Heimilisritið - 01.09.1957, Síða 11
Ástralíu, sem aldrei var til. Á
einu ári tókst honum að stofna
23 fyrirtæki, sem áttu saman-
lagt tíu milljónir punda í sjóði,
að hans sögn, og árum saman
tókst honum að blekkja alla
með stórsvikum sínum.
ÞAÐ var til marks urn starfs-
aðferðir hans, að hann fór í
ferðalag til Vínarborgar og lét
fyrirtæki sitt borga kostnaðinn
af ferðinni. Hann hjó á bezta
hótelinu þar og í herbergjum
þeim, sem ætluð voru konungs-
fólki og öðrum stórmennum.
Þar tilkynnti hann, að hann
„ætlaði að kaupa upp borgina.“
Hann gerði samninga um að
kaupa ýmsar eignir í Vínarborg
fyrir 200 þúsund sterlingspund,
og gerði áætlun um að láta eitt
af félögum sínum kaupa þær
eignir af sér fyrir 600 þúsund
sterlingspund. Hluthafar kom-
ust að þessum svikum og ekkert
varð úr kaupunum. Þó hafði
hann það upp úr krafsinu, að
hann seldi eignir, sem liann átti
ekkert í, fyrir 85 þúsund pund.
Hann var svo djarfur, að
hann bauð sig fram til þings og
það ótrúlega skeði, hann var
kosinn. Það er ekkert efamál,
að hann var það gáfaður maður,
að hann liefði auðveldlega getað
eignazt auð og völd með heiðar-
legum liætti. En það var eins og.
hann kærði sig ekki um að
vinna fyrir sér á heiðarlegan
hátt.
Um síðir varð Bottomley að
segja af sér þingmennsku vegna
þess að hann varð gjaldþrota.
En hæfileikar hans í ræðustól
ásamt tárum og loddaraskap
færðu honum nýjar vinsældir
meðal almennings.
Hann þurfti á eitt þúsund
sterlingspundum að halda til
þess að greiða reikning fyrir
kampavín, og þá peninga vann
hann sér inn með því að halda
ræðu um föðurlandið einu sinni
á kvöldi í heila viku í einu leik-
lnisi stórborgarinnar. — Hann
hélt þó áfrani uppteknum hætti
að hafa fé út úr trúgjörnu fólki,
og á fimm mánaða tímabili gat
hann haft .90 þúsund sterlings-
pund út úr auðtrúa, gömlum
manni.
Af tveimur öðrum mönnum
rændi hann 46 þúsund sterlings-
pundum. En að tjaldabaki vorp
mörg fórnardýr hans farin að
taka höndum saman um að
vinna gegu Bottomley og koma
upp um hann. — Prentarinn í
Birmingham prentaði annað rit
um Bottomley og bar þai\fram
Jiessa ákæru: „Brezka stjórnin
hefur leyft einhverjum mesta
glæpamanni, sem nokkru sinni
HEIMILISRITIÐ
9