Fréttatíminn - 07.06.2013, Side 14
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjórar: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is og Sigríður Dögg
Auðuns dóttir sigridur@frettatiminn.is. Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@
frettatiminn.is. Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is . Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.
R „Reykjavíkurflugvöllur eru grundvallarþáttur í samgöngum landsins. Til þess að hann geti áfram gegnt því mikilvæga þjónustuhlutverki sem hann hefur gegnt gagnvart landinu öllu þarf að tryggja framtíðarstaðsetningu hans í
nálægð við stjórnsýslu og aðra þjónustu.“ Svo
segir í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar
Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokks-
ins. Vilji ríkisstjórnarinnar er skýr og hann
er sá sami og fyrri ríkisstjórnar
Samfylkingarinnar og Vinstri
grænna. Ögmundur Jónasson,
fyrrverandi innanríkisráð-
herra, var andvígur áformum
borgaryfirvalda í Reykjavík
um að flytja þessa miðstöð
innanlandsflugs úr Vatnsmýri.
Blekið var vart þornað á
stjórnarsáttmála ríkisstjórnar-
innar þegar borgaryfirvöld
kynntu drög að aðalskipulagi
Reykjavíkur til ársins 2030.
Þar er ekki gert ráð fyrir nýjum úthverfum
heldur að byggðin verði þétt og að langmesta
uppbyggingin verði í Vatnsmýri, þar sem
Reykjavíkurflugvöllur er nú. Hann verður því
að víkja, þvert á vilja ríkisstjórnarinnar.
Reiknað er með fjórtán þúsund manna
byggð á flugvallarsvæðinu. Hratt á að ganga
til verks. Norðaustur-suðvestur brautin
verður lögð af á þessu ári. Gert er ráð fyrir að
æfinga-, kennslu- og einkaflugbraut verði lögð
af árið 2015 og norður-suðurbraut 2016. Frá
árinu 2024 losni síðan meira land en borgin
gerir ráð fyrir því að flugvallarstarfsemi verði
aflögð með öllu árið 2030.
Óþarft er raunar að líta fram til ársins 2024
eða 2030 gangi þessi áform borgaryfirvalda í
Reykjavík eftir. Nóg er að horfa þrjú ár fram í
tímann þegar stefnt er að því að loka annarri
aðalflugbraut Reykjavíkurflugvallar, norður-
suðurbrautinni. Það tók Pétur K. Maack
flugmálastjóri skýrt fram í liðinni viku þar
sem hann sagði það ekki ganga að vera með
farþegaflugvöll á suðvesturhorni landsins
með einni flugbraut. Um væri að ræða aftur-
för hvað öryggi varðaði og þjónustustig færi
niður fyrir almenn viðmið.
Slagurinn um staðsetningu Reykjavíkur-
flugvallar hefur staðið lengi. Hann er vissu-
lega miðsvæðis í borginni og borgaryfirvöld
horfa til þess svæðis sem hann þekur, vilja
byggja svæðið upp, þétta byggðina, nýta
lagnir sem fyrir eru og auðvelda samgöngur.
Á móti vegur mikilvægt samgöngu- og þjón-
ustuhlutverk vallarins í höfuðborginni miðri –
og vissulega er Reykjavík höfuðborg landsins
alls, miðstöð þjónustu, stjórnkerfis og heil-
brigðisþjónustu. Bæjarstjórn Akureyrar talar
væntanlega fyrir hönd annarra sveitarstjórna
á landinu og fólks annars staðar en á suð-
vesturhornunu þegar hún lýsir yfir andstöðu
við að Reykjavíkurflugvöllur verði fluttur
þaðan sem hann er. Sama gildir um Samtök
ferðaþjónustunnar sem mótmæla ákvörðun
borgaryfirvalda um flutning vallarins. Þau
furða sig á þeirri ákvörðun að leggja eigi af
norður-suður flugbraut vallarins árið 2016
og benda á að flugrekendur, flugmálastjóri
og aðrir sem best þekkja til líti svo á að þar
með verði flugvöllurinn ónothæfur. Um leið
vekja samtökin athygli á þeirri ákvörðun að á
sama tíma eigi að byggja flugstöð við völlinn
sem trúlega muni opna um svipað leyti og
völlurinn hrekst burtu, eins og segir í tilkynn-
ingu þeirra.
