Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.06.2013, Qupperneq 12

Fréttatíminn - 07.06.2013, Qupperneq 12
Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is hvert er þitt hlutverk? - snjallar lausnir Wise býður ölbreyttar viðskiptalausnir fyrir fólk með mismunandi hlutverk. Gold Enterprise Resource Planning Silver Independent Software Vendor (ISV) TM Borgartún 26, Reykjavík » Hafnarstræti 102, Akureyri sími: 545 3200 » wise@wise.is » www.wise.is F jölbreytni er lykilorðið á nor-rænu frímerkjasýningunni Nordia 2013 sem sett verður í íþróttahúsinu Ásgarði í Garðabæ í dag, föstudaginn 7. júní. Auk sígildra sýningarflokka verður efnt til samkeppni um póstkortasöfn, en söfnun póstkorta hefur rutt sér til rúms undanfarin ár. Einnig verður haldinn safnaramarkaður. Fjölmargir erlendir kaupmenn koma á sýninguna, þar á meðal alla leið frá Kína. Nordia 2013 er stærsti viðburður norrænna frímerkjasafnara á árinu. Á þriðja hundrað erlendra gesta koma til landsins af þessu tilefni. Jafnframt er minnst þeirra tímamóta að á þessu áru eru liðin 140 ár frá út- gáfu fyrsta íslenska frímerkisins. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, setur sýninguna og er verndari hennar. Nordia 2013 er haldin á vegum Landssambands íslenskra frí- merkjasafnara, LÍF. Sýndir verða um 700 rammar af frímerkjum og tengdum hlutum. „Verðmæti sýningarinnar er óheyrilegt og þar verða sýndir fjölmargir gripir sem vart verða metnir til fjár,“ segir í tilkynningu. Um 10-15 þúsund manns hafa sótt seinustu Nordia- sýningar hérlendis. Indriði Pálsson, fyrrum for- stjóri og stjórnarformaður Eim- skips, hefur veitt leyfi til að safn hans, eitt besta póstsögu- og frímerkjasafn frá fyrstu áratugum íslenskrar frímerkjaútgáfu, verður sýnt. Þá verður sýnt safn íslenskra frímerkja til 1901 í eigu sænska greifans Douglas Storckenfeldt. Það hefur fimm sinnum unnið Grand Prix-verðlaun. Minnst er þeirra tímamóta að 140 ár eru liðin frá útgáfu fyrsta íslenska frímerk- isins. Íslensk skildingafrímerki voru gefin út 1873, aðeins 33 árum eftir að fyrsta frímerkið var gefið út í heiminum, hið breska Penny Black. Meðal þeirra sem sækja sýn- inguna er Thomas Høiland, yfir- maður þeirrar deildar uppboðs- fyrirtækisins Bruun Rasmussen danska sem annast frímerki, seðla og mynt. Hann stofnaði fyrstu frímerkjaverslun sína árið 1980 í Kaupmannahöfn og síðan eigið uppboðsfyrirtæki árið 1991. Fyrirtækið fékk viðskiptaverðlaun Børsen’s Gazelle árið 2003. Upp- boðsfyrirtæki Thomasar Høiland's var um árabil stærsta uppboðsfyr- irtæki á sviði frímerkja, seðla og myntar á Norðurlöndunum og eitt af tíu stærstu slíkum fyrirtækjum í heiminum. Þegar Bruun Rasmus- sen keypti fyrirtækið í ársbyrjun 2011 varð Thomas yfirmaður fyrr- nefndar deildar. Bruun Rasmussen er stærsta uppboðshús á Norður- löndum, með um 125 starfsmenn og nam velta fyrirtækisins í fyrra 500 milljónum danskra króna, nær ellefu milljörðum íslenskra króna. Á hverju ári býður fyrirtækið upp rúmlega hundrað þúsund hluti. Thomas hefur oft komið til Ís- lands og keypt marga dýrgripi af íslenskum söfnurum og hafa marg- ir þeirra verið seldir háu verði á uppboðum fyrirtækisins. BR hefur keypt margt frá Íslandi raunar, margir muna eftir Guðbrandsbiblí- unni sem Þjóðminjaráð bannaði að yrði flutt úr landi. „Við erum mjög stolt af að halda Nordia 2013 á Íslandi að þessu sinni, enda sýningin stærsti við- burður hjá norrænum frímerkja- söfnurum á þessu ári. Við höfum lagt mikinn metnað í skipulagn- inguna,“ segir Sigurður R. Péturs- son, formaður LÍF. