Heimilisritið - 01.09.1957, Side 54
Draumurinn rœtist
Hana dreymdi um bláókunnugan mann —
kynntist honum og nú er hún gift honum.
ÞETTA var ljúfur draumur.
Laglega, dökkhærða skrifstofu-
stúlkan vaknaði, ekki við vond-
an draum, nei, þvert á móti. —
Hún mundi vel drauminn og
lilýr straumur fór um hana alla,
þegar hún hugsaði til hans.
Hana hafði dreymt um hann.
Já, þau höfðu hitzt í trjálundi
skammt frá ströndinni. Blíður
andvari hafði leikið um hana á
göngunni með dökkhærða,
myndarlega manninum. Þau
höfðu talað saman.
Þau höfðu skilið í tunglsljós-
inu og hann hafði kysst hönd
hennar blíðlega og sagt: „Vertu
sæl! Við hittumst aftur á morg-
un, vina mín.“
Þegar stúlkan gekk til vinnu
sinnar í Vínarborg næsta morg-
un, shið henni þessi draumur
fyrir hugskotssjónum. Hann var
svo raunverulegur. Hún vai
alveg viss um að draumamaður
hennar var til. Hún hugsaði svo
mikið um hann þennan dag, að
húsbóndi hennar varð tvívegis
að ávíta hana fyrir að vera úti
52
á þekju og gera villur í verzlun-
arbréfunum.
Þegar kom að kvöldi, flýtti
hún sér heim — og í rúmið.
Þegar hiín háttaði og breiddi
sængina ofan á sig, hugsaði lnin
ekki um neinn annan en hann.
VAR þetta kjánalegt af
henni? Henni sárnaði mest að
geta ekki sofnað strax. Hún lá
eirðarlaus í rúminu og óþolin-
móð. En henni kom ekki dúr á
auga, og hún fór að álasa sjálfri
sér fyrir að hafa lagt eitthvað
upp úr þessu draumarugli.
Hún stóð upp og ldæddi sig
og fór út. Það var fagurt veður
þetta kvöld og margt manna
var úti í miðhluta borgarinnar.
Klukkan var ekki nema tíu
þegar hún gekk inn á kaffistofu
og pantaði kaffi og smurt brauð.
Þá skeði það. Þarna sat
draumamaður hennar, einn við
borð. Það leit út fyrir að hon-
um leiddist og hann sat með
vínglas fyrir framan sig.
Augu þeirra mættust. Hún
HEIMILISRITIÐ