Heimilisritið - 01.09.1957, Qupperneq 32

Heimilisritið - 01.09.1957, Qupperneq 32
handar hans við líkama minn splundraði þeim hvötum, sem voru mér ekki lengur sjálfráðar. Höndin var lögbrjótur. Hún átti ekkert skylt við þann óendalega unað, sem ég hafði gert mér í hugarlund. Hún var framandi, ruddaleg, óvelkomin. Eg varð æf af reiði. Mér varð ljóst, að þetta var ranga hliðin á þeirri veröld, sem ég hafði uppgötvað. Rödd móður minnar barst mér til eyrna, hún endurtók það, sem hún hafði ráðlagt mér og mér fannst hljómfallið í kvaki spör- fuglanna minna á marrið í ruggu- stólnum hennar, þar sem hún sat á veröndinni. Eg settist upp, „Gerðu þetta ekki,“ sagði ég og fann hann herða á takinu, undirstrika enn betur að þetta átti ekkert skylt við hinar viðkvæmu, einlægu tilfinningar, sem flætt höfðu inn í líkama minn. Hann fór aftur að kyssa mig en nú var ég vel á verði. Eg ýtti honum hranalega frá mér og staulaðist á fætur. Hönd hans straukst við kjólinn minn, hann greip í handlegginn á mér og bölvaði mér í sand og ösku. Eg reif mig lausa og hljóp út úr rjóðrinu og hrasaði hvað eftir annað á leiðinni niður stíginn. Þegar ég var næstum komin út á veginn stanzaði ég, hallaði mér upp að tré og leit við. Jim hafði ekki elt mig. Eg gekk hægt eftir veginum gráti nær og dust- aði þá staði á kjólnum mínum, sem hann hafði snert, eins og ég gæti með því afmáð skömm- ina, sem snertingin hafði valdið. Mér fannst ég umkomulaus og einmana líkt og ég hefði hætt mér inn í framandi, nýja veröld og seilst í það fyrsta óvenjulega, sem fyrir augum bar. Ég hafði misskilið allt liræði- lega. Ég hafði skynjað tilfinn- ingar mínar á sama hátt og skepnan hlýtur að fylgja eðlis- ávísun, hvað þroska viðvíkur. Ég hafði alls ekki hugsað um ást eða blíðu né þau mörgu unaðslegu smáatriði, sem byggja upp ástina. Hin ruddalega handarhreyfing Jims hafði vakið athygli mína á hve ósæmilega ég hafði hagað mér líkt og ég hefði verið of fljót á mér að slíta upp rós en lenti í þess stað á þyrnóttum vínviði. Ég fór fyrir hornið á götunni minni og vildi fyrir alla muni hraða mér heim, svo mamma spyrði mig einskis. Ég flýtti mér svo mikið fyrir hornið, að ég var næstum búin að hrinda einhverjum um koll á gangstétt- inni fyrir framan mig. Undrunun skein úr úr andliti Dicks, þegar hann leit á mig. „Kay,“ sagði 30 HEIMILISRITIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.