Fréttatíminn - 07.06.2013, Page 49
heilsa 49Helgin 7.-9. júní 2013
Sem 3ja barna móðir, hlaupari /- þríþrauta-
kona og hársnyrtir verð ég að passa vel upp á
líkamann minn. Ég er rétt skriðinn yfir þrítugt,
í líkamlega krefjandi vinnu og var farin að
finna fyrir stirðleikum í liðum, sérstaklega
fingrum og ökkla sem hefði getað komið
niður á starfi og íþróttum. Sú tilfinning var
óþægileg. En var svo heppin að fá ábendingu
frá viðskiptavini um ágæti NutriLenk sem ég
hef notað síðan með frábærum árangri.
Fann árangur fljótt
Ég ákvað að fjárfesta í bæði í Nutrilenk GOLD
og ACTIVE og tók inn samkvæmt leiðbeining-
um og strax á annarri viku var ég farin að
finna gríðarlegan mun. Ökklarnir eru orðnir
miklu betri, minni stirðleiki í fingrum, ég er
ferskari í líkamanum og get stundað mitt
sport án þess að finna fyrir verkjum og
stirðleika.
Nutrilenk verður tekið með morgunmatnum
mínum um ókomin ár svo ég geti haldið
áfram að lifa lífinu verkjalaus, sinnt börnunum
mínum, starfinu og bætt mig í sportinu
mínu..
Nutrilenk er fáanlegt í estum apótekum,
heilsubúðum og heilsuhillum stórmarkaðanna
Skráðu þig á facebook síðuna
Nutrilenk fyrir liðina
- því getur fylgt heppni!
Nánari upplýsingar á www.gengurvel.is
P
R
E
N
T
U
N
.IS
NUTRILENK Active
• Eykur liðleika og sér til þess að lið-
irnir séu heilbrigðir og vel smurðir.
• Hjálpar liðunum að jafna sig eftir
æfingar og átök.
• Inniheldur vatnsmeðhöndlaðan
hanakamb, hátt hlutfall af
Hýalúrónsýru.
NUTRILENK Gold
• Fyrir þá sem þjást af minnkuðu
liðbrjóski og slitnum liðum.
• Unnið úr fisk- og hvalbrjóski, hátt
hlutfall af kóntrótín súlfat.
• Eitt mest selda fæðubótaefnið fyrir
liðina á Íslandi síðastliðinn ár.
NUTRILENK
- hollráð við liðkvillum. Náttúrleg bætiefni fyrir liðina
NUTRILENK Active
og NUTRILENK Gold
eru efni sem geta unnið
mjög vel saman fyrir fólk
sem þjáist af liðverkjum.
Liðheilsan skiptir mig miklu máli
Ebba Særún Brynjarsdóttir
Tofusteik á grillið
Auður Ingibjörg
Konráðsdóttir
heilsukokkur
hefur lengi
einbeitt sér að
heilsuréttum.
„Ég fékk heiftar-
legt ofnæmi
þegar ég var að
læra kokkinn og
tók mataræðið
í gegn. Það er
til svo mikið af
uppskriftum
þar sem ekkert er spáð í hollustu. Mér
finnst ekkert veita af því að hugsa
um hollustuna,“ segir Auður. Hún
hefur þegar gefið út tvær matreiðslu-
bækur, Heilsudrykkir og Heilsusúpur
og salöt. Þriðja bókin er væntanleg
með haustinu, Heilsubakstur. „Það er
alltaf hollur matur hjá mér. Hann er
samt misjafnlega hollur. Ég fæ mér
alveg „hamborgara“ og pitsu en ég geri
holla grænmetisútgáfu,“ segir Auður.
Hún deilir hér heilsuuppskriftum með
lesendum Fréttatímans.
Tofugrillsteik
1 pk stíft tofu
Marinering:
• 1 msk dijon sinnep
• 2 msk hunang
• 1 msk tómatpúrra
• ½ dl tamari sósa
• 1 dl sesamolía
• ½ msk engiferrót, söxuð
• 1 hvítlauksgeiri
• 1 tsk reykt paprikuduft
• Himalaya salt og cayenne pipar eftir
smekk
Kljúfa tofu í tvennt eftir endilöngu.
Leggja á milli tveggja bretta og pressa
vatnið úr. Setja hráefni í marineringu í
blandara og mauka. Leggja tofusneiðar
í marineringu og geyma í kæli yfir nótt.
Grilla á heitu grilli þar til sneiðarnar
brúnast fallega. Einnig má baka tofu-
steikina í ofni við 190°C í um 25 mínútur.
Grænmetisgrill
• Olíublanda:
• 1 dl sólblómaolía
• Safi úr 1 sítrónu
• 1 tsk timian
• 1 tsk sjávarsalt
• ½ tsk nýmalaður svartur pipar
Blanda öllu saman. Skera uppáhalds
grænmetið í sneiðar. Nota má t.d.
rauðlauk, papriku, sveppi og kúrbít
svo eitthvað sé nefnt. Pensla með
olíublöndu og grilla á grilli eða steikja í
ofni í um 30 mínútur við 190°C.
Kókoskokteill
• 2 dl kókosmjólk
• 2 dl rísmjólk
• 4 dl ananas safi
• 2 tsk kókos-
pálmasykur
• 1/2 tsk van-
illukorn
• ¼ tsk múskat
• Ísmolar
Þeyta allt í blandara. Bera fram strax.
Erla Hlynsdóttir
erla@frettatiminn.is
Auður leggur mikla
áherslu á hollustu í
eldamennsku.
Heilsa Miðstöð Heilsutengdra upplýsinga var opnuð í vikunni
Nýtt Heilsutorg á netinu
„Þetta er í raun gömul hugmynd
sem nú er orðin að veruleika,“ segir
Fríða Rún Þórðardóttir næringar-
fræðingur um nýjan heilsuvef þar sem
hún er einn þriggja ritstjóra. Vefurinn
Heilsutorg.com er hugsaður sem mið-
stöð fyrir alla flokka heilsutengdra
upplýsinga. „Heilsutorg.com er lifandi
vefur sem uppfærist daglega alla daga
vikunnar allt árum um kring. Í byrjun
munu yfir 20 sérfræðingar á ýmsum
sviðum skrifa inn á vefinn að staðaldri
en einnig verða gestapennar fengir til
að skrifa um hin ýmsu málefni eftir
tíðarandanum og því sem við á hverju
sinni,“ segir hún.
Fríða ákvað að slá til þegar hún
sá Landlæknisembættið auglýsa til
umsóknar styrki úr lýðheilsusjóði og
fékk hún þar styrk sem var tileink-
aður verkefnum sem áttu að snúast um
heilsu og heilsueflingu.
Heilsutorg.com er aðgengilegur í
gegn um iPhone og Android-snjall-
síma. Þá er boðið upp á lifandi efni
í gegn um HeilsutorgTV sem Fríða
segir að komi með nýja vídd inn í
heilsuflóruna á Íslandi. -eh
Vefurinn var form-
lega opnaður í World
Class á miðvikudag
en þar hefur Fríða
starfað til fjölda ára.