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is  HlutabréFamarkaður Fjögur Félög HaFa undanFarið bæst við á aðallista kaupHallarinnar Metvelta frá hruni í maí Velta á hlutabréfamarkaði nam 76,6 milljörðum króna í maí. Slík velta hefur ekki verið meiri í einum mánuði eftir hrun, að því er fram kemur hjá Greiningu Íslands- banka. Á síðustu tveim mánuðum hafa tvö ný félög bæst á markað, VÍS í lok apríl og TM snemma í maí. Íslenskir fjárfestar höfðu töluverðan áhuga á bréfum trygg- ingafélaganna í kjölfar skráningar. „Í lok maí var markaðsvirði þeirra 11% af markaðsvirði þeirra níu ís- lensku félaga sem skráð voru á aðallista kauphallarinnar en þau höfðu um 35% veltuhlutdeild í mán- uðinum. Fjórðungur veltu í maí var með bréf Icelandair. Félagið er það þriðja stærsta á íslenska hluta- bréfamarkaðnum með um 16% af heildar markaðsvirði íslensku félaganna á aðallista en Marel og Össur eru bæði stærri að markaðs- virði. Marel hafði um fjórðung markaðsvirðis miðað við lok maí en hafði tæplega 15% veltuhlutdeild í mánuðinum. Össur hefur aftur rúm 19% markaðsvirðis en veltu- hlutdeild var innan við hálft pró- sent á Íslandi en félagið er einnig skráð í kauphöllina í Danmörku,“ segir Greiningin Gengi flestra félaga lækkaði í maí og vísitala aðallistans OMXI6 lækkaði um 4,6% í mánuðinum. „Ástæða lækkana liggur annars vegar í viðbrögðum við uppgjör- um en eins gaf eftir spenna sem skapaðist í kringum nýskráningar tryggingafélagana. Mest gaf gengi Vodafone eftir en félagið lækkaði um 14,6% í maí,“ segir enn fremur. Fjögur félög hafa bæst á aðal- lista kauphallarinnar á síðustu 7 mánuðum, Eimskip í nóvember 2012 Vodafone mánuði síðar og VÍS og TM í apríl og maí. „Reglu- lega birtast fréttir um að félög hyggi á skráningu enda ekki óal- gengt að endurskipulagning stærri félaga endi með þeim hætti,“ segir Greiningin. „Þau nöfn sem heyrst hafa í þessu tilliti eru Sjóvá, Skelj- ungur, N1, Skipti, Advania, Reitir, Icelandic Group, Promens, Kaupás og MP banki en auk þess er þess vænst að samhliða uppgjöri við kröfuhafa íslensku bankana verði þeir skráðir á markað.“ Fjögur félög hafa bæst á aðallista kaup- hallarinnar á síðustu mánuðum, Eimskip, Vodafone, VÍS og TM. Reglulega birtast fréttir um að fleiri íslensk stórfyrirtæki hyggi á skráningu.  Frímerkjasýning nordia 2013 sett í garðabæ í dag „Verðmæti sýningar- innar er óheyrilegt“ Fjölmargir gripir til sýnis sem vart verða metnir til fjár. Erlendir kaupmenn koma á sýninguna, jafnvel alla leið frá Kína. Nordia 2013 er stærsti viðburður norrænna frímerkjasafnara á árinu. Á þriðja hundrað erlendra gesta koma til landsins af þessu tilefni. Eitt af stærri olíufélögum heims, CNOOC Ltd. frá Kína, hefur gengið inn í umsókn um leitar- og vinnsluleyfi olíu og gass á Dreka- svæðinu, ásamt íslenska olíu- félaginu Eykon Energy ehf. Þetta má telja marka tímamót í sögu olíuleitar Íslendinga, enda hefur félag af sambærilegri stærðar- gráðu ekki áður sýnt áhuga sinn á Drekasvæðinu í verki, segir í til- kynningu Eykons Energy. „CNOOC er eitt af þremur stóru olíufélögunum í Kína. Það er skráð í kauphöllum Hong Kong og New York og er markaðsvirði þess í kringum 79 milljarðar doll- ara – rúmlega 9.600 milljarðar íslenskra króna. Það er því um það bil hundrað sinnum stærra en þau fyrirtæki sem hafa fengið úthlutað leyfum á Drekasvæðinu, til samans. CNOOC stundar leit og vinnslu á olíu og gasi í öllum heimsálfum. Fyrirtækið er t.a.m. með stærri fyrirtækjum í vinnslu olíu og gass í Kanada í gegnum dótturfélag sitt, Nexen. Það er einnig einn stærsti leyfishafinn í breska hluta Norðursjávar. Mögulega mun norska ríkisolíu- félagið Petoro bætast við hópinn, verði umsóknin samþykkt, en norska ríkið ákvað sem kunnugt er að Petoro yrði hluthafi í þeim tveimur leyfum sem búið er að út- hluta á Drekasvæðinu.“ Kínverska fyrirtækið verður eins og hver annar þátttakandi í olíuleitar- og vinnsluleyfinu, verði umsóknin samþykkt, segir enn fremur. „Það gengur inn í umsókn- ina að frumkvæði Eykons Energy, sem er íslenskt félag. Fáist leyfið, hlýtur félagið ekki nein óvenjuleg réttindi, heldur einungis hlut í hugsanlegri olíu- eða gasvinnslu á leyfissvæðinu í framtíðinni. Það verður að fara í einu og öllu eftir íslenskum lögum og reglum í starf- semi sinni hér við land, eins og önnur fyrirtæki sem hér starfa. Fjárhagslegir hagsmunir ís- lenska ríkisins eru tryggðir, því það fær til sín mikinn hluta hagn- aðar af allri olíu- eða gasvinnslu á svæðinu í framtíðinni, í gegnum skattheimtu.“ - jh  drekasvæðið samstarF við kínarisa Tímamót í sögu olíu- leitar Íslendinga Hver borhola á Drekasvæðingu getur kostað tugi milljarða króna, og rannsóknir þar á undan velta milljörðum króna. 12 viðskipti Helgin 7.-9. júní 2013
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.