Fréttatíminn - 07.06.2013, Blaðsíða 62
62 bíó Helgin 7.-9. júní 2013
Hvort
Jaden
litli geti
nýtt þetta
tækifæri
til þess að
sanna sig
sem leik-
ara með
föður sinn
á hliðar-
línunni er
svo eitt-
hvað sem
áhorfend-
ur verða
að skera
úr um.
Frumsýnd AFter eArth
h eldur hefur syrt í álinn hjá leikstjóran-um M. Night Shyamalan frá aldamót-um. Hann sló eftirminnilega í gegn
með draugamyndinni The Sixth Sense 1999
og gerði krakkaorminn huggulega Haley Joel
Osment að skærri barnastjörnu sem hefur
ekki náð að springa út að gelgjuskeiði loknu.
Endalok The Sixth Sense komu áhorfendum í
opna skjöldu og sátu lengi í fólki.
Shyamalan tókst einnig vel að snúa upp
á söguna í frumlegri ofurhetjumynd sinni,
Unbreakable, sem hann sendi frá sér í kjölfar
The Sixth Sense ári síðar. Í þeirri mynd treysti
hann, líkt og í The Sixth Sense, á Bruce Willis
í aðalhlutverki en hann fékk dyggan stuðn-
ing frá Samuel L. Jackson sem var góður að
vanda.
Þær myndir sem leikstjórinn hefur gert í
framhaldinu hafa valdið vonbrigðum og ef til
vill hafa þær fyrst og fremst sýnt og sannað
að Shyamalan er ekkert sérstaklega flinkur
sögumaður og eina stílbragðið sem hann virð-
ist kunna er að afvegaleiða áhorfendur til þess
að reyna að koma þeim á óvart í lokin. Þetta
höfundareinkenni varð satt best að segja fljótt
þreytandi og að súrri klisju.
Næstu tvær myndir hans, Signs með Mel
Gibson og The Village sem skartaði Joaquin
Phoenix og öðru ágætu fólki sluppu fyrir horn
en Lady in the Water, The Happening og The
Last Airbender voru fast að því óbærilegar
þannig að nú reynir á leikstjórann og After
Earth.
Í After Earth bregður Shyamalan sér út í
geim og inn í framtíðina og segir frá hildarleik
feðganna Cypher og Kitai Raige sem feðgarn-
ir Will Smith og sonur hans Jaden leika. Þeir
lenda í ævintýrum sínum þúsund árum eftir
að hörmungar og eyðilegging hafa gert jörð-
ina óbyggilega. Mannkynið sá sér því þann
kost vænstan að yfirgefa plánetuna og hefur
komið sér fyrir í nýjum heimi, Nova Prime.
Will Smith leikur Cypher Raige, dáðan her-
foringja, sem snýr heim eftir langan herleið-
angur þar sem hann hittir fyrir fjölskyldu sína
sem hann hefur haft lítið að segja af. Hann er
þess þó albúinn að axla föðurlegar skyldur
sínar gagnvart þrettán ára gömlum syni
sínum, Kitai. Feðgunum virðist þó ekki ætlað
að treysta blóðböndin í rólegheitum þar sem
smástirni laska geimfar þeirra og þeir neyðast
til þess að brotlenda á vorri gömlu fósturjörð.
Jörðin er gerbreytt og stórhættulegur
staður að vera á og á meðan Cypher liggur
helsærður í stjórnklefa geimflaugarinnar þarf
sonurinn að sýna hvað í honum býr og stíga
úr skugga hetjunnar sem getur sér nú engar
bjargir veitt. Kitai hefur ekki um annað að
velja en fara einsamall í gegnum hættusvæði
á jörðinni til þess að koma neyðarkalli til Nova
Prime.
Drengurinn hefur ekki þráð neitt heitar en
að verða hermaður eins og faðirinn og þarna
fær hann tækifæri til þess að sanna sig. Hvort
Jaden litli geti nýtt þetta tækifæri til þess að
sanna sig sem leikara með föður sinn á hliðar-
línunni er svo eitthvað sem áhorfendur verða
að skera úr um.
