Heimilisritið - 01.09.1957, Page 60

Heimilisritið - 01.09.1957, Page 60
„Ég meina það, Lonnie. Ég get ekki gert þetta. — Ég get það ekki!“ Ég veit ekki, hvað hann hugs- aði. Kannske var hann hættur að hugsa. Hafi hann orðið þess var, að ég var hætt að þrá hann, stóð honum á sama. Hann þráði mig fyrir það. Og hann tók mig. Ofsalega, ruddalega. Eins og Lonnie Rivers og enginn annar gat tekið konu. Á eftir fór ég í rök fötin og hneppti peysunni að mér. Ég grét. Hvað hefi ég gert? hugsaði ég. Hvernig get ég nokkurn tíma farið til Pete eftir þetta? Pete hafði niðurlægt mig, hrundið mér frá sér, samt var það hann, sem ég elskaði. Hann, sem var traustur og áreiðanleg- ur, sem var maður. Ekki Lonnie, sem alltaf myndi vera það, sem hann var, þegar hann ataði blóði fuglsins í kjólinn minn — grimmt, villidýrslegt barn. Það var komin nótt og hætt að rigna. Um það bil, sem jepp- inn stanzaði fyrir framan hús Brads og Helenar, var ég tekin að hnerra og mig hitaði í kinn- arnar. Ég ætlaði út úr bílnum. Lonnie greip í handlegginn á mér. „Nú ertu mín,“ hvíslaði hann. „Ég á þig alla. Að eilífu. Skilur þú það?“ Ég svaraði ekki. Það var hann, sem ekki skildi. Hvernig gat ég sagt honum það?“ „Ég læt þig ekki fara frá mér aftur. Ekki eftir þetta.“ Hann herti á takinu um handlegg minn. „Eins og ég hef alltaf sagt þér, værir þú betur komin dauð. Ég vil heldur sjá þig dauða, en sem konu annars manns. Þú veizt við hvað ég á, er það ekki?“ Mér leið of illa til að hafa rænu á að hreyfa mótmælum. Ég kinkaði kolli og lofaði hon- um að kyssa mig. „Sé þig á morgun,“ kallaði hann um leið og ég gekk heim að húsinu. Brad og Helen voru í setu- stofunni. Mér fannst þau horfa í gegnum mig, eins og þau gætu lesið út úr svipnum á mér, hvað skeð hafði. Ég gat ekki horfzt í augu við þau. „Pete hringdi frá Mill Falls. — Sagðist ætla að hringja aftur eftir klukkutíma. Hann er nærri liðinn,“ var það eina, sem Brad sagði. Ég fór upp til þess að hafa fataskipti. Ég skalf og mér var erfitt um andardráttinn. — Ég þráði ákaft að tala við Pete, en ég var kvíðin. Hvar hafði Brad sagt honum, að ég væri. Skyldi hann ekki heyra á rödd minni, hvað skeð hafði? Hvað gat ég sagt, ef hann spyrði mig, hvar ég hefði verið? 58 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.