Heimilisritið - 01.09.1957, Page 3

Heimilisritið - 01.09.1957, Page 3
HEIMILISRITIÐ ÁGÚST-SEPT. 15. ÁRGANGUR 1957 Harry Belafonte Han?i sló rock ’’?i ?'oll út NÚ ER rock and roll búið að lifa sitt fegursta og það er að miklu leyti verk eins einasta manns, að svo er komið. Rock and roll-æðið hefur herjað eins og hitasótt á æskuna og sérstak- lega á nngdóminn í Bandaríkj- unum. Maðurinn heitir Harry Belafonte og vopnið, sem hann hfefur beitt, heitir Calypso. Calypso er viss tegund af þjóðlögum frá Vestur-Indíum, aðallega frá Trinidad, Jamaica, Barnados og Martinique. I upp- runalegri mynd sinni eru Cal- ypso-lögin eins konar revýu- söngvar. Textinn er fábrotinn, en hann er endurtekinn aftur og HEIMILISRITIÐ aftur með takfastri hrynjandi. Harry Belafonte kynntist Cal- ypso, þegar hann dvaldist á Jamaica á æskuárum sínum, en það var ekki fyrr en tíu árum eftir að hann fór frá eynni, sem hann hóf feril sinn sem Calypso- söngvari. Harry Belafonte er múlatti.

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.