Aðrir miðlar: Imdb: 4,6, Rotten Tomatoes: 12%,
Metacritic: 33%
Indverski leikstjórinn M. Night Shyamalan vakti mikla athygli og almenna hrifningu með The Sixth
Sense 1999. Hann fylgdi henni eftir með hinni um margt vanmetnu mynd Unbreakable ári seinna
en eftir það fór að halla jafnt og þétt undan fæti og það er orðið býsna langt síðan maður sá góða
mynd eftir þessa kulnuðu vonarstjörnu í bíó. Nýjasta mynd Shyamalans er framtíðarspennumynd-
in After Earth þar sem hann teflir fram feðgunum Will og Jaden Smith í aðalhlutverkum.
Þórarinn
Þórarinsson
toti@frettatiminn.is
Feðgar í framtíðarhremmingum
Feðgarnir Will og Jaden Smith snúa bökum saman í After Earth þegar sonurinn þarf að manna sig upp í að bjarga málunum á
meðan faðirinn liggur óvígur.
Fjórir sjónhverfingamenn fremja bankarán af
stakri snilld en yfirvöld ætla ekki að láta þá
komast upp með brellur sínar.
Frumsýnd now You see me
Fingralangir sjónhverfingamenn
Leikstjórinn Louis Leterrier
(The Transporter 1 og 2, Clash
of the Titans, The Incredible
Hulk) hefur smalað saman úr-
valsmannskap í spennumynd-
inni Now You See Me. Jesse
Eisenberg, Woody Harrelson,
Isla Fisher og Dave Franco
leika sjónhverfingamenn sem
fremja bankarán á meðan á
sýningum þeirra stendur og
gleðja síðan áhorfendur sína
með því að gefa þeim ráns-
fenginn.
Útsendarar FBI og Interpol,
sem Mark Ruffalo og Mélanie
Laurent leika, eru á hælum
þeirra. Það er þó ekki heiglum
hent að átta sig á brögðum
fjórmenninganna og eins og
gefur að skilja er ekki allt sem
sýnist. Gömlu brýnin Morgan
Freeman og Michael Caine
láta einnig til sín taka í mynd-
inni þannig að ekkert er út á
mannskapinn að setja í þessari
mynd.
Aðrir miðlar: Imdb: 7,4, Rotten
Tomatoes: 42%, Metacritic: 50%
Fáðu þér
Sinalco og
taktu þátt!
PI
PA
R
\T
BW
A
•
SÍ
A
• 1
30
88
1
Mundu að kíkja í tappann!
Félagarnir
Walter og Jesse
hafa kokkað
metamfetamín í
sjónvarpinu við
miklar vinsældir
en nú nálgast
endalokin.
soderbergh bYltingArkennd hugmYnd
Vill sjá Breaking Bad klárast í bíó
Átta þátta lokahnykkur hinna frábæru
sjónvarpsþátta Breaking Bad, sem
fjalla um krabbameinsveika efnafræði-
kennarann Walter White sem drýgir
lífeyri fjölskyldunnar með því að kokka
metamfetamín, hefst í ágúst.
Leikstjórinn Steven Soderbergh
liggur ekki á skoðunum sínum frekar en
venjulega þótt hann þykist vera að draga
sig í hlé frá kvikmyndagerð. Hann kastaði
nýlega fram þeirri hugmynd að síðustu
tveir þættirnir af Breaking Bad verði
sýndir saman sem bíómynd í kvikmynda-
húsum. Soderbergh leggur til að þætt-
irnir verði frumsýndir föstudaginn eftir
að næst síðasti þátturinn fer í loftið.
Soderbergh fullyrðir að það væri
stórkostlegt að gefa áhorfendum kost
á því að upplifa endalok þáttanna í hóp
í bíósal. Hann efast ekki um að dæmið
myndi ganga upp og aðsóknin yrði
mögnuð. „Þetta hefur aldrei verið gert
áður.“
SIRIUS (12)
LAU - SUN: 17:50, 20:00, 22:10
SIGHTSEERS (16)
LAU: 18:10, 20:00, 22:00
SUN: 18:00, 20:00, 22:00
SKÓLANEMAR: 25% AfSLáTTUR GEGN fRAMvíSUN SKíRTEINIS!
MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR & KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS - MIÐASALA: 412 7711
Hamraborg – Nóatún 17 – Hr ingbraut – Austurver – Grafarho l t
KjúKlingamáltíð fyrir 4
Grillaður kjúklingur – heill
Franskar kartöflur – 500 g
Kjúklingasósa – heit, 150 g
Coke – 2 lítrar*
*Coca-Cola, Coke Light
eða Coke Zero
1990,-
Verð aðeins
+ 1 flaska af
2 L