Heimilisritið - 01.09.1957, Page 10

Heimilisritið - 01.09.1957, Page 10
hans vissu ekki um það, að í 221 skipti liafði bú hans verið tekið til þrotabúskipta. Hann átti það til að sitja við ríkulegt borð og ræða um stórkostlegar fjáröflunarleiðir — en á sama tíma sátu lánardrottnar hans í eldhúsinu og drukku bjór. VERSTI glæpurinn, sem Bottomley framdi, var að svipta þúsundir manna, sem áttn' lítils- háttar af hlutabréfum, öllum eignum sínum. Skönnnu eftir að styrjöldinni lauk stofnaði hann Victoriu- hlutabréfaklúbbinn. Hann bauð þátttakendum að taka þátt í liappdrætti um arð af ríkis- skuldabréfum og það leið ekki á löngu þar til trúgjarn almenn- ingur hafði lagt fram sex hundr- uð þúsund sterlingspund í sjóð- inn. Innan fárra vikna hafði Bottomley hirt 150 þúsund ster- lingspund af þessu fé, aðallega til þess að bera kostnaðinn af veðhlaupahestum sínum. Hann var sonur fátæks klæð- skera í Bethnal Green og strauk frá munaðarleysingjahæli barn að aldri. Hann var tvítugur þegar hann fékk ást á ungri stúlku, sem vann í vefnaðar- vöruverzlun, en hann var þá svo fátækur, að hann varð að fresta brúðkaupinu vikum saman til þess að geta sparað saman þá átján shillinga, sem brúðkaups- tertan kostaði. En um þær mundir fékk hann vinnu sem skrifari hjá lögfræð- ingi einum og þegar hann var orðinn 25 ára, var hann búinn að koma undir sig fótunum í fjármálalífinu í London. Hann náði í sínar hendur stjórn á fyr- irtæki einu, sem hafði orðið gjaldþrota, og húsbóndi lians hafði fengið til meðferðar. Hann komst fljótt að þeirri niðurstöðu að það moraði af bjálfum, sem voru reiðubúnir að leggja fé í verðlaus hlutabréf í hlutafélagi, sem lagt hafði verið niður. A þessurn tímum þótti það eklvi neinn glæpur að selja fölsk hlutabréf eða að falsa bókhald fyrirtækja. Það leið ekki á löngu, þar til Horatio Bottom- ley var orðinn forstjóri í fyrir- tæki, sem átti 500 þúsund ster- lingspund í sjóði, og þegar hann borgaði tíu prósent sem „arð“,. gerðu hluthafar sér ekki grein fyrir því, að hann hafði hirt 50 þúsund sterlingspund af höfuð- stólnum til þess að greiða þenn- an „arð“. Bottomley sagði að „náma væri hola í jörðinni, sem lygari hefði grafið.“ En samt sem áður tókst honum að selja- kynstrin öll af hlutabréfum í gullnámu í 8 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.