Heimilisritið - 01.09.1957, Blaðsíða 21
Ástfangin af
astinni
★
Ef þú ert 15 óra — ef
þú ert sami óreyndi,
og rótlausi ungling-
urinn og ég var —
muntu skilja það, sem
kom fyrir mig.
★
ViS lékum okkur á ströndinni og allar
áhyggjur heimsins voru víSs fjarri
Það var skrítið, að það skyldi
ske þann dag — fimmtánda
afmælisdaginn minn. Eg kom
hlaupandi upp ströndina, renn-
blaut og hlæjandi með Dick,
sem hótaði að henda mér útí
aftur, á hælunum.
Handklæðið hans lá í sand-
inum og ég henti mér niður á
það en hann revndi hlæjandi
að ná því af mér og við tog-
uðumst á um það. Að lokum
varð ég að láta í minni pokann
en hann snaraði því yfir höfuð-
ið á mér og tók að nudda hárið
HEIMILISRITIÐ
á mér svo harkalega, að ég baðst
vægðar.
„Jæja þá,“ sagði hann, „legztu
niður á teppið og ég skal þurrka
þér rækilega.“
Eg lá þarna með lokuð augun,
þegar ég fann hönd hans strjúk-
ast yfir bakið á mér. Hann hafði
gert þetta þúsund sinnum áður
og ég aldrei orðið neins áskynja,
en nú var öðru máli að gegna.
Eg skvnjaði sandinn heitan
og mjúkan undir ábreiðunni, sól-
argeislana, sem léku um bakið
á mér og þrýstinginn af hendi
19