Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.06.2013, Qupperneq 8

Fréttatíminn - 07.06.2013, Qupperneq 8
Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is www.odalsostar.is Nýjasti meðlimur Óðalsfjölskyldunnar er framleiddur í Skagafirði og nefndur eftir fjallinu Tindastól. Tindur er einstakur ostur sem fengið hefur drjúgan þroskunartíma þar til hinu einkennandi þétta bragði hefur verið náð. Óðals Tindur er sérstaklega bragðmikill, hæfir við ýmis tækifæri og er dásamlegur einn og sér. Tindur parast vel með sterku bragði enda lætur hann fátt yfirgnæfa sig. TINDUR NýR osTUR úR skagafIRÐINUm  Kópavogur Könnun á viðhorfi foreldra til leiKsKóla Vel hugsað um leikskólabörnin Yfir 93% foreldra í Kópavogi telja mjög vel eða vel staðið að aðlögun barns í leikskóla í bænum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýlegri könnun á við- horfi foreldra til leikskóla Kópavogs. Könnunin var gerð á vegum leikskóla- deildar Kópavogs og send öllum for- eldrum. Svörun var um 56%. Ef marka má niðurstöðurnar eru foreldrar mjög ánægðir með leikskóla bæjarins, segir í tilkynningu hans. Um 90% svarenda segja að mjög vel eða vel sé tekið á móti barninu þegar það kemur í leikskólann á morgnana og sömu sögu sé að segja þegar barnið er kvatt að loknum degi. Yfir 91% telja samstarf við starfsmenn leikskólans mjög gott eða gott og um 92% finnst auðvelt eða nokkuð auðvelt að ná tali af leikskólastjóra eða deildar- stjóra. Um 88% eru mjög ánægð eða ánægð með foreldrasamtöl og meiri- hluti foreldra er ánægður með störf foreldrafélaga við leikskólana. Um 92% telja að sú kennsla og umönnun sem barnið fær samræmist mjög vel eða vel þeim væntingum sem foreldrar hafa til leikskólans svo og sú sérkennsla sem þau börn fá sem þess þurfa. Meirihluti foreldra hefur kynnt sér námskrá og starfsáætlun leikskól- ans. Dagleg samskipti, skriflegar upp- lýsingar, foreldrasamtöl, heimsókn eða dvöl foreldra í leikskólanum telja for- eldrar hvað mikilvægast í samstarfi við leikskólann. Meirihluti foreldra telur að skipulags- dagar og sumarleyfislokun valdi þeim engum erfiðleikum. Um 87% foreldra eru ánægð með þann mat eða næringu sem boðið er upp á í leikskólanum. Fram kemur að móðir svarar könnun- inni í 74% tilfella en fleiri feður svöruðu nú en í fyrri könnunum. Foreldrar barna í Kópavogi eru ánægðir með starf leikskólanna í bænum, sé mið tekið af könnun sem send var öllum foreldrum. á standið í skólanum er orðið hættu-legt börnunum og þess vegna stöndum við í þessari baráttu. Þetta er ekki boðlegt í okkar samfélagi. Það er löngu tímabært að ráðast í endurnýjun, bæði innandyra sem utan,“ segir Ævar Karlsson, formaður foreldrafélags Breiðholtsskóla. Skólinn var byggður fyrir rúmlega fjörutíu árum og hefur viðhaldi undanfarin ár verið mjög ábótavant og er ástandið nú orðið smánarlegt fyrir nemendur og starfsfólk, að mati foreldrafélagsins. Húsgögn skólans eru komin til ára sinna og farin að láta á sjá, sprungur og raka- skemmdir eru í veggjum, hurðir eru brotnar svo hætta er á að börn fái í sig flísar. Öllum búnaði er einnig ábótavant og eru tölvuskjáir gamaldags túbuskjáir. Húsgögn eru flest ósamstæð og hæðarstillingar borða víða í ólagi þannig að lágvaxin börn sitja við of há borð og öfugt og samkvæmt upplýsingum frá foreldrafélaginu hefur það valdið stoðkerfis- vanda hjá hluta nemendanna. Skólalóð