Fréttatíminn - 07.06.2013, Síða 18
Þ að er einhver lýðræðishalli í vinnubrögðum um tilnefning-ar á stjórnarmönnum í stjórnir
lífeyrissjóðanna. Þetta á við bæði hjá
launþegum og atvinnurekendum. Ég
held að bæði launþegar og atvinnu-
rekendur hafi sofnað á verðinum og
látið sjálfvöldum fulltrúum samtaka
launþega og samtaka atvinnurekenda
það eftir að ákveða hvernig og í hverju
sparnaður þeirra er ávaxtaður með
því að ákveða fyrir þeirra hönd hverjir
sitji í stjórnum lífeyrissjóðanna. Ég
hélt að þessir hlutir væru í góðu lagi
þangað til ég upplifði annað á eigin
skinni.
Fulltrúar hverra sitja í stjórnum
lífeyrissjóðanna?
Lög og reglugerðir allra vinnumark-
aðssjóðanna ganga út frá svipuðum
gildum en nokkrar áherslubreytingar
eru á samþykktum sjóðanna. Allir
sjóðirnir kjósa sér fulltrúaráð úr hópi
launþega og atvinnurekenda. Fulltrúa-
ráð launþega virðast almenn vera virk-
ara í lífeyrissjóðunum en fulltrúaráð
atvinnurekenda. Fulltrúaráð atvinnu-
rekenda eru nánast óvirk í sumum
sjóðum og fara þá Samtök atvinnulífs-
ins með tilnefningar og ákvarðanir
fyrir hönd atvinnurekenda. Hagsmun-
um hverra þjónar það að hafa aðildar-
félög atvinnurekenda óvirk? Er það til
að starfsmenn Samtaka atvinnulífsins
og Samtaka iðnaðarins geti tilnefnt og
skipað sjálfa sig í stjórnir?
Stéttarfélögin 12 skipa sér full-
trúaráð sem valið er þannig að hvert
stéttarfélag sem aðild á að sjóðnum
kýs úr sínum hópi einn fulltrúa fyr-
ir hverja 200 virka félagsmenn sem
jafnframt eru virkir sjóðfélagar í líf-
eyrissjóðnum og einn fulltrúa fyrir
hverja 200 félagsmenn. Virkir félags-
menn og sjóðfélagar eru þeir sem
greiða stéttarfélagsgjöld í fyrrnefnd
stéttarfélög og lífeyrisiðgjöld í Sam-
einaða lífeyrissjóðinn. Vegna þessara
www.rekstrarland.isRekstrarland | Skeifunni 11 | 108 Reykjavík | Sími 515 1100
PI
PA
R\
TB
W
A
•
S
ÍA
•
1
31
55
9
Plastpokar
– til að geyma, henda, bera eða kæla.
Verð frá
149 kr.
Ruslapoki, 50X60 cm, 25 stk.
Lýðræðishalli í vinnubrögðum um tilnefningar á stjórnarmönnum í stjórnir lífeyrissjóðanna
Spilaborg lífeyrissjóðanna
reglna um fjölda félags-
manna á bak við hvern
fulltrúaráðsmann eru of
oft breytingar á hverjir
sitja í stjórn lífeyrissjóðs-
ins fyrir hönd launþega.
Þannig geta fulltrúar
launþega í stjórn sjóðs-
ins verið að hoppa inn
og út úr stjórn á 2ja, 4ja
og 6 ára ára fresti.
Lýðræði eða fámennis full-
trúaræði?
Mjög ámælisvert er einnig að engar
reglur eru um hámarkssetu fulltrúa
launþega í stjórn lífeyrissjóðsins. Nú-
verandi varaformaður Sameinaða líf-
eyrissjóðsins, fulltrúi launþega, hefur
lengsta stjórnarsetu í sögu sjóðsins
samfleytt í 14 ár. Fámenn stéttarfélög
eiga aldrei möguleika á að eignast
mann í fulltrúaráðið og þar með aldrei
stjórnarmann í stjórn lífeyrissjóðsins.
Í skýrslu rannsóknarnefndar lífeyris-
sjóðanna segir að það sé einfaldlega
of löng leið frá vilja eigenda lífeyris-
réttinda til þess hver verður stjórnar-
maður fyrir hans hönd. Þetta er ekki
lýðræði þetta er eitthvað skrýtið full-
trúaræði.
Með nýjum reglum FME um að
stjórnarmenn lífeyrissjóðanna gang-
ist undir hæfismat verða sjálfkrafa
allir sjóðfélagar hæfir sem stjórnar-
menn. Ég hef fulla trú á því að stór
hluti almennra sjóðfélaga sé fær um
að gegna stjórnarsetu í lífeyrissjóðun-
um, því væri æskilegt að leita út fyrir
raðir starfsmanna stéttarfélaganna í
leit að hæfum stjórnarmönnum.
