Nýjar kvöldvökur - 01.03.1919, Blaðsíða 13

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1919, Blaðsíða 13
DROTNINGIN í RAGNHILDAREYNNI. 43 sjálfan sig á tálar. En ísköld, grá ský huldu loftið og fjallið var falið í þoku. Allir fuglar voru flognir úr bndi, og það eina, sem hann heyrði, var hið einmanalega hljóð vatnsdrop- anna, er þeir féllu frá runnunum niður á vot- lendið. Konungurinn lét höfuðið síga. »Og eg, sem hefi svo mikla þörf fyrir að hafa eitthvað fallegt fyrir augum, eitthvað fag- urrautt eða hrafnsvart með logagyltu skarti, eg þrái hreinan, þýðan söng og hljómfagran hlátur.» Hann leit aftur í kringum sig, en alt var jafn kalt og grátt, jafnvel áin, sem venjulega var silfurtær, streymdi nú þung og grá eins og nóttin milli sefbakkanna. Hann var svo hnugginn, að honum fanst alt, sem hann átti, fánýtt og Ijótt. Konungs- höllin fagra ekki annað en óásjálegur skógar- kofi, sigrarnir, sem hann hafði unnið ekki ann- að en tap, og þegnar hans ekki annað en mann- gildislausir þorparar eða vesælic betlarar. »En alt þetta gæti eg þolað,« hugsaði hann, »bara ef drotningin mín væri ekki til. Að verða að leggja það á sig í viðbót við alt annað, að hugsa um konu. Eg hef aldrei neina ró fyrir áhyggjum útaf ríkisstjórninni, og svo er þess krafist að eg taki mér nýjabyrði á herðar.* Rví var þannig varið, að konungurinn var giftur norskri konungsdóttur. Hún varríkog vold- ug, en óhamingjan var, að hann hafði gifst henni, þegar hún var barn að aldri. Rað hafði mátt til að haga því þannig, til þess, að ekki kæmi einhver annar og tæki hana frá honum, en nú fanst konunginum, að hann hefði miklu heldur viljað missa hana. Síðan þau giftust, hafði drotningin búið í lítilli eyju í miðri ánni, sem rann framhjá Kongs- helli og hét Ragnhildareyja. Rar hafði verið bygður handa henni kastali úr steini, og í honum átti hún að alast upp í ró og næði, þar til hún yrði svo þroskuð, að eiginmaður hennar gæti farið með hana til hirðarinnar. Eftir giftinguna hafði konungurinn altaf setið heima í ríki sínu og hjónin aldrei sést Og þó þann vissi vel að drotningin væri fullorðin og ýmsir mintu hann á, að það væri kominn tími til að sækja hana, gat hann einhvernveginn ekki fengið sig til þess. Hann bar margt í vænginn. Ýmist þóttist hann þurfa að kæfa uppreisn, eða þá það var svo mikil dýrtíð, að ekki dygði að hún kæmi á meðan. Og ár eftir ár varð veslings drotn- ingin að sitja í gráa kastalanum sfnum hjá nokkrum gömlum frúm, sem áttu að kenna henni allar kvenlegar listir, og án þess að hafa annað fyrir augum en gráa ána, sem streymdi framhjá. En loks var nú konungurinn á leiðinni að sækja hana, en við að hugsa til hennar f byrj- un ferðarinnar, hafði hann orðið gripinn af svo miklu þunglyndi, að hann skildi við fylgd- arlið sitt, til þess að geta verið í næði með sorglegu hugsanirnar sínar. Hann var nú kominn út úr elrirunnunum, og reið eftir víðáttumiklu héraði, en sem var einmana og eyðilegt á þessum tíma árs. Ef það hefði verið sumar, mundi hann hafa séð stórar hjarðir af sauðfé og nautgripum. En nú var ekki því að heilsa, og konung- urinn ke'yrði hest sinn sporum og þeysti yfir engjarnar svo hart sem hann komst. Hann var hraustur maður, og ef konungsdóttin hefði set- ið sem fangi í einhverri töfrahöll, varin af drekum og tröllum, þá hefði hann viljað koma þeysandi með konunglegu fylgdarliði til að frelsa hana. En til allrar óhamingju sat hún örugg í kastalanum sinum og beið eftir honum, og engin lifandi vera hreyfði hönd eða fót til að aftra því, að hann ætti hana. Ó, hvað liann sá eftir að hafa gifst henni. »Eg fæ ekki að vinna neitt, sem er stórt og göfugt,« sagði hann við sjálfan sig, »ekki einu sinni að sýna fræknleik minn við að vinna konuna mína.« Hann varð nú að fara fót fyrir fót, því veg- urinn lá upp eftir dálítilli hæð, og ofan af henni sá hann glögt litlu Ragnhildareyjuna. Hann sá hvað hún lá einmanaleg í miðri ánni. Hann sá gráa garða og skurði liggja þar þvert og 6*

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.