Heimilisritið - 01.09.1957, Qupperneq 61

Heimilisritið - 01.09.1957, Qupperneq 61
En þegar hann hringdi nokkr- um mínútum síðar, spurði hann aðeins einnar spurningar. „Ertu tilbúin að koma heim, Vera?“ Þrátt fyrir allan minn ótta og efasemdir gat ég aðeins svarað einu til: „Ó, já!“ „Ég var að vona, að þú værir orðin það,“ sagði hann blíðlega. „Það gleður mig. Ég ætla að koma og sækja þig. Ég kem ein- hvern tíma eftir miðnætti.“ ÉG sofnaði á meðan ég beið. Ég vaknaði við, að hönd var lögð á ennið á mér. Ég heyrði Pete segja: „Hefur hún verið með hita?“ Helen svaraði: „Ég held ekki mikinn. En hún er þreytt. Ég held/að hún hefði gott af því, að vera hér kyrr í nótt. Þið get- ið lagt af stað í fyrramálið.11 Ég settist upp. Hugsanirnar þyrluðust um huga mér. Ég minntist þess, er Lonnie lagði handlegginn þétt utan um mig og hvíslaði í eyra mér: „Ég sleppi þér aldrei framar,11 og kveðjuorð hans: „Sé þig á morg- un.“ Ef hann nú kæmi í fyrra- málið. Ef hann hitti Pete og blaðraði frá öllu saman. „Ó, nei, farðu heim með mig í kvöld, Pete!“ sárbað ég hann. „Ég er bara með kvef. Mér líður betur, þegar ég kemst heim.“ Hann beygði sig niður og kyssti mig. „Okkur mun báðum líða betur, þegar við erum kom- in heim.“ Það sem eftir var næturinnar hvíldi ég höfuðið við öxl hans en bíllinn brunaði í áttina til Mill Falls. Nú voru það stund- irnar með Lonnie, sem virtust óraunverulegar. Hafði ég virki- lega upplifað þær? Hafði ég í rauninni farið með honum upp í kofann hans? Nei, þetta var draumur, martröð, sagði ég við sjálfa mig. Jafnvel þó svo hafi ekki verið, ætla ég alltaf að í- mynda mér það! Pete hélt handleggnum þétt utan um mig. Hann sagði við eyra mér: „Mig tók það sárt að láta þig fara þarna um kvöldið, Vera. En mér fannst ekki annað ráð vænna. Hefði ég þröngvað þér til að vera um kyrrt hefðir þú aldrei orðið ánægð. Þú varðst sjálf að komast að raun um, að það er satt, sem einhver náungi sagði — maður getur ekki flúið heim aftur.“ „Ég var bjáni,“ tautaði ég. ’ „Ég var ennþá meiri bjáni,“ sagði hann. „Svo önnum kafinn við að stuðla að því, að meðlim- ir verkalýðsfélagsins næðu rétti sínum, að ég gleymdi að veita eiginkonu minni hann. Ég þurfti ekki nema eina nótt án þín til HEIMILISRITIÐ 59
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.