Heimilisritið - 01.09.1957, Síða 64

Heimilisritið - 01.09.1957, Síða 64
til að klæða mig áður en þeir ruddust inn. Þeir spurðu okkur spjörunum úr. Þeir rannsökuðu eldhúsið nákvæmlega og létu leitarljós leika um garðinn fyrir frarnan eldhússgluggann. Síðan var lík Ellenar borið út á bör- um. „Heldur þú, að þetta standi í sambandi við þessa verkalýðs- baráttu?“ spurði einn lögreglu maðurinn. „Hvað annað?“ sagði Pete. — Óróinn og æsingin hefur stöðugt farið vaxandi hér um slóðir. Það hefur komið til nokkurra ó- spekta á plantekrunni og alls kyns hótanir verið hafðar við orð. En mér datt aldrei í hug, að menn Tanners myndu lúta svona lágt.“ „Því völdu þeir einmitt þessa stúlku?“ „Ég held, að það hafi ekki ver- ið ætlun þeirra,“ svaraði Pete hægt. „Þeim hafa orðið á mis- tök.“ — Ég leit á hann og hann horfði á mig alvarlegur í bragði. Hann gekk til mín og lagði hand- legginn utan um mig. „Guði sé lof að svo var! Ég var hrifinn af Ellen, en ef það varð að vera hún eða konan mín —“ „Hvað ertu að tala um, Pete?“ spurði ég. Lögregluþjónarnir þyrptust í kringum okkur og störðu á Pete. „Þið getið sjálfir dregið ykkar ályktanir,“ sagði hann. „Ég er forseti verkalýðsfélagsins hér og í framboði í annað sinn. -— Ef Tanner vill ná yfirráðum yfir fé- laginu verður hann fyrst að ryðja mér úr vegi. Ein leiðin til þess að koma því í framkvæmd er að hræða mig burt, láta mig hlaupast frá öllu saman.“ „Ef til vill voru þeir á hnot- skóg eftir konunni þinni, ha? Sá sem hleypti af byssunni gæti hafa haldið, að ungfrú Hale væri konan þín.“ Ég stirðnaði upp. Óljósri hugs- un skaut upp í huga minn. „Mjög líklegt,“ sagði Pete. — Þær voru mjög svipaðar. í það minnsta aftanfrá séð. Álíka há- ar og með sama háralitinn. Hafi Ellen staðið við eldavélina og skotinu verið hleypt af gegnum gluggann, eins og þið álítið —“ „Og eldhúsið fullt af reyk!“ greip einn lögregluþjónninn fram í. „Hann hefur ekki getað séð hana vel. Hann hefur gert sér 1 hugarlund, að konan þín myndi vera að elda við sína eig- in eldavél.“ Pete kinkaði kolli. „Þar á ofan hafði Ellen fengið peysu af Veru að láni.“ Peysu! Ég kipptist við. Peys- 62 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.