Heimilisritið - 01.09.1957, Page 7

Heimilisritið - 01.09.1957, Page 7
ást, og þau skildu vinir. Síðar fórst hann í bílslysi. Næst giftist Barbara Kurt Haugvitz-Reventlow, dönskum greifa. Hann átti son með henni sem heitir Lance og er nú við nám í háskóla í Kaliforníu. Kurt og Barbara byggðu sér höll í London, sem kostaði 250 þúsund pund, og varð heimili þeirra. Ekkert hús í London hafði stærri garð nema konungs- höllin, Buckingham Palace. Það var ekkert sparað til þess að gera þessa höll eins ríkulega úr garði eins og hægt var. Að lok- um fór svo, að Barbara gaf Bandaríkjastjórn þessa höll og er hún bústaður bandaríska sendiherrans nú. Barböru leiddust margir kunningjar greifans og hjóna- bandinu lauk með miklum málaferlum og þrasi. Þriðji maður hennar var Cary Grant kvikmvndaleikari. Það var heill herskari af ritur- um og þjónustuliði í húsi þeirra í Hollywood, og það þurfti að fæða svo marga munna, „að við vorum heppin að fá brauð- sneið að éta, Barbara og ég,“ sagði Cary. Barbara komst á þá skoðun, að yfirspenntar tilraunir hennar til þess að gera hjónabandið hamingjusamt hefðu í rauninni eyðilagt það. Henni fannst sam- lífið með kvikmyndaleikaranum alltof erfitt og viðburðaríkt og leiðir þeirra skildu. George Troubetskoy prins — „elskulegasti og bezti eiginmað- ur minn“ — sigraðist á þeirri ákvörðun Barböru að giftast aldrei aftur. Brúðkaupsveizla þeirra var kaffisopi á lítilli kaffistofu, en þessi góða byrjun dugði ekki. Seinna meir tókst Porfirio Rubirosa að ná ástum hennar, en það hjónaband færði henni litla hamingju. I öllum þrengingum hjóna- bandsins og veikinda, sem herj- uðu hana, var alltaf einn mað- ur, sem hún gat snúið sér til í raunum sínum. Hann var alltaf fullur samúðar'og skilnings. Von Cramm barón, sem eitt sinn var frægur tennisleikari, hafði verið vinur hennar í 19 ár. Hann virtist alltaf vera ná- lægur, þegar hún þurfti mest á honum að halda. „Hann er sá eini, sem hefur óskað eftir því að ég elskaði sig,“ segir Barbara. Aðrir eiginmenn hennar höfðu ekki beint áhuga fyrir auði hennar, en peningarnir höfðu slæm áhrif á þá. Von Cramm átti sjálfur fyrirtæki í Þýzka- HEIMILISRITIÐ 5

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.