Nýjar kvöldvökur - 01.03.1919, Side 15
JÖRÐIN og HALASTJARNAN.
45
ekki; hun var vön við ferðalagið. Og það
var nú heldur engin skottuferð; hún stóð yfir
hvorki meira nje minna en heilt ár. Og hún
Ijet ekki þar með lenda, heldur byrjaði undir-
eins á næstu ferð.
Altaf snerist hún Iíka um sjálfa sig, hreint
eins og hún væri sjóðandi vitlaus — líkt og
hvolpur, sem er að reyna að ná í skottið á
sér. Hún var nú samt ekki nema einn sólar-
hring að því, og gerði það bara til þess að
láta sólina skína á sig alla; því það er altaf
dimt á þeirri hliðinni, sem veit frá sólinni.
Þessvegna mundu þeir ekki fara að eilífu á
fætur í Ameríku, ef Jörðin sneri altaf Asíu, Ev-
rópu og Afríku mót sólu.
Rað var ekki svo lítið, sem Jörðin hafði á
hendi; og þó hafði hún enn meira. Hún þurfti
að sjá um Tunglið. Tunglið gat nú að vísu
séð nokkuð um sig sjálft, því það hafði ekki
annað að gera en snúast um sjálft sig og auk
þess í kringum Jörðina, eins og Jörðin í kring-
um Sólina.
Rað var miklu minna en Jörðin og fremur
atkvæðalítið grey. Pessvegna talaði Jörðin ætíð
við það í skipunarróm; en Tunglið stríddi
henni bara í staðinn. Að samlyndið var ekki
sem best, var sumpart því að kenna, að þetta
voru nágrannar, og sumpart vegna þess, að
allar aðrar stjörnur voru svo fjarlægar, að ó-
mögulegt var að spjalla neitt við þær. Rað er
Iíka altítt að menn eru fljótari að reiðast hver
við annan, ef þeir verða að búa saman svona
altaf stöðugt.
Tunglið varð fult einusinni í mánuði; — því
skeikaði nú aldrei. Þá glenti það sig og hló
og gerði Jörðina alveg fokvonda.
»HaIdið þið, að það glenni sig nokkuð,
gerpið að tarnaU sagði Jörðin. »Rað heldur
víst, að það sé fastastjarna.«
En Tunglið hló bara meðan það gat, en það
var nú ekki lengi. Rað varð æ langleitara með
nóttu hverri, alveg eins og það hefði fengið
sér duglega neðan í því. Loks hvarf það til
fulls; en ekki Ieið á löngu áður en það kom
aftur í Ijós og smástækkaði þetta, þangað til
það varð fult.
sRú ert líklega samferða?« spurði Jörðin.
»Pað held eg,« svaraði Tunglið.
»Jeg vona þú gætir almennilega að tíman-
um,« sagði Jörðin. »í hvert skifti, sem eg fer
einn hring um Sólina, ferðu þrettán hringi um
mig. Mundu það, því annars kemur rugling-
ur í rímið!« *
»Jeg er nú búið að rækja starf mitt of léngi
til þess að vita ekki hvað eg á að gera, gamla,
fúllynda reikistjarna,« svaraði Tunglið. Rá var
það einmitt nýfult, svo það vissi hvað það
mátti bjóða sér.
Tunglið stríddi Jörðinni líka á annan hátt.
Það dró svo mikið vatn yfir á annan jarðar-
helminginn, að þar varð flóð, en fjara aftur
hinumegin. Pað urðu því ýmist stórslys af
vatnagangi eða skipströnd. Reir sem fyrir þessu
urðu ósköpuðUst og úthúðuðu Jörðinni, og
kváðu, að á henni væri hinn aumasti dvalar-
staður, sem til væri.
Jörðinni var auðvitað hin mesta skapraