Heimilisritið - 01.04.1955, Síða 59

Heimilisritið - 01.04.1955, Síða 59
Framhaldssaga eftir RUTH FLEMING Nýí Herragarðs- eigandinn Nýir lesendur geta byrjað hér: Linda Kinlock er ung stúlka, sem hefur nýlega misst foreldra sína, en faðir hennar var herragarðseigandi og aðalsmaður. Bruce frændi henn- ar erfir alla eignina, því samkvæmt gömlum lagaákvæðum, getur kven- maður ekki erft hana. Bruce býður Lindu að koma til London og búa á heimili sínu og móður hans, og þigg- ur hún boðið, enda er henni ekki heimilt að búa áfram á Kinlock Hall, æskuheimili sínu. — Þegar til Lond- on kemur veður hún fyrir miklum vonbrigðum, því móðir Bruce tekur henni kuldalega. — Linda fer á einkaritaranámskeið, en dvelur á- fram á heimili Bruce. 8. kapítuli Jólin í Loridon urðu engin há- tíð fyrir Lindu. Hún gaf Bruce sígarettuveski og fékk leikhús- handveski frá honum. Frú Kin- lock gerði tilraun til að vera vin- gjarnlegri við hana en venju- lega, en hún gat ekki lengur leynt því, að hún beið aðeins eftir að verða laus við gestinn eins fljótt og hægt væri. Þegar Linda sat ásamt Bruce fyrir framan arininn á gamlárs- kvöld, sagði hún: „Þar sem þú og móðir þín far- ið nú til Kinlock Hall, hef ég tekið herbergi á leigu. Ég er- meira að segja farin að senda umsóknir um ritarastöður, sem auglýstar eru í blöðunum, en. hingað til hef ég leyft mér að vera dálítið vandlát. Ég vil helzt fá einkaritarastöðu, en ef ég fæ- hana ekki áður en þið farið,. neyðist ég auðvitað til að gera mér annað starf að góðu. Ég vil að minnsta kosti segja þér, að ég mun aldrei gleyma, hvað þú hef- ur gert fyrir mig þennan tíma, og vil nota tækifærið til þess að þakka þér. Það eru ekki margir APRÍL, 1955 5T

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.