Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.06.2013, Blaðsíða 52

Fréttatíminn - 07.06.2013, Blaðsíða 52
52 bækur Helgin 7.-9. júní 2013  RitdómuR Ekki þEssi týpa Vinsældir glæpasögunnar Hún er horfin eftir Gillian Flynn halda áfram. Bókin situr á toppi metsölulista bókaverslana yfir tímabilið 19. maí til 1. júní. Í öðru sæti listans er Lág kolvetna lífsstíllinn eftir Gunnar Má Sigfússon. Vinsæl glæpasaga  páll Valsson skRifaR í góðum félagsskap p áll Valsson þýddi bókina Gamling-inn sem skreið út um gluggann og hvarf, eftir sænska rithöfund- inn Jonas Jonasson. Hann er nú farinn að huga að þýðingu framhaldsins af ævintýrum hins 100 ára gamla Allans Karlssonar og segir lesendur eiga von á góðu þegar bókin kemur út seinna á árinu. „Ég hef séð töluvert af þessu,“ segir Páll um nýju bókina. „Þetta er mikið í sama stíl og fyrri bókin en höfundurinn hefur tekið sér góðan tíma í verkið og snyrt þetta og snurfusað enda mikil pressa að fylgja Gamlingjanum eftir. Vegur Gaml- ingjans hefur enda ekki gert neitt nema vaxa. Gamlinginn sem skreið út um gluggann og hvarf var mest selda bókin í Svíþjóð 2010 og naut fádæma vinsælda þegar hún kom út á Íslandi. Hún rokseldist bæði inn- bundin og í kilju og er enn á hreyfingu. Og Páli leiðist ekki að fást við þann gamla á ný. „Það er skemmtilegt að hitta gamlingjann fyrir aftur og sjálfsagt bíða margir spenntir enda vinsældirnar ótrúlegar. Ég held að engin þýðing hafi áður selst jafn vel á einu ári. Hún sló öll sölumet og er enn í sölu sem er algerlega með ólíkindum.“ Páll bendir á að það sé ekki síst merki- legt við vinsældir bókarinnar að hún var ekki mikið auglýst þegar hún kom út. „Þetta var bara orðsporið. Þegar það fór í gang gerðist eitthvað og síðan mokaðist bókin bara út. Gamlinginn er víðförull og hefur meðal annars gert stormandi lukku í Þýskalandi og á Englandi. Þá er kvikmynd byggð á bókinni væntanleg, sem mun líklega enn auka hróður öldungsins. Sigurjón Sig- hvatsson er einn framleiðenda myndar- innar en hann sagði í viðtali við Frétta- tímann í fyrra að hann hefði strax hrifist af bókinni og hafi ekki getað hugsað sér að láta kvikmyndagerð hennar ganga sér úr greipum. Páll sér ekki aðeins fram á að eyða tíma með hinum kómíska gamlingja þar sem hann vinnur einnig að sögu Egils Ólafs- sonar ásamt stuðmanninum sjálfum. Páll segist ekki vilja kalla bókina ævisögu enda hafi þeir Egill annað í huga. „Þetta er þá mjög óhefðbundin ævisaga og ef vel tekst til verður þetta einhvers konar mósaíkmynd af Agli.“ Páll segir þá félaga meðal annars sökkva sér ofan í tónlistina og Egill segi sögur úr bransanum. „Egill er ljúfur í samstarfi, góður sögumaður og vel penna- fær og við erum að vinna í þessu. Við tökum okkur þann tíma sem við þurfum en ætlum að klára þetta.“ Ólíkt Allan Karlssyni er Egill á besta aldri, sem er ein ástæða þess að Páll telur ekki tímabært að skrifa eiginlega ævisögu, en Egill hefur komið víða við á löngum ferli sem tónlistarmaður og leikari. „Þótt hann sé ekki nema sextugur hefur hann komið víða við og margt hefur breyst á þessum tíma. Tíðarandinn, Reykjavík og tónlistarbransinn,“ segir Páll sem púslar saman mósaíkmynd af Agli. Mynd sem líklega verður einnig áhugaverður aldarspegill frá sjónarhorni stuðmannsins. