Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.06.2013, Blaðsíða 33

Fréttatíminn - 07.06.2013, Blaðsíða 33
það hafi verið vegna þess að þarna hafi strax verið kviknaður grunur um að ég hafi valdið dauða Smára,“ segir Sigurður. Hjónin voru í nokkru sambandi við foreldra drengsins fyrst eftir látið og heimsóttu þau hvort annað. Daginn eftir jarðarförina fæddist Sigurði og konu hans fjórða barn þeirra en þau áttu fyrir tveggja ára dóttur og fjög- urra og fimm ára syni. Auk þess átti Sigurður fyrir tvö eldri börn. „Við vorum því á sama tíma að syrgja líf og fagna lífi,“ segir hann. Áföllin verða aldrei bætt Kona Sigurðar fór í fæðingarorlof og Sigurður tók við að keyra leigubíl til þess að afla fjölskyldunni tekna. Þau áttu í miklum fjárhagserfiðleikum og neyddust loks til að selja hús sitt og fjölskyldubílinn. Sigurður var handtekinn 10. september 2001. Að- spurður segist hann allt frá upphafi hafa lýst yfir sakleysi sínu. „Ég var spurður hver hafi þá gert þetta fyrst ég hafi ekki gert það. Ég sagðist ekki getað vitað nokkuð um það. Hið eina sem ég vissi var að ég gerði þetta ekki.“ Þegar Sigurður var dæmdur í héraðsdómi árið 2002 missti hann jafnframt starfsleyfi sitt sem leigubíl- stjóri. Skömmu síðar skildu hjónin. Börnin voru þá eins árs, þriggja, fimm og sex ára. Hálfu ári síðar kynntist Sigurður núverandi konu sinni. Hún á fjögur börn. „Ég sagði henni þetta strax. Hún þagði um stund og sagðist svo standa með mér. Það hefur hún sannarlega gert upp frá því.“ Dómur hæstaréttar var Sigurði áfall því hann hafði vonast eftir að álit erlendu sérfræðinganna yrðu til að sanna sakleysi hans. „Þegar ég gekk út úr hæstarétti heyrði ég sagt: „Þarna kemur barnamorðinginn“.“ Það var í fyrsta sinn sem hann var kallaður barnamorðingi – en ekki hið síðasta. Hann trúir því hins vegar statt og stöðugt að upp renni sá dag- ur að hann fái mannorð sitt hreinsað og æruna aftur. Áföllin verða hins vegar aldrei bætt. Og drengurinn litli lifir áfram einungis í minningu þeirra sem misstu hann. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is eru að taka tennur því þá kemur þrýstingur í eyrun og þau fara að gráta. Ég tók hann bara aftur upp. Hann vildi lítið borða, nánast ekki neitt,“ rifjar Sigurður upp. „Eftir hádegi var hann orðinn ofsalega þreyttur. Hann sat á gólfinu og hausinn var farinn að detta niður. Ég tók hann þá og lagði hann í vagninn inni í bílskúr, því mamma hans hafði beðið um að hann svæfi inni. Hann sofnaði um leið og ég lagði hann í vagninn. Þáverandi konan mín fór síðan í mæðraskoð- un því hún var kasólétt af fjórða barninu okkar. Ég sæki síðan Smára út í vagn milli fjögur og hálf fimm en þá vildi hann ekki vakna. Hann fékk svona krampaköst og við hringdum strax á sjúkrabíl.“ Drengurinn var fluttur á spítala þar sem hann lést tveimur dögum síðar. Grunurinn vaknaði strax Aðspurður segir Sigurður að strax hafi verið farið að rannsaka málið með tilliti til ungbarnahristings. „Pabbi Smára kom og sótti dótið hans nokkrum dögum eftir andlát- ið og sagði þá eitthvað við mig um hristing. Hann sagði reyndar að hann og konan hans vissu að það hefði ekki skeð hér, þau treystu okkur hundrað prósent, eins og allir þeir foreldrar sem voru með börn sín hjá okkur,“ segir hann. Sigurður og kona hans treystu sér ekki til að taka á móti börnum daginn eftir slysið. Fulltrúi frá sveitarfélaginu hafði samband við þau sama dag og bauð þeim að koma börnunum fyrir annars stað- ar svo þau gætu hætt starfsemi, sem hjónin þáðu. „Ég hélt þá að það væri af umhyggju fyrir okkur og því áfalli sem við hefðum orðið fyrir en ég tel hins vegar líklegt að Fyrir fáeinum dögum skilaði hún áliti sínu þar sem hún hafnar því algjörlega að drengurinn hafi látist af völdum ungbarnahristings. viðtal 33 Helgin 7.-9. júní 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.