Verði notkunarmöguleikar Reykjavíkur-
flugvallar skertir með þeim hætti sem boðað
er, eftir aðeins þrjú ár, er ljóst að miðstöð
innanlandsflugs flyst til Keflavíkurflugvallar
– með kostum þess og göllum. Um annan
möguleika er vart að ræða eftir að skýrsla
Veðurstofu Íslands var birt í mars síðastliðn-
um en þar voru hugmyndir um nýjan flugvöll
á Hólmsheiði hreinlega skotnar niður. Þar
kom fram að flugvöllur þar yrði ónothæfur í
28 daga á ári vegna veðurs í stað 1-2 daga á
Reykjavíkurflugvelli. „Enginn hannar mið-
stöð áætlunarflugs með svo lágan nothæfis-
stuðul,“ sagði í samantektinni. Flugvöllur á
uppfyllingu á Lönguskerjum er dýr kostur.
Innan við ár er í næstu borgarstjórnar-
kosningar. Flugvallarmálið verður án efa eitt
helsta kosningamálið. Fyrir liggur vilji meiri-
hluta Besta flokksins og Samfylkingarinnar.
Nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgar-
stjórn, Júlíus Vífill Ingvarsson, lýsti því hins
vegar yfir nýverið að uppbygging í Reykjavík
kallaði ekki á að flugvöllurinn, þar sem 500
manns starfa, færi úr Vatnsmýrinni. Taka yrði
tillit til hlutverks Reykjavíkurflugvallar í sam-
göngukerfi landsins.
Vatnsmýri – miðstöð innanlandsflugs eða íbúðabyggð
Kosið verður um Reykjavíkurflugvöll
Jónas Haraldsson
jonas@frettatiminn.is
„Ferðin til framtíðar“
Fyrsta skólastigið
S tóra leikskóladeginum er fagn-að í Reykjavík í dag. Yfirskrift hans er „Ferðin til framtíðar“
og það er glettilega margt sem býr í
þeim sakleysislegu orðum. Eins og á
öllum góðum ferðalögum þá er fyrsta
upplifunin oft sú sem gefur tóninn og
mótar afstöðu ferðalangsins til fram-
haldsins. Því er hlutverk leikskólans
óumdeilanlega stórt í lífi og tilveru
íslenskra barna, sem hefja nær öll
nám í leikskóla á árinu sem þau verða
tveggja ára. Leikskólinn getur því
haft sterk áhrif á félagsmótun barna
og námsfærni þeirra til langrar fram-
tíðar. Lengi býr að fyrstu gerð, þau
orð eiga vel við. Í þessari grein langar
mig að víkja að togstreitunni sem oft
einkennir umræðuna um leikskólann.
Þrjú hlutverk leikskólans
Með töluvert mikilli einföldun má
segja að í umræðunni togist á þjón-
ustuhlutverk leikskólans annars
vegar og menntunarhlutverkið hins
vegar. Varla er lengur um það deilt
að leikskólinn er fyrsta skólastigið
og metnaðarfullt fagstarf fer þar fram
undir forystu leikskólakennara og
stjórnenda og í samstarfi starfsfólks
með fjölbreyttan bakgrunn. Mennt-
unarhlutverk leikskólans er staðfest
í lögum, metnaður leikskólanna er
mikill og þróunarstarf eflist ár frá
ári. Fimlega flétta leikskólar grunn-
þáttum menntunar inn í skólastarfið;
sjálfbærni, læsi í víðum
skilningi, sköpun, jafn-
rétti, lýðræði og mann-
réttindi, heilbrigði og
velferð. Þjónustuhlut-
verkið er þó oftar en
ekki plássfrekara í um-
ræðunni og væntingar
allra hagsmunaaðila
ekki alltaf í samhljómi.
Deilt er á sveitarfélög
vegna leikskólagjalda,
opnunartíma, sumarfría,
skipulagsdaga og hversu
ung börn skulu vera þeg-
ar þau hefja nám í leikskóla. Á sama
tíma eru uppi áhyggjur af því að börn
dvelji of lengi dagsins í leikskóla og
að lítill sveigjanleiki sé til staðar í til-
veru fjölskyldna með ung börn, sem
búa oft við meira vinnuálag en í ná-
grannalöndum. Margt fleira mætti
tína til en það blasir við að í hugum
margra birtist leikskólinn oftar með
ímynd þjónustustofnunar en mennta-
stofnunar. Það er þó hægt og bítandi
að breytast og er það vel.