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Vinsæll gamlingi og hress stuðmaður Fjölmargar bækur fyrir unga lestrarhesta hafa komið út hjá Forlaginu á undanförnum vikum. Þar á meðal eru tvær nýjar bækur um Skúla skelfi eftir breska rithöfundinn Francescu Simon, myndskreyttar af Tony Ross. Guðni Kolbeinsson þýðir af alkunnri snilld. Þá eru sömuleiðis nýútkomnar tvær nýjar bækur um Nönnu norn í þýðingu Hallgríms H. Helgasonar. Færeyska barnabókin Veiða vind hefur vakið nokkra athygli frá því hún kom út enda um að ræða spennandi sögu sem sögð er með orðum, myndum og tónlist. Höfundur texta er Rakel Helmsdal sem er íslenskum lesendum að góðu kunn sem einn af þremur höfundum bókanna um litla skrímslið og stóra skrímslið. Mynd- skreytingar annaðist Janus á Húsagarði og tónlistin er eftir færeyska tónskáldið Kára Bæk. Með bókinni fylgir geisladiskur þar sem Benedikt Erlingsson les söguna við undirleik Sinfóníuhljómsveitar Færeyja. Þórarinn Eldjárn íslenskaði. Á dögunum kom út bókin Múm- ínálfar bregða á leik í þýðingu Sigþrúðar Gunnarsdóttur. Síðast en ekki síst ber að geta sögunnar um tröllskessuna Gilitrutt og viðskipti hennar við bændahjónin undir Eyjafjöllum. Í bókinni eru ljósmyndir úr brúðusýningu Bernds Ogrodnik. Silja Aðalsteinsdóttir bjó íslenska textann til prentunar. Blómleg barnabókaútgáfa Bókaforlagið Undirheimar sendi nýverið frá sér finnsku glæpa- söguna Stúdíóið eftir Pekka Hiltunen. Stúdíóið hlaut finnsku glæpasagnaverðlaunin 2012 og er tilnefnd til Glerlykilsins, Norrænu glæpasagnaverðlaunanna 2013. Sigurður Karlsson þýðir. Í Stúdíóinu segir af Liu sem verður fyrir tilviljun vitni að því þegar lík finnst í farangursgeymslu bíls í miðborg London. Líkt og aðrir borgarbúar fyllist hún hryllingi þegar fjölmiðlar greina frá því að vændiskona frá Lettlandi hafi verið myrt og með hvaða hætti. Þegar Lia hittir Mari, samlöndu sína frá Finnlandi, er eins og örlögin hafi leitt þær saman. Mari er sálfræðingur sem býr yfir óvenjulegu innsæi og nýtir hæfileika sína til að hjálpa öðrum. Hún stýrir hópi fólks sem hún hefur safnað í kringum sig og höfuðstöðvarnar kalla þau Stúdíóið. Sterk vinátta tekst með Liu og Mari sem saman ákveða að rannsaka morðmálið frekar. Finnskur verðlauna- krimmi á íslensku Ekki þessi týpa sver sig í ætt við svokallaðar skvísubókmenntir, eða „chick lit“. Björg stillir upp fjórum æskuvinkonum; Bryndísi, Regínu, Tinnu og Ingu. Á bókarkápu eru þær sagðar ungar konur. Dálítið klikk- aðar og með tonn af skoðunum. Allar segja þær sína og sögu og hinna um leið og fá til þess sérmerkta kafla það sem sjónarhornið er hjá hverri um sig. Þannig speglast þær hver í annarri og varpa í raun meira ljósi á sjálfar sig, eigin fordóma og sálarflækjur en vinkvennanna sem eru í skotlínunni. Þessi frásagnar- máti virkar prýðilega og sagan verður vissulega margradda. Stelpurnar eru svo oft á öndverðum meiði í grundvallaratriðum að maður botnar ekkert í að þær hafi nennt að halda hópinn síðan í grunn- skóla. Femínismi, rifrildi um jafnrétti, kynjakvóta, mislukkaða