Heimilisritið - 01.04.1955, Page 66

Heimilisritið - 01.04.1955, Page 66
ur herragarðsins eru vanir, og að ég fái traust þeirra og virð- ingu. McLean ráðsmaður hefur þegar skrifað mér nokkur bréf, og ég hef hugboð um að ég muni komast vandræðalaust út úr skiptum mínum við hann, en hvernig á ég að afla mér álits hjá öllum hinum? Ég þekki ekki þetta fólk og veit ekkert um venjur þeira og siði. Ég verð bæði óstyrkur cg kvíðinn, þeg- ar ég hugsa til þess.“ Hann leit alvarlegur á Lindu, og hún fann að hún roðnaði. „Það er velkomið að hjálpa þér eftir því sem mér er unnt,“ svaraði hún, ,,og þú hefur á réttu að standa, að það borgar sig fyr- ir þig að kappkosta eftir megni að falla þeim í geð. í fyrsta lagi þarftu að taka upp þá reglu að fara til kirkju á hverjum sunnu- degi. Ég veit að þú gerir það aldrei í London, en hér í Kin- lock er það siður. Það vanrækir enginn að vera við guðsþjónustu nema hann sé löglega forfallað- ur. Sunnudagurinn heima er raunverulegur hvíldardagur fyr- ir menn og málleysingja, og þá getur enginn heldur leyft sér hávaðasamar skemmtanir.“ „Ég er fús til að gerast kirkju- rækinn,“ sagði hann brosandi, „en það er sjálfsagt margt fleira, sem ég þarf að taka tillit til.“ „Vissulega,“ sagði hún, „en ég hugsa að þú njótir góðrar að- stoðar eðlishyggju þinnar, svo að þú munir hegða þér heppilega í hverju einstöku tilfelli. En eitt er það, sem þú skalt hafa hug- fast — jafnvel mestu fátækling- arnir heima eru menntað fólk, og þegar þú kynnist þeim, muntu furða þig á því, hvað fólkið er margfrótt og lesið. — Margir þar hafa háskólamennt- un, en þeir gera ekkert veður út af því. Þeir taka bara sín próf, og svo koma þeir heim aftur og taka til við sín fyrri störf. Ge- orge McManus garðyrkjumaður á herragarðinum er gott dæmi um það. Hann hefur embættis- próf í heimspeki og stúderar klassisk mál í frístundum sín- um.“ Hún talaði af miklum eld- móði, og Bruce hlustaði þögull á hana, naut þess að sjá ákafann í hinu fríða andliti hennar og glóðina í dökkum augunum, sem' glönsuðu af ákafa. En frú Kin- lock leiddist og eyðilagði þessa ánægjustund fyrir þeim báðum með því að segja yfirlætislega: „Nú finnst mér við höfum heyrt nóg um þetta, Linda! Viltu segja þjónustustúlkunni að við vilj- um fá morgunmatinn snemma í fyrramálið.“ (Frh. í næsta hefti) 64 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.