Heimilisritið - 01.09.1957, Síða 15

Heimilisritið - 01.09.1957, Síða 15
Undarlegur keppinaufur Eg var afbrýðisöm eiginkona — en það var starf mannsins míns, ekki önnur kona, sem mér var í nöp við. ÞAÐ var marz-morgun og ég sat og horfði á eldhúsklukkuna. Eftir því sem lengra leið, varð mér æ ljósara, að Don, maður- inn minn, myndi ekki koma heim af næturvaktinni — jafn- vel eftir hótun mína. „Þú verð- ur komin klukkan átta, annars þarftu ekki að hafa fyrir því að koma!“ Jæja, hann ætlaði ekki að koma heim, að því er virtist. Don var hreykinn af starfi sínu sem slökkviliðsmaður. Þeg- ar ég kvnntist honum, var hann feiminn við kvenfólk, en ég vandi hann íljótlega af því. Fyrsta árið, sem við vorum saman gift, var ég hrifin af að eiga mann og eigið heimili. Þeg- ar ég varð barnshafandi, varð ég svo himinlifandi, að ég tók varla eftir því, að vinnuvika Dons gat orðið allt að áttatíu og fjórar stundir. En eftir að Súsí fæddist, langaði mig til, að Don hjálp- aði mér, talaði við mig, en hann var annað hvort vinnandi eða sofandi. Eg byrjaði að verða gröm. Um jólin hófst ósamkomu- lagið fyrir alvöru. Eg hafði ráð- gert hátíðlegan kvöldverð, en svo sagði Don mér, að margir eldsvoðar yrðu venjulega um jólin, og hann ætti að vera á stöðinni. Og mér gramdist hroðalega, að hanh skyldi kallá stöðina og kunningja sína þar sitt annað heimili. Ilefði ég að- eins gert mér þetta ljóst, að andúð mín á starfi hans Var hrein og bein afbrýðisemi. En það gerði ég ekki. Og eins og þetta væri ekki nóg, bauð Don sig fram sem, sjálfboðaliða á gamlárskvöld! Mér fannst hann gera það til að sýna mér lítilsvirðingu, og ég var bálreið. Eg lá andvaka þá nótt og hugsaði. Þá ákvað ég að biðja Don ekki um neitt framar. Eg ætlaði að taka að mér stjórnina og HEIMILISRITIÐ 13

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.