Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.06.2013, Side 64

Fréttatíminn - 07.06.2013, Side 64
 TónlisT sumarmölin á Drangsnesi Tónlistarhátíð í minnsta sjávarþorpi heims Jónas Sigurðsson skemmtir á Sumarmölinni. Mynd/Svavar Pétur Tónlistarhátíðin Sumarmölin verður haldin í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi hinn 15. júní næstkomandi. Á Drangs- nesi, sem er þéttbýliskjarni í Kaldraneshreppi, búa um 70 manns og hefur þorpið verið kallað minnsta sjávarþorp í heimi. Fjöldi þekktra tónlistar- manna hefur boðað komu sína. Fyrst ber að nefna að Jónas Sig- urðsson treður upp með Borko, Birni Kristjánssyni sem búsett- ur er á Drangsnesi og skipu- leggur hátíðina. Hljómsveitin Valdimar mætir á svæðið líkt og Nolo, Hemúllinn og Ojba Rasta. Auk þess troða GóGó-Píurnar upp en þær urðu í öðru sæti á söngkeppni Samfés í fyrra. Hátíðin stendur frá 20 til 00.30 og börn og unglingar undir 16 ára aldri eru velkomnir í fylgd foreldra sinna. Miðaverð á hátíðina er 3.900 krónur. O kkur langaði að klára þetta gamla verkefni. Það var einhvern veginn ekki hægt að leyfa því að grotna ofan í skúffu,“ segir Sólrún Sumarliðadóttir í hljómsveitinni amiinu. amiina sendir í dag, föstudag, frá sér plötuna The Lighthouse Project. Platan kemur bæði út á geisla- diski og vínyl. Diskurinn er í bókarbroti sem er ríkulega myndskreytt. Tónlistin og myndirnar eru frá árinu 2009 þegar amiina ferðaðist um landið og spilaði í vitum. Skömmu eftir það ferðalag gengu Magnús Trygvason Eliassen og Kippi Kaninus til liðs við sveitina og hljómsveitin hóf að feta nýjar slóðir. Vitaverkefnið féll einfaldlega í gleymskunnar dá. „Svo bara einhvern veginn líður tíminn,“ segir Sól- rún. „Í fyrrahaust mundum við eftir þessu þegar við vorum að skoða gamlar myndir og ákváðum að það væri ekki annað hægt en að klára þetta. Við tókum lögin upp í hljóðveri en höfðum allt mjög einfalt, bara opinn sal og allt tekið „læf“. Við reyndum að halda í stemninguna sem var í vitunum.“ Sólrún segir að Vitaverkefnið sé í raun hliðar- skref hjá hljómsveitinni. Það skrifast á upprunalegu meðlimina fjóra; Sólrúnu, Eddu Rún, Maríu Huld og Hildi, en strákarnir eru enn í bandinu og næstu verkefni verða með þeim. „Við erum á kafi í alls kyns verkefnum. Næst á dagskrá er tveggja vikna ferð til Írlands í júní. Þar erum við að fara að vinna sam- starfsverkefni með óperuhúsinu í Cork í tengslum við indónesíska hljóðfærið gamelan. Þar vinnum við með gamelan-spilurum auk þess sem við fáum til liðs við okkur heilan skólabekk af 12-13 ára krökk- um. Þetta verður mjög skemmtileg samsuða sem endar á tónleikum í óperuhúsinu í Cork.“ Ferðin til Írlands verður fjölmenn enda verða fjöl- skyldur tónlistarfólksins með í för. „Þetta verður múgur og margmenni enda erum við búin að vera svo dugleg að búa til börn í bandinu. Það áttunda er nú á leiðinni,“ segir Sólrún. Hvernig gengur að starfrækja hljómsveit með ört stækkandi fjölskyldur sem þarf að sinna? „Þetta hefur óneitanlega flækst aðeins. Það getur verið erfitt að koma okkur öllum saman í eitt rými til að músísera. En við erum að finna taktinn núna og komast á gott skrið. Við höfum haldið lágstemmdum dampi í gegnum allar þessar barneignir en erum komin í stuð aftur.