Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.06.2013, Qupperneq 23

Fréttatíminn - 07.06.2013, Qupperneq 23
ÞVottaefni fyrir hVert tilefni StórÞVottur framundan? hafðu Það fínt nú er Það SVart Ekkert jafnast á við Neutral Storvask til að komast til botns í þvottakörfunni. Hentar fyrir þvott af öllu tagi. Silkihönskum, ullarteppum og dúnúlpum hæfir 30 til 40 gráðu þvottur í höndum eða vél með Neutral Uld- og finvask. Neutral Sort vask varðveitir svartan glæsileikann svo hann tapi ekki lit sínum. Upplitað er bara ekki í tísku þessa dagana. Fyrir alla muni, ekki láta þennan lenda í hvíta þvottinum. Létt er að flokka litríka sokka. nú er Það hVítt haltu lífi í litunum Ensímin í Neutral Hvid vask losa þig við erfiða bletti og óhreinindi. Það skilar sér í björtum og hvítum þvotti. Fljótandi Neutral leysist vel upp og hentar því líka vel í handþvottinn. Settu svolítið af Neutral Color í hólfið og njóttu þess að fá þvott inn jafn litríkan úr vélinni aftur. Þetta er kröftugt, þú notar bara lítið af dufti í hverja vél. Fljótandi Neutral Color endist líka og endist. Astma- og ofnæmisfélagið á Íslandi mælir með vörum frá Neutral Dönsku astma- og ofnæmissamtökin ÍS LE N SK A S IA .I S N AT 6 27 19 0 1. 20 13 nánari upplýSingar á neutral.iS S tundum þegar ég svara í símann í vinnunni og kynni mig, segi „Davor“, þá held- ur fólk að ég heiti Dagur. Ég þarf jafnvel að endurtaka mig nokkr- um sinnum og útskýra að ég heiti ekki íslensku nafni,“ segir Davor Purusic. Hann talar nánast lýta- lausa íslensku og sumir taka því ekki strax eftir hreimnum. Davor starfar sem lögfræðingur hjá Um- boðsmanni skuldara og stefnir að því að öðlast málflutningsréttindi í haust. „Það kemur í ljós hvort það tekst í fyrstu tilraun. Við sjáum til,“ segir hann og brosir. Davor er fæddur í fyrrum Júgó- slavíu, Bosníu-Herzegóvínu, og alinn upp hjá einstæðri móður í höfuðborginni Sarajevo. Eftir að Bosnía-Herzegóvína lýsti yfir sjálfstæði í byrjun apríl árið 1992 braust út blóðugt stríð við Serbíu og Bosníu-Serba sem neituðu að viðurkenna sjálfstæðið. Á árunum 1992-1993 var framið mesta þjóðarmorð í Evrópu síðan í seinni heimsstyrjöldinni þegar serbneskar hersveitir myrtu þús- undir Bosníumanna og Króata um alla Bosníu-Herzegóvínu. Da- vor var lögreglumaður í Sarajevo á þessum tíma. Hann slasaðist fjórum sinnum og var á endanum fluttur illa haldinn til lækninga til Íslands á vegum Sameinuðu þjóðanna. Lífvörður ráðherra í Bosníu Hann tekur á móti mér á heimili í sínu í Skaftahlíð þar sem hann býr ásamt konu sinni, Önnu Gunnhildi Ólafsdóttur, tveimur dætrum og hundi. Eldri dótt- irin, Halldóra Ana, sem verður sautján ára í nóvember, fylgist spennt með viðtalinu. Sú yngri er nýfermd, Valgerður Marija. Seinni nöfn stúlknanna eru í höfuðið á móður Davors og stjúp- móður hans. „Hundurinn okkar heitir Emil. Hann er tíu mánaða,“ segir Halldóra Ana og kallar á nýjasta fjölskyldumeðliminn. Í Bosníu átti Davor doberman- hund sem hét Albert og voru þeir miklir mátar en Albert fældist í sprengjuárás og týndist í stríð- inu. „Ég starfaði í öryggisdeild lög- reglunnar sem sá um lífvörslu ráðherra í ríkisstjórn Bosníu. Þegar átök brutust út hafði Bosnía engar vopnaðar sveitir