Nýjar kvöldvökur - 01.03.1919, Page 12

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1919, Page 12
42 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. Drotningin í Ragnhildareynni. Smásaga eftir Selniu Lagerlöf. Einu sinni var konungur. Einn skammdeg- isdag sté hann á bak hesti sínum og reið af stað áleiðis til Kongshellis. Loftið var grátt og drungalegt, eins og venjulegt er á þeim tíma ársins. Oatan, sem konungurinn reið eftir, lá í bugð- um eftir einmanaiegu héraði, vöxnu stórgerðu grasi með lágum elrirunnum hér og þar. Með fram endilöngum veginum höfðu þeir þjappað sér dálítið saman, eins og þeir væru að for- vitnast eftir hverjir framhjá færu, og á stöku stað lögðust þeir jafnvel alveg yfir götuna, svo konungurinn átti erfitt með að koma’ hestinum áfram. Pað var svo síðla árs, að trén höfðu þegar felt blöðin, og alt líf virtist stöðvað bæði í skógi og á engi. Úr sumarlaufinu, sem lá bleikt og visið, höfðu haustrigningarnar mynd- að þétta, vota ábreiðu, er lá mjúklega yfir sof- andi*köngulóm og sniglum. Dimt var af þoku og alt grátt að sjá, og konungurinn hugsaði með sér, að þetta væri þó enginn skemtivegur fyrir konunga. En öðru megin við héraðið, ekki nema lítinn spöl frá veginum, gnæfði hátt og fagurt fjall. Neðst við ræturnar var það umgirt mön af hreinum, gul- um sandi, þá tók fyrst við Ióðrétt hamrabelti, en því næst var röð af blágrænum furutrjám á mjóum klettastalli. Enn ofar var lauslegt stórgrýti og um það streymdu tærir smálækir hér og þar, en þá tók við dálítil mön af birki- skógi með Ijósa stofna og dökkrauða þvæiu af greinum, og svo aftur sandbelti. En yfir sandinum gnæfði fjallið með hrikalegum, ber- um, rauðgráum hamraveggjum, alveg upp að dökkglæna greniskóginum, sem óx þéttur og blómlegur upp á flötum fjallásnum. En konungurinn hafði enga ánægju af að vera í nánd við hið fagra fjall, því dimm og þung ský héngu yfir því, grá þoka læddist niður hlíðarnar, og frá öllum giljum og trjám sté þétt gufa. Pessvegna fanst konunginum þetta skrautlega fjall grátt og ömurlegt eins og alt annað. Hann varp öndinni mæðilega, þegar hann reið gegnum elrirunnana, sem stór- ir, þungir vatnsdropar féllu frá yfir hann og hestinn. Og alt í einu varð hann svo hryggur og angurvær, að honum fanst sér aldrei hafa lið- ið jafnilla. »Pannig er það altaf fyrir mér,« húgsaði hann, »hvar sem eg kem, þá þarf ætíð alt að vera grátt og ömurlegt. Fari eg sjóferð mér tíl skemtunar, kemur þoka, svo eg get ekki séð hársbreidd frá skipinu, og ef eg er úti að næturlagi, felur máninn sig bak við hin dimmustu ský, til þess að þurfa ekki að lýsa mér. Eg er viss um, að ef eg færi upp til himna, þá sloknuðu allar stjörnurnar þegar eg kæmi.« »Pað er sama hvað eg tek mér fyrir hend- ur,« hélt hann áfram og krepti hnefann, »það er öðruvísi fyrir mér en flestuin öðrum kon- ungum, þegar þeir hljóta konungstign hljóta þeir um leið heiður og frægð, og umhverfis þá ríkir dýrð og fegurð, en minn konungdóm mætti helst nefna í sambandi við ilt veður. Sífelt er það uppreisn, sem eg verð að hugsa um, og það er ekki mikill hluti af þjóðinni sem góðfúslega vill hlýða mér. Pað var öðru- vísi líf gömlu konunganna, sem sátu í Upp- sölum og stýrðu öllu ríkinu; já, að vera kón- ungur eins og þeir, það væri nokkurs virði.« »Pað er víst ákvörðun Quðs, að líf mitt verði aldrei öðruvísi en svona,« sagði hann við sjálf- an sig. En um leið og hann sagði það, barðist hann þó á móti og vildi ekki trúa því. Hann stöðv- aði hestinn og hlustaði, hvortenginn fugl heyrð- ist kvaka í nánd við hann, það ætlaði hann að hafa til marks um, að hann væri að draga

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.