Starfsmenn Samtaka iðnaðarins
tilnefna hvor annan í stjórnir
lífeyrissjóða
Það er mjög einkennilegt að Samtök
atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins
skulu í reglubók Sameinaða lífeyris-
sjóðsins vera skilgreind sem aðilar
að lífeyrissjóðnum. Bæði Samtök at-
vinnulífsins og Samtök iðnaðarins eru
samtök stofnuð af atvinnurekendum.
Aðlildarfélög atvinnurekenda greiða
félagsgjöld til SA og SI sem nýtt eru
til að standa undir rekstri samtak-
anna. Starfsmenn SA og SI eru því
launamenn hjá aðildarfélögunum en
ekki atvinnurekendur. Aðilar atvinnu-
rekenda að lífeyrissjóðnum eiga ein-
göngu að vera greiðandi aðildarfélög
sem spegla hliðstæðu við stéttarfélög
launþega. Reglan er sú að þegar laun-
þegahreyfingin er búin að skipa sitt
fulltrúaráð út frá fjölda félagsmanna
í viðkomandi stéttarfélögum og fyrir
liggur hver fulltrúafjöldi stéttarfélag-
anna er og úr hvaða atvinnugrein,
skal viðkomandi atvinnurekanda-
félagi tilkynnt um fulltrúafjölda þann
sem aðildarfélagið á rétt á að tilnefna.
Reglurnar segja mjög skýrt að að-
ildarfélögin eigi að tilnefna úr sínum
röðum í stjórn lífeyrissjóðsins. En
raunin er sú að undanfarin 5 ár hefur
það verið framkvæmdastjóri og að-
stoðarframkvæmdastjóri Samtaka
iðnaðarins ásamt þá verandi formanni
Samtaka iðnaðarins, Helga Magnús-
syni, sem tilnefnt hafa stjórnarmenn
í stjórnir lífeyrissjóðina enda hafa
þeir tilnefnt sjálfa sig í stjórnir nokk-
urra lífeyrissjóða. Fv. formaður Sam-
taka iðnaðarins, Helgi Magnússon, er
varaformaður stjórnar Lífeyrissjóðs
verslunarmanna, framkvæmdastjóri
Samtaka iðnaðarins, Orri Hauks-
son, er stjórnarmaður í Gildi og að-
stoðarframkvæmdastjóri Samtaka
iðnaðarins, Jón Bjarni Gunnarsson,
er núverandi formaður Sameinaða
lífeyrissjóðsins. Með þessu sjálfskip-
aða tilnefningarvaldi hafa starfsmenn
Samtaka iðnaðarins komið sér í þá
sérstöðu að vera með sjálftöku á laun-
um. Á sama tíma og þeir eru á launum
sem starfsmenn Samtaka iðnaðarins
eru þeir á launum sem stjórnarmenn
í stjórnum lífeyrissjóð-
anna. Raunveruleik-
inn er sá að ég sem
aðildarfélagsgreiðandi
í Samtök iðnaðarins og
iðgjaldagreiðandi í Sam-
einaða lífeyrissjóðnum
er að greiða aðstoðar-
framkvæmdastjóra
Samtaka iðnaðarins
tvöföld laun morgnana
sem hann mætir á stjórnarfund í líf-
eyrissjóðnum.
Vikið úr stjórn vegna „hættu-
legra“ skoðana
Ég var tilnefnd af aðildarfélagi Málms
og skipuð af Samtökum atvinnulífsins
til stjórnarsetu í Sameinaða lífeyris-
sjóðnum árið 2008. Ég var stjórnar-
maður í 4 ár þar af formaður í eitt ár.
Þetta voru árin eftir hrun, allir verk-
ferlar sjóðsins voru endurskoðaðir.
Síðast verk mitt sem formaður var
að skipa og leiða nefnd sem mótað
áhættustefnu sjóðsins, ég vildi líka
gera breytingar á samþykktum sjóðs-
ins varðandi skipan í stjórn. Á stjórn-
arfundi Sameinaða lífeyrissjóðsins í
febrúar 2012 lagði ég fram sem for-
maður tvær breytingartillögur á sam-
þykktum Sameinaða lífeyrissjóðsins,
önnur tillagan var að hámarksseta
stjórnarmanna í stjórn væri 8 ár
hin tillagan var að kjósa ætti 2 af 6
stjórnarmönnum á ársfundi úr hópi
sjóðfélaga. Ég fékk símtal frá aðstoð-
arframkvæmdastjóra Samtaka iðnað-
arins sem einnig var stjórnarmaður
í lífeyrissjóðnum þar sem hann sem
tilkynnti mér að ég yrði ekki tilnefnd
til stjórnarsetu fyrir hönd atvinnurek-
anda hjá Samtökum Iðnaðarins. En
þar sem ég sit í stjórn Málms, einu af
aðildarfélögum Samtaka iðnaðarins,
vissi ég að þessi umræða hafði ekki
farið fram í stjórn Málms svo ekki
var það aðildarfélagið sem tók þessa
ákvörðun. Ég hafði fullan áhuga og
getu til að sinna áfram starfi mínu inn-
an stjórnar en var látin víkja án þess
að þeir sem koma áttu að því að víkja
mér úr stjórn væru hafðir í samráði.