karlmenn og önnur samfélagsmál sem brenna á fólki í samtímanum eru áberandi. Þetta er í sjálfu sér gott og blessað en umræðan er sett þannig fram að sá grunur læðist að manni að höfundurinn hafi klesst þessu inn til þess að hefja bókina yfir aðrar íslenskar skvísubækur. Til þess að gera Ekki þessa týpu meira „fullorðins“. Svona gáfulegan og meðvitaðan „chick lit“ sem hverfist um meira en varalit, speltpitsur, hvítvínssull og beðmál í Reykjavíkurborg. Allir þessir grunn- þættir eru vissulega til staðar en femínisminn svífur yfir til friðþægingar. „Ef það eru sagðir nógu margir brandarar um það hversu ógeðslega heimskar konur séu eða hversu ógeðslega miklir trukkar allar lesbíur séu síast þess- ar hugmyndir ósjálfrátt inn í undirmeðvitundina og búa til staðalmyndir sem stimplast inn í huga fólks og kallast fordómar.“ (bls. 60) Þetta er ágætt dæmi um tóninn í samræðum stelpnanna en í þessum efnum lendir höfundurinn í árekstri við sjálfan sig. Stelpurnar fjórar eru nefni- lega allar fulltrúar klassískra staðalímynda. Bryndís, sem er málpípa femínismans, er meðvirk, fýlugjörn og dómhörð. Soldil „mussa“ sem hefur illan bifur á karlmönnum. Regína, meðleigjandi hennar, er stöðluð andstæða hennar. Alkóhólíseruð, SUS-týpa sem vinnur í banka og fulltrúi þeirra radda sem vilja meina að þegar konu er nauðgað verði hún að líta í eigin barm og skoða sinn þátt í að glæpurinn var framinn. Tinna er sætust, óaðfinn- anleg í útliti og klæðaburði. Einhvers konar lúxus skinka sem vinnur á Þjóðminjasafninu og Inga er átakanlega dæmigerð, lögfræðingur, snobbuð með hreinlætismaníu. Á fullkomið heimili, fullkominn (eða ekki) mann, skortir ekkert en samt er tóm í sál hennar. Þras vinkvennanna um jafnrétti, kynjakvóta og allt það sem Hildi Lilliendahl og Brynjar Níelsson greinir á um eru síðan svo dæmigerð að ætla mætti að orðræðan sé sótt beint á spjallþræði um þessi mál á netinu og svo bara copy/paste. Umræðuefnin eru góð og gild og vissulega virð- ingarvert af Björgu að dýpka bókina með samfélagsrýni en með þessu móti hrekkur textinn í predikunargírinn sem er ljóður á annars ágætri lesningu og skemmtilegri sögu. -ÞÞ Staðlaðar stelpur í stuði  Ekki þessi týpa Björg Magnúsdóttir JPV, 351 síður, 2013 Pekka Hiltunen Ertu búinn að fá þér Veiðikortið! www.veidikortid.is Veiðitímabilið er byrjað. Kr. 6.900.- 00000 Páll Valsson vinnur að sögu Egils Ólafs- sonar auk þess að undirbúa þýðingu á næstu bók Jonasar Jonassonar. Sá sló í gegn með Gamlingj- anum sem skreið út um gluggann og hvarf en bókin hefur selst í hátt í 30 þúsund eintökum hér á landi. Ljósmynd/Jóhann Páll Valdimarsson Páll Valsson, rithöfundur og bókmenntafræðingur, eyðir tíma sínum í býsna skemmtilegum fé- lagsskap um þessar mundir. Hann þýðir framhald hinnar geysivinsælu bókar Gamlinginn sem skreið út um gluggann og hvarf og er auk þess að skrifa sögu Egils Ólafssonar, stuðmanns með meiru en eins og gefur að skilja er þetta ekki félagsskapur sem hægt er að kvarta yfir. Það er skemmtilegt að hitta gamlingjann fyrir aftur og sjálfsagt bíða margir spenntir enda vinsældirnar ótrúlegar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.