Heimilisritið - 01.04.1955, Side 61
beint skylda hans að kvænast til
fjár.
Hinn 18. janúar var kaldur og
þungbúinn dagur, og um morg-
uninn, þegar Linda gekk að
glugganum og leit út, fannst
henni veðrið í samræmi við skap
hennar. Eftir örfáa daga myndi
sú stund renna upp, sem hún
kveið sífellt meira og meira fyr-
ir. Þá yrði hún að segja skilið
við þennan dvalarstað og halda
út í heiminn ein og óstudd.
Henni var þungt 1 skapi, þegar
hún fór niður til að borða morg-
unverð, en það léttist svolítið á
henni brúnin, þegar hún sá
Bruce í borðstofunni. Venjulega
var hann ekki vanur að borða
fyrr en hún var farin í skólann.
,.Góðan daginn, Linda!“ sagði
hann. „Ég er óvenju snemma á
ferli í dag, og mamma kemur
ekki niður að borða. Hún hefur
fengið eitt höfuðverkjarkastið.“
Linda settist við borðið, og
Bruce fékk sér sæti andspænis
henni og lét sem hann væri nið-
ursokkinn í morgunblaðið, en í
rauninni horfði hann stöðugt
laumulega á Lindu. Hann tók
eftir baugunum, sem hún hafði
fengið undir augun, og þung-
lyndissvipnum, sem kominn var
á fallega andlitið. Og hann skildi
vel, hvað hvíldi svo þungt á
henni.
„Ég hef heyrt, að þú sért búin
að fá þér herbergi á leigu,
Linda,“ sagði hann upp úr þurru.
„Já, það er rétt,“ svaraði hún
lágt.
Hann hellti aftur í tebollann
sinn.
„En hefurðu fengið nokkuð
svar við umsóknum þínum um
vinnu?“
„Nei, ekki ennþá.“
Þegar hann leit í augu henn-
ar, sá hann glitra á tár í þeim,
og hann brosti uppörvandi til
hennar.
„Viltu koma inn í bókastofu í
kvöld og rabba við mig? Ég
hugsa að ég hafi fundið starf,
sem er alveg við þitt hæfi, en ég
vil ekki gera út um neitt, fyrr
en þú hefur heyrt nánar um í
hverju það er fólgið.“
Augu hennar urðu stór af
undrun.
„Bruce, áttu við. . . . ? Segirðu
satt . . . ?“
„Já, en þú mátt ekki spyrja
mig frekar,“ svaraði hann og
stóð á fætur. „Ég hugsa að ég
hafi góðar fréttir að færa þér í
kvöld.“
Linda var í bezta skapi allan
daginn, og þegar sá tími nálg-
aðist, er von var á Bruce heim,
iðaði hún öll af eftirvæntingu,
og frú Kinlock megnaði ekki
einu sinni að gera henni gramt
APRÍL. 1955
59