Breiðholtsskóla hefur að sama skapi verið lítið við haldið. Þar eru víða moldarbörð og marga ára gamalt veggjakrot. Brotnað hefur upp úr einum útvegg svo börn geta notað misfellur í veggnum sem þrep og klifrað upp á þak. Í skýrslu sem Fasteignastofa Reykjavíkur vann í samvinnu við Fræðslumiðstöð borgar- innar árið 2004 kom fram að þörf væri á við- byggingu og nauðsynlegum breytingum á húsnæði, átaki í endurnýjun á tölvulögnum og búnaði, svo sem stórum hluta húsgagna, töflum og fleiru. Í skýrslunni kom jafnframt fram að húsnæði skólans væri hvorki hentugt fyrir skóla án aðgreiningar, einstaklingsmið- að nám né sveigjanlega kennsluhætti. Árið 2008 stóð til að byggja við skólann en svo var hætt við þau áform. Nú eru níu ár liðin frá því tillaga að viðbyggingu og endurbótum kom fram og síðan hefur öllu viðhaldi verið haldið í lágmarki. Foreldrar hafa því í mörg ár gert ítrekaðar athugasemdir við aðbúnað á bygg- ingum og skólalóð en án árangurs. Í febrúar á þessu ári sendi Foreldrafélagið áskorun til borgaryfirvalda um að endur- skoða forgangsröðun ársins og ráðast í tíma- bærar framkvæmdir við Breiðholtsskóla. Að sögn Rúnars Gunnarssonar, deildar- stjóra frumhönnunar hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar, stendur nú yfir vinna við úttekt á Breiðholtsskóla. „Þetta er allt í ferli núna, bæði þörf á viðbygg- ingu, viðhaldi, endurnýjun búnaðar og lóðar. Niðurstaðan ætti að liggja fyrir við lok þessa mánaðar. Þá verður hægt að vinna að fjár- hagsáætlun en þetta verkefni er ekki á fjár- hagsáætlun þessa árs,“ segir Rúnar og getur þess jafnframt að um viðamikið verkefni sé að ræða. Skólastjóri Breiðholtsskóla, Jónína Ágústsdóttir, er bjartsýn á að framkvæmdir hefjist á næstunni. „Það hafa margir aðilar á vegum borgarinnar komið hingað á síðustu vikum og unnið að undirbúningi endurbóta. Foreldrar eru búnir að vinna vel og ég er af- skaplega ánægð með þá,“ segir Jónína sem tók við sem skólastjóri árið 2012 og viður- kennir að hafa brugðið þegar hún kom fyrst í skólann og sá ástand hans. Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is  sKólamál foreldrafélagið segir ástand bygginga og lóðar breiðholtssKóla hættulegt Margra ára bið eftir endurbótum Foreldrar nemenda í Breiðholtsskóla eru orðnir langþreyttir á bið eftir endur- bótum á byggingum og lóð skólans. Í skýrslu borgarinnar frá árinu 2004 var lögð fram tillaga að viðbyggingu og nauðsynlegum endurbótum. Nú árið 2013, níu árum síðar, hafa framkvæmdir ekki enn hafist. Í úttekt Foreldrafélags kemur fram að slæmt ástand skólans ógni öryggi nemenda. Brotnar hillur notaðar sem skilrúm. Ljósmyndir/Foreldrafélag Breiðholtsskóla Brotið er upp úr hurðum svo hætta er á að börn fái í sig flísar. Skólalóð Breiðholtsskóla er í niður- níslu og eru víða moldarbörð. Á myndinni er eini myndvarpinn í unglingadeildinni. Hann er kominn til ára sinna. Húsgögn eru ósamstæð og mikið notuð. Á myndinni má sjá rifið áklæði á stól sem er í notkun. Frágangi á lofti í vistarverum yngsta stigs er ábótavant. Borgaryfirvöld hafa ekki sinnt nauðsynlegu viðhaldi á byggingum og lóð Breiðholtsskóla sem skyldi undanfarin ár og er ástandið orðið hættulegt að mati foreldrafélags. Samkvæmt upplýsingum frá borgaryfirvöldum er nú unnið að úttekt á þörf á endurbótum. Ljósmynd/Hari. 8 fréttir Helgin 7.-9. júní 2013
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.