og fyrstu sex mánuðina voru lög- reglusveitir í hlutverki hersins,“ segir Davor sem beinlínis var í eldlínunni. Hann hendir gaman að því að hann hafi alltaf haldið Davor Purusic kom til Íslands með sjúkraflugi frá Bosníu fyrir tæpum tuttugu árum eftir að hafa slasast alvarlega í stríðinu. Ung kona af Morgunblaðinu tók við hann fyrsta viðtalið, þau urðu ástfangin og eiga í dag tvær dætur. Davor einsetti sér fljótt að læra íslensku og komast inn í samfélagið. Skortur á háskóla- menntun hamlaði starfsframa hans, því skráði hann sig í lög- fræði og útskrifaðist fjórum árum síðar með meistaragráðu. Davor er metnaðarfullur með eindæmum og segir hindranir til þess eins að yfirstíga þær. áfram þar til hann var gjörsam- lega óstarfhæfur eftir fjórða slysið: „Ég er býsna þrjóskur,“ segir hann sposkur á svip. Ástin bankar á dyrnar Í byrjun október fór Davor með herflugvél frá Sarajevo til Kaup- mannahafnar. Það þótti stórfrétt að íslensk yfirvöld tækju á móti tveimur slösuðum karlmönnum úr stríðinu, ásamt eiginkonu ann- ars þeirra, og því ákvað Morgun- blaðið að senda blaðamann til Danmerkur til að ná viðtölum við fólkið áður en mennirnir yrðu settir í einangrun á Landspítalan- um vegna sýkinga í sárum. Þessi blaðamaður er kona Davors í dag. Ég spyr hvort þau hafi strax orðið ástfangin. Davor hlær við. „Það spyrja allir þessarar spurningar. En á þessum tíma komst lítið annað að en að fá læknisaðstoð.“ Hann kom til Íslands 27 ára gamall, 8. október 1993. Davor er hávaxinn maður en þarna vó hann aðeins 61 kíló, hafði misst um 40% af líkamsþyngd sinni. Stríðið tók sinn toll bæði andlega og líkamlega. Við tóku tuttugu mánuðir þar sem Davor fór í fjölda uppskurða og milli þess sem hann var á sjúkrahús- inu dvaldist hann á sjúkrahóteli Rauða krossins við Rauðarár- stíginn. Þegar ég spyr nánar um hvernig þau hjónin kynnt- ust finnst Davor fara best á því að Anna útskýri það og kallar á hana. Hún segist hafa tekið annað viðtal við Davor og ungu hjónin sem komu frá Bosníu eftir að þeir voru lausir úr einangrun. „Þegar þau voru á sjúkrahótelinu bauðst ég síðan til að sýna þeim borgina því þau höfðu ekkert skoðað.“ Og fyrr en varði urðu þau ástfangin, íslenskumenntaði blaðamaðurinn á Morgunblaðinu og fyrrverandi lögreglumaðurinn frá Bosníu. Einkakennsla í íslensku Eftir aðeins nokkra mánuði á Ís- landi fór hann að velta fyrir sér möguleikanum á því að setjast hér að. „Hér voru allir svo góðir og gestrisnir.“ Hann segir að Ís- lendingar hafi í fyrstu verið hissa á þessum áhuga hans en síðan hafi allt verið gert til að auðvelda honum að komast inn í samfé- lagið. „Við fengum sérstaka undan- þágu og vorum fljótt komin með fast dvalar- og búsetuleyfi. Kerfið virkar allt öðruvísi í dag. En um leið og ég treysti mér til var ég kominn á vinnumarkaðinn. Ég byrjaði að vinna sem bréfberi og síðan sem þjónn. Mesta hjálpin, það sem hefur reynst mér best, var íslenskukennsla sem Rauði krossinn skipulagði fyrir okkur. Þetta var í raun einkakennsla þar sem við þrjú fengum klukkutíma kennslu, fimm daga vikunnar í hálft ár. Þetta var frábær grunn- ur. Íslensk málfræði er svipuð viðtal 23 Helgin 7.-9. júní 2013
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.