Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.06.2013, Page 50

Fréttatíminn - 07.06.2013, Page 50
50 heilsa Helgin 7.-9. júní 2013  Útivist GönGuGarpar ofmeta sumir Getu sína oG vanmeta aðstæður Trekking (Petrol og Khaki) Kuldaþol -20 Fyrir líkamsstærð 190 eða 175cm Þyngd 190/1,70 kg og 175/1,65 kg Verð kr. 13.995,- Tjaldasalur - verið velkomin Kúlutjöld - fjölskyldutjöld - göngu tjöld Savana Junior (blár og rauður) Kuldaþol -15°C Fyrir líkamsstærð 150 cm Þyngd 0,95 kg VERÐ 11.995,- Savana (blár) Kuldaþol -15°C Fyrir líkamsstærð 195cm Þyngd 1,45 kg Verð kr. 13.995,- Micra (grænn og blár) Kuldaþol -14°C Fyrir líkamsstærð 195 eða 185cm Þyngd 195/1,0 kg og 185/0,95 kg Verð kr. 16.995,- FAXAFENI 8, 108 REYKJAVÍK • SÍMI 534 2727 • ALPARNIR@ALPARNIR.IS • WWW.ALPARNIR.IS 10 heilræði fyrir gönguna G öngusumarið er hafið og leggst það misvel í björg-unarsveitarmenn. Þegar þessar línur eru skrifaðar eru liðs- menn björgunarsveita að sækja ítalskan göngugarp á Fimmvörðu- háls. Áður hafði verið spáð að veð- ur yrði þar með verra móti. „Við erum svona beggja blands. Okkur finnst bæði innlendir og erlendir ferðamenn geta bætt sig í undir- búningi og skipulagi,“ segir Jónas Guðmundsson hjá Slysavarna- félaginu Landsbjörg. „Flestir eru með sitt á hreinu en það eru ansi margir sem vanmeta aðstæður og ofmeta eigin getu.“ Þar er einna algengast að fólk taki ekki tillit til veðurs. Slysavarnafélagið Landsbjörg og Neyðarlínan eru í samstarfi um að vakta ferðafólk í lengri og styttri ferðum og hægt er að skrá þar ferðaáætlun og komu- tíma á vefnum Safetravel. „Ég held að þessi þjónusta sé einsdæmi í heiminum. Ef viðkomandi skilar sér ekki á réttum tíma kemur upp tilkynning á stjórnborði Neyðar- línunnar sem þá hringir í hann,“ segir Jónas. Ef ekki næst sam- band er brugðist við því. Hægt er að tengja þjónustuna við 112 Iceland-appið og er þá hægt að sjá síðustu staðsetningu ferðalangs. Jónas bendir á að Safetravel henti ekki síst í styttri ferðum. Hann tók saman tíu ráð sem mikilvæg eru fyrir göngugarpa. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is 1. Góður undirbúningur – Veðurspá Undirbúningur er í raun hluti af sjálfri ferðinni. Þá er ákveðið veða hvert á að fara, hvað á að vera lengi, saga svæðisins könnuð og annað áhugavert. Nauðsynlegt er að kynna sér vel veðurspá og taka tillit til hennar. 2. Útbúðu ferðaáætlun og skildu eftir hjá ábyrgum aðila. Ferðaáætlun þarf að innihalda fyrirhugaða ferðaleið, vega- lengdir, gististaði, tímasetningar, helsta búnað og annað slíkt. Ferðaáætlun er ekki bara mikilvæg vegna öryggis heldur líka það að hún eykur þekk- inguna á viðfangsefninu, það er gönguferðinni sjálfri. Ferða- áætlun er hægt að skilja eftir á Safetravel-vef Landsbjargar og þar er boðið upp á að heimkoma sé vöktuð. 3. Vandaðu leiðarval Hafðu dagleiðir hæfilegar en yfirleitt má segja að 2,5 - 3,5 km hraði á klukkustund sé hæfilegt í blönduðu fjallalandslagi með bakpoka. Umfram allt á að velja leiðir við hæfi þátttakenda. 4. Hafðu landakort með í för Á landakorti sérðu landslagið og með reynslu og þekkingu má lesa vel í kortið og þannig skipuleggja ferðina betur en ella. Hæðarlínur eru eitt það mikil- vægast en á milli þeirra eru 20 metrar á betri kortum 5. Áttaviti meðferðis Áttaviti á alltaf að vera með í för og kunnátta til að nota hann. 6. GPS tæki er gott að hafa með GPS styður vel við notkun átta- vita en kemur aldrei í stað hans eða landakorts. Tryggið að tækið sé rétt stillt og sem dæmi á hnattstöðuviðmið (Mat Datum) að vera WGS84 hér á landi. 7. Vertu í réttum fatnaði og taktu með þér aukafatnað Gott er að hugsa fatnaðinn alltaf í þremur lögum. Innsta lag einangrar og heldur raka frá líkamanum. Miðlag er aðaleinangrunin og ysta lagið ver gegn vatni og vindi. 8. Réttur skóbúnaður er afar mikilvægur Skór þurfa að ná upp fyrir ökkla og æskilegt að þeir séu hálfstífir með góðum sóla. 9. Maturinn skiptir miklu máli, sérstak- lega í lengri ferðum Gróflega má segja að næringarþörf tvöfaldist í fjallgöngum. Æskilegt er að maturinn sé samsettur af kolvetnum (50%), fitu (40%) og próteinum (10%). Til að matarlyst haldi sér vel er óvitlaust að hafa hann girnilegan og vanda frágang. 10. Hafið nauðsynlegan öryggisbúnað með í för Þar má helst nefna fjar- skiptatæki, það er síma eða talstöð, og sjúkrabúnað. Gott er einnig að vera fjölverkfæri, neyðarblys og aukarafhlöður í ljós og GPS tæki. Góður og réttur útbúnaður er eitt það mikilvægasta í hverju ferðalagi. Því er nauðsynlegt að skipuleggja vel hvaða búnað á að taka með og eins hvernig gengið er frá honum á ferðalaginu. Ljósmynd/Jónas Guðmundsson Ferðalangar geta skráð sig á Safetravel.is áður en lagt er af stað. Markmið Safetravel-verkefnisins er að auka forvarnir og minnka líkur á slysum. Mynd/Jónas

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.