Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.06.2013, Qupperneq 68

Fréttatíminn - 07.06.2013, Qupperneq 68
Verðlaunavefur- inn Epicurious gefur sig út fyrir að vera sérhannaður fyrir fólk sem finnst gaman að borða. Hann nýtur mikilla vinsælda meðal matgæðinga og því er ekki að undra að nú sé komið sérstakt app þar sem aðgangur fæst að um 30 þúsund  Í takt við tÍmann Fjolla Shala Kaupi skinkufötin í H&M Fjolla Shala er tvítug stelpa úr Breiðholtinu sem spilar fótbolta með Breiða- bliki. Hún kemur frá Albaníu en hefur búið hér á landi í fimmtán ár. Fjolla borðar nautasteik og vill fá tekíla skot á barnum. Staðalbúnaður Ég er að vinna á leikskóla og klæðist því mest þægilegum fötum á daginn, oftast íþróttafötum frá Nike. Ég kaupi skinkufötin í H&M, þröng föt, stutta kjóla og svona. Já, ég hef verið skinkutýpan og fílað ljósabekk- ina vel. Hér heima fíla ég mjög Zöru og Topshop. Mér finnst ógeðslega gaman að versla en ég held að pabba finnist það ekki eins gaman því hann þarf að strauja kortið. Ég á nokkur pör af Nike Free-skóm sem ég nota til skiptis en ætli ég sé ekki oftast í takkaskónum því ég æfi alla daga. Svo fíla ég mikið hringi og hálsmen. Hugbúnaður Þegar ég er ekki að vinna eða spila fót- bota er ég oftast með vinkonum mínum og uppáhaldið er að kíkja út á lífið. Ég fer mest á Prikið og Austur, bara eftir því hvernig skapi maður er í. Þegar ég fer út að skemmta mér þá splæsa strákarnir á barnum. Mér finnst gott að fá mér tekíla skot því mér finnst rosa leiðinlegt að halda lengi á drykk. Við vinkonurnar hittumst líka oft á Vegamótum til að borða og slúðra. Ég horfi mikið á fótbolta í sjónvarpi en aðallega þegar Manchester United er að spila. Svo fylgist ég aðeins með handbolta. Uppáhalds sjónvarpsþættirnir mínir eru Gossip Girl og 90218. Fjolla spilar fótbolta með Breiðabliki. Hún er miðjumaður að upplagi en hefur spilað í vörninni undanfarið. Ljósmynd/Hari Með fróðleik í fararnesti Gönguferð um Þingvallaþjóðgarð utan alfaraleiðar 8. júní kl. 10. Valitor er stuðningsaðili Ferðafélags Íslands. Allar nánari upplýsingar á hi.is Næstu ferðir: Ólafur S. Andrésson, prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands, og Sigrún Helgadóttir rithöfundur leiða gönguferð um Þingvalla- þjóðgarð utan alfaraleiðar. Gengið er frá Vellankötlu um skógræktarreit og fjárhelli. Einnig verður genginn hluti af gamalli þjóðleið, farið um gömul bæjarstæði og yfir gróin hraun. Lagt verður af stað frá Nautatanga/Vatnsviki kl. 10. Gert er ráð fyrir að ferðin taki um fjórar klukkustundir. 31. ágúst kl. 11 – Sveppaferð í Heiðmörk. 21. september kl. 11 – Gönguferð þar sem matur, saga og menning koma við sögu. PIPA R \ TBW A • SÍA • 131828 Háskóli Íslands og Ferðafélag Íslands halda áfram samstarfi sínu um fræðandi gönguferðir sem hófust á aldarafmæli skólans 2011. Reynsla og þekking fararstjóra Ferðafélagsins og þekking kennara og vísindamanna Háskóla Íslands blandast saman í áhugaverðum gönguferðum um höfuðborgarsvæðið og næsta nágrenni þess. Þátttaka er ókeypis og allir eru velkomnir.  appaFengur Epicurious uppskriftum. Hægt er að leita í safninu á ensku, til dæmis eftir hráefnum, eða nýta sér fyrirfram tilbúna flokka og leita eftir því hvort þú stefnir á að grilla eða hafa til ljúffengan dögurð fyrir alla fjölskylduna. Þú getur líka leitað sérstaklega að réttum sem henta þinni kunnáttu, hvort sem þú ert fagmaður í eldhúsinu eða algjör byrjandi. Þegar uppskriftin er fundin getur þú síðan fært hráefnin inn í innkaupalista. Þeir réttir sem eru í uppáhaldi merkirðu síðan að sjálfsögðu þannig svo þú finnir þá fljótt aftur. Eitt gagnrýni ég við þennan annars appafeng. Það er að einn flokkurinn er sagður innihalda uppáhaldsmat pabba en mömmur fá ekki neitt. Þó ég efist um að bragðskyn hjá pöbbum sé öðruvísi en hjá mömmum þá vil ég allavega fá sér flokk fyrir mömmur, svo pabbarnir geti eldað fyrir þær. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Vélbúnaður Ég er með Macbook Pro og svo fékk ég iPhone 5 í jólagjöf. Ég nota hann mikið í að tala. Og viðmælendur mínir fá ekki mikið að komast að þegar ég hringi í þá. Ég er dugleg á Facebook og Snapchat fer ekki svo illa í mig, sko. Ég er líka á Twitter og er með hundrað prósent nýtingu þar. Allt sem ég skrifa á Twitter fer á Fótbolta.net. Aukabúnaður Uppáhaldsmaturinn minn er nauta- steik en ég kann ekki að elda sjálf. Ég fer alltaf á Madonnu, þar er geðveikur matur. Svo fer ég stundum á Friday’s og American Style. Ég er því miður ekki í hollustunni. Uppáhalds snyrti- vörurnar mínar eru Mac, ég nota eigin- lega allt þaðan. Þú getur sett helling á þig og litið út eins og þú vilt. Mér finnst mjög gaman að ferðast og geri mikið af því. Ég fer tvisvar á ári til Albaníu og það er uppáhalds staðurinn minn. Svo ferðast ég alltaf eitthvað í tengslum við fótboltann, fer í æfingaferðir á vorin þar sem er gott að ná smá sól og tani líka. Það fer ekki framhjá neinum þegar ég keyri á bílnum mínum, 99 módeli af Opel Corsu. Púströrið er að springa á þessari druslu. 68 dægurmál Helgin 7.-9. júní 2013
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.