Mikilvægasta hlutverkið
Sjaldnar er rætt um þátt leikskólans
í að stuðla að réttlátara samfélagi.
Félagslegt réttlæti ríkir á Íslandi þeg-
ar kemur að velferð barna á mörgum
sviðum. Það er jöfnuður og forréttindi
fyrir okkur foreldra að geta treyst á að
leikskólinn er öflug menntastofnun
sem leitast við að mæta
námslegum og félags-
þörfum þörfum barna
okkar, óháð búsetu, upp-
runa, atgervi og félags-
legri stöðu þeirra. Síðast
en ekki síst er leikskól-
inn stórlega niðurgreidd-
ur úr sameiginlegum
sjóðum og því aðgengi-
legur fyrir öll börn.
Ferðin til framtíðar
Óhjákvæmilega ríkir
spenna á milli þessara
þriggja hlutverka og sátt á milli þeirra
næst jafnvel aldrei, það hafa niður-
stöður rannsókna stutt. Stærri – og
jafnvel spennuþrungnari umræða
tengist styttri vinnutíma og alvöru
fjölskyldustefnu í samfélagi þar sem
barneignir eru með fjörlegra móti
og atvinnuþátttaka foreldra með því
mesta á heimsvísu. Allténd er stað-
reynd að vegna sterkrar stöðu leik-
skólans og hve algilt það er að börn
frá unga aldri njóti þar náms og efl-
ingar félagsþroska verður menntunar-
hlutverk leikskólans æ mikilvægara.
Undir þeirri ábyrgð rís leikskólinn
enda gerjun óvíða meiri í íslensku
skólastarfi. Ég vil óska Reykvík-
ingum til hamingju með stóra leik-
skóladaginn og sterka leikskóla sem
tryggja jöfnuð, velferð og menntun
barna frá unga aldri.
Oddný Sturludóttir
borgarfulltrúi og formaður
skóla- og frístundaráðs
Voltaren 11,6 mg/g, hlaup. Inniheldur 11,6 mg af díklófenaktvíetýlamíni. Ábendingar:
Staðbundnir bólgukvillar. Skammtar og lyfjagjöf: Fullorðnir og börn 14 ára og eldri: 2-4 g af
hlaupi borið á aumt svæði 3-4 sinnum á sólarhring. Mælt er með handþvotti eftir notkun,
nema verið sé að meðhöndla hendur. Ef meðhöndla á bráð, minniháttar meiðsli í stoðkerfi
skal ekki nota Voltaren lengur en 7 daga án samráðs við lækni. Hafið samband við lækninn
ef einkenni eru viðvarandi eða versna eftir meðferð í 7 sólarhringa. Frábendingar: Ofnæmi
fyrir einhverju innihaldsefnanna, asetýlsalisýlsýru og öðrum bólgueyðandi gigtarlyfjum
(NSAID). Sjúklingar sem hafa fengið astma, ofsakláða eða bráða nefslímubólgu af völdum
asetýlsalisýlsýru eða annarra bólgueyðandi gigtarlyfja (NSAID) eiga ekki að nota lyfið.
Síðustu 3 mánuðir meðgöngu. Má ekki nota handa börnum og unglingum 14 ára og yngri.
Sérstök varnaðarorð: Má eingöngu bera á heila og heilbrigða húð og alls ekki á slímhúðir eða
augu. Getur valdið húðertingu. Varast skal mikið sólarljós, notkun samhliða bólgueyðandi
lyfjum eða að hylja notkunarsvæðið með loftþéttum umbúðum. Gæta skal sérstakrar varúðar
hjá öldruðum eða astma-/ofnæmis-sjúklingum (hefur valdið berkjukrampa). Hætta á meðferð
ef útbrot koma fram eftir notkun. Við notkun á stór húðsvæði eykst hættan á almennum
aukaverkunum, t.d. á nýru. Við brjóstagjöf eða meðgöngu má eingöngu nota lyfið í samráði
við lækni. Lesið leiðbeiningar á umbúðum og í fylgiseðli fyrir notkun. Geymið þar sem
börn hvorki ná til né sjá. Markaðsleyfis hafi: Novartis Consumer Health S.A. Umboð á
Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ
Fæst án lyfseðils
Veldur síður
lyfjaáhrifum um
allan líkamann eins
og þegar töflur eru
teknar inn
Verkjastillandi
bólgueyðandi
14 viðhorf Helgin 7.-9. júní 2013