Valdaherrarnir gátu sem sagt komið í
veg fyrir að önnur sjónarmið en þeirra
kæmust að.
Núverandi fyrirkomulag laun-
þega um val í stjórnir er mjög baga-
legt þar sem annars vegar tapast
dýrmæt reynsla stjórnarmannsins
vegna skamms tíma í stjórn og hins-
vegar þar sem þaulsetin forræðis-
hyggja stjórnar öllu vegna of langrar
stjórnarsetu. Vonandi verður breyting
á þessu fyrirkomulagi með tilkomu
hæfismats FME á stjórnarmönnum.
Það verður einfaldlega of kostnaðar-
samt fyrir lífeyrissjóðinn að mennta
stjórnarmenn til að standast hæfi og
sitja síðan í stjórn skemur en 8 ár. Fá-
menn stéttarfélög eignast aldrei beint
fulltrúa úr sínu stéttarfélagi, það eru
alltaf stóru félögin sem verða ráðandi
í fulltrúaráðinu. Ég fullyrði að núver-
andi fyrirkomulag Samtaka iðnaðar-
ins um tilnefningar stjórnarmanna
fyrir hönd atvinnurekenda sé brot á
lögum og samþykktum Sameinaða líf-
eyrissjóðsins. Einnig tel ég rangt að
starfsmenn Samtaka atvinnulífsins og
Samtaka iðnaðarins sitji í stjórnum líf-
eyrissjóða fyrir hönd atvinnurekenda.
Einkennilegt er líka að í ráðningar-
samningi framkvæmdastjóra Samtaka
iðnaðarins er sérstaklega tilgreint að
hann skuli sitja í stjórn lífeyrissjóðs.
Þetta uppfyllir ekki lög og reglur
samþykkta sjóðsins þar sem segir að
„Framangreind samtök atvinnurek-
enda sem aðild eiga að sjóðnum til-
nefni jafn marga fulltrúa úr sínum röð-
um og viðkomandi stéttafélag kýs.“
Framkvæmdastjóri og aðstoðarfram-
kvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins
eiga ekki samsvörun við stéttarfélögin
frekar en aðrir starfsmenn Samtaka
iðnaðarins og Samtaka atvinnulífsins.
Lífeyrissjóður Fulltrúi atvinnurekenda í stjórn Starfsmenn SA og SI
Gildi Vilhjálmur Egilsson fv. framkvæmdastjóri SA
Gildi Orri Hauksson framkvæmdastjóri SI
Lífeyrissjóður verslunarmanna Hannes G. Sigurðsson aðstoðarframkvæmdastjóri SA
Lífeyrissjóður verslunarmanna Helgi Magnússon f.v. formaður SI
Sameinaði lífeyrissjóðurinn Jón Bjarni Gunnarsson aðstoðarframkvæmdastjóri SI
Gildi (varamaður í stjórn) Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri SA
Sameinaði lífeyrissjóðurinn með 9.496 sjóðfélaga
Fulltrúaráð launþega Sameinaða lífeyrissjóðsins er mjög virkt en fulltrúaráð atvinnurekenda algjörlega óvirkt.
Stéttarfélag launþega Aðildarfélög atvinnurekenda Samtök aðildarfélaga
Starfsgreinafélag Austurlands Bílgreinasambandið SA Samtök atvinnulífsins
Fagfélagið Félag blikksmiðjueigenda SI Samtök iðnaðarins
Félag bókagerðarmanna Félag húsgagna og innréttingaframleiðenda
Félag málmiðnaðarmanna á Akureyri Félag pípulagningameistara
Félag skipstjórnarmanna Félag skrúðgarðyrkjumeistara
Félag vélstjóra og málmtæknimanna Félag veggfóðrarameistara
Iðnsveinafélag Skagafjarðar Landssamband veiðafæragerðar
Stéttarfélag Vesturland Málarameistarfélag Reykjavíkur
Veggfóðrarafélag Reykjavíkur Málmur samtök fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði
Verkstjórasamband Íslands Meistarafélag bólstrara
Þingiðn Meistarafélag húsasmiðja í Reykjavík
Meistarafélag iðnaðarmanna í Hafnarfirði
Meistarafélag Suðulands
Múrarameistarafélag Reykjavíkur
Samband garðyrkjubænda
Auður Hallgrímsdóttir
fyrrverandi stjórnarmaður í
Sameinaða lífeyrissjóðnum
18 viðhorf Helgin 7.-9. júní 2013