Heimilisritið - 01.09.1957, Side 59
Dýrkeyptir kossar
— 3. hluti —
FORSAGA
Vera hafði farið til Mills Falls til að
flýja undan Lonnie Rivers. Þar kynntist
hún Pete Snowden, sem er formaður
stéttarfélagsins á staðnum. Þau fella
hugi saman og giftast, en Vera kann
ekki við sig .og eftir hörku-rifrildi við
mann sinn flýr hún heim til æskustöðv-
anna. Þar hittir hún Lonnie aftur og
fer með honum í ökuferð. Þau lenda í
rigningu og leita afdreps í kofa hans.
Hann kom xneð snapsinn minn.
Hann var heitur og sterkur og
hitann lagði um mig alla. Þegar
ég var búin með hann lagaði
hann tvo í viðbót.
Ég var strax farin að finna á
mér af þeim fyrri. ,;Ég verð
hífuð,“ sagði ég.
Hann brosti. „Er nokkuð betra
hægt að gera á rigningardegi?
Það var farið að skyggja. —
Regnið dundi á þakinu. Elding
leiftraði í fjarska, síðan komu
þrumur. Ég dreypti á seinna
glasinu mínu. Hann var búinn
með sitt, kom til mín og settist
við hliðina á mér. Hann snerti
mig.
„Nei, hvíslaði ég.
„Það er tími til kominn að
hætta að segja nei. Þú ert búin
að segja það of lengi. Þú reynd-
ir að stinga mig af en það tókst
ekki. Þú varðst að koma aftur.
Þú munt alltaf verða að koma
aftur. Það er sama hve oft þú
segir nei, að lokum muntu segja
já. Og því þá ekki að segja það
núna?“
Andlit hans var fast upp við
mitt. Ég fann heitan andardrátt
hans. Það var ekkert til í heim-
inum nema nálægð hans, þrá
hans og ástríða. Og mín.
Glasið datt úr hönd minni og
skoppaði eftir gólfinu. Hann
kyssti mig, þrýsti mér fast að
sér.
Skyndilega skeði eitthvað. —
Allt var breytt. Ástríðan, sem
logað hafði upp í mér, slokkn-
aði. Raunveruleikinn kom aftur.
Hlutir, sem ekki höfðu einu sinni
verið til fyrir tveim dögum, sem
máðst hafði yfir, lifnuðu v'ið,
urðu raunverulegir aftur. Mill
Falls. Andlit og rödd Pete, Pete,
mannsins míns.
Ég reyndi að hrinda Lonnie
frá mér. „Lonnie, hættu!“ stundi
ég-
Hann hló.
HEIMILISRITIÐ
57