seldi
hann húsgögnin sín og bækurn-
ar til þess að geta haldið þrjá
hljómleika, helgaða ,,ljóðrænu“
meisturunum, en það var lof-
söngur um hans eigin ást. Á
fyrstu hljómleikunum voru
mjög fáir, nokkrir vinir og fé-
lagar ásamt Martine og fjöl-
skyldu hennar. Sá næsti tókst
vel. Sá þriðji var stór sigur. Hr.
Réveraz, sem langaði að vera
listfrömuður tók hann að sér
■eins og veðhlaupahest með mikl-
ar sigurvonir. Eftir vel heppn-
aða hljómleikaför um Ameríku,
bað hann um hönd Martine og
fékk hana.
JEAN-CLAUDE og Martine
vo^u í þann veginn að flytja í
lítið hús í yndislegum blóma-
garði á bakka Signu, en til þessa
höfðu þau búið hjá föður henn-
ar. Þau eru að undirbúa flutn-
ingana, og í kvöld hafa þau á-
kveðið að vera heima til að
ganga frá ýmsu.
Þau eru einmitt að fást við
kommóðu í stíl Karl X, þar sem
Martine hefur geymt æskuminn-
ingagripi sína. Gamlar brúður,
bamakjólar, myndaalbúm, skóla-
bækur. Þetta er alveg nýr heim-
ur, sem Jean-Claude þykir gam-
an að skoða sig um í, því hingað
til hefur honum verið þetta for-
boðið land.
,,Þessi skúffa þama er hryll-
ingsgeymslan mín! Þarna er allt,
sem ég hef fundið, eða mér ver-
ið gefið af ljótum og hlægileg-
um hlutum.“
Mitt í þessum bunka af hryll-
ingi kemur Jean-Claude auga á
heljarmikið öskjulok. Honum
finnst hann kannast við það og
tekur upp öskjuna.
„Er þetta ekki sú . . . ?“
Martine fer að hlæja.
„Jú, vinur minn, það er hún
. . . gjöfin þín á tuttugu ára af-
mæli mínu. Það er einmitt hún!“
„Gjöfin mín, sem þú hafðir
ekki með hinum —“
„Já, auðvitað! . . . Ég vildi
ekki að vinir mínir gerðu gys
að mér, eða þér. Viðurkenndu
það. Líttu á öskjulokið. Þessi
ljóshærða kvensnift, sem brosir
aulalega yfir burtrokinni ást,
þetta er hrein glansmynd!“
„Ja, hvernig hef ég getað gert
annað eins, eigum við að henda
henni?“
„Það getum við sem bezt.“
En áður en Jean-Claude lætur
lokið á skarnbyttuna, sendir
hann ljóshærða kvenmanninum
vinsamlegt bros: Þau tvö vita
ein, að hamingja hans var reist
á fölskum forsendum. *
S6
HEIMILISRITIÐ