“ Sólrún kveðst vonast eftir að ferðin til Írlands skili hljómsveitinni einhverjum upptökum en meðlimir hennar eru þegar farnir huga að næstu plötu. Þar að auki mun sveitin í haust fara í samstarf við tónlistar- manninn Yann Tiersen. amiina gefur The Lighthouse Project út sjálf og Sólrún kann því fyrirkomulagi vel. „Við kunnum vel við að halda utan um þetta sjálf, að vera ekki að flækja hlutina með plötufyrirtæki. Þá er auðveldara að hafa yfirsýn yfir allt. Við erum ekki að stefna á heimsyfirráð, við látum þetta bara mjatlast í róleg- heitum. Þetta er þægilegur heimilisiðnaður.“ Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is  TónlisT HljómsveiTin amiina gefur úT THe ligHTHOuse PrOjecT Þægilegur heimilisiðnaður Stelpurnar í hljómsveitinni amiinu hafa gefið út plötu með lögum sem þær fluttu á tónleikaferða- lagi um vita landsins fyrir fjórum árum. Meðlimir sveitarinnar hafa verið iðnir við barneignir undanfarið en spennandi verkefni eru framundan. Hljómsveitin amiina var að senda frá sér The Lighthouse Project. Frá vinstri eru María Huld, Edda Rún, Sólrún og Hildur. Ljósmynd/Hari 24. MAÍ - 29. JÚNÍ 2013 TVEIR HRAFNAR listhús, Art Gallery Baldursgata 12 101 Reykjavík +354 552 8822 +354 863 6860 +354 863 6885 art@tveirhrafnar.is www.tveirhrafnar.is HULDA HÁKON & JÓN ÓSKAR Opnunartímar 11:00-17:00 miðvikudaga til föstudaga 13:00-16:00 laugardaga og eftir samkomulagi Mary Poppins (Stóra sviðið) Fös 7/6 kl. 19:00 Sun 8/9 kl. 15:00 ný sýn. Fim 19/9 kl. 19:00 ný sýn. Lau 8/6 kl. 19:00 Fim 12/9 kl. 19:00 ný sýn. Fös 20/9 kl. 19:00 ný sýn. Sun 9/6 kl. 13:00 Fös 13/9 kl. 19:00 ný sýn. Lau 21/9 kl. 19:00 ný sýn. Fös 6/9 kl. 19:00 ný sýn. Lau 14/9 kl. 19:00 ný sýn. Lau 7/9 kl. 19:00 ný sýn. Sun 15/9 kl. 15:00 ný sýn. Einn vinsælasti söngleikur heims, loks á Íslandi. Nýjar sýningar komnar í sölu! Gullregn (Stóra sviðið) Þri 11/6 kl. 20:00 aukas. Fim 13/6 kl. 20:00 Lau 15/6 kl. 20:00 lokas Mið 12/6 kl. 20:00 Fös 14/6 kl. 20:00 Frumraun Ragnars Bragasonar í leikhúsi. Allra síðustu sýningar. Mýs og menn (Stóra sviðið) Sun 9/6 kl. 20:00 lokas Meistaraverkið eftir John Steinbeck. Circus Cirkör: Wear it like a crown (Stóra sviðið) Fim 4/7 kl. 20:00 Lau 6/7 kl. 20:00 Mán 8/7 kl. 20:00 Fös 5/7 kl. 20:00 Sun 7/7 kl. 20:00 Þri 9/7 kl. 20:00 Í samstarfi við Norræna húsið. Meginsýning Volcano sirkushátíðarinnar. Tengdó (Litla sviðið) Fös 7/6 kl. 20:00 Fim 13/6 kl. 20:00 aukas Fös 14/6 kl. 20:00 lokas Grímusýning síðasta leikárs. Allra síðustu sýningar. Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Gullregn – allt að seljast upp! Hverfisgötu 19 551 1200 leikhusid.is midasala@leikhusid.is VIÐ SÝNUM TILFINNINGAR Englar alheimsins (Stóra sviðið) Fös 7/6 kl. 19:30 Fös 14/6 kl. 19:30 Sun 1/9 kl. 19:30 Lau 8/6 kl. 19:30 Lau 15/6 kl. 19:30 Fös 6/9 kl. 19:30 Sun 9/6 kl. 19:30 Þri 30/7 kl. 19:30 Lau 7/9 kl. 19:30 Fim 13/6 kl. 19:30 Lau 31/8 kl. 19:30 Sun 8/9 kl. 19:30 "Fullkomin útfærsla á skáldsögunni" SÁS Fréttablaðið Dýrin í Hálsaskógi (Stóra sviðið) Sun 9/6 kl. 14:00 Sun 1/9 kl. 14:00 Aukas. Sun 25/8 kl. 14:00 Aukas. Sun 8/9 kl. 14:00 Aukas. Örfáar aukasýningar í haust - komnar í sölu Kvennafræðarinn (Kassinn) Lau 8/6 kl. 19:30 Síðustu sýningar! Stöngin inn! (Stóra sviðið) Sun 16/6 kl. 19:30 Leikfélag Fjallabyggðar sýnir áhugaverðustu áhugasýningu ársins 64 menning Helgin 7.-9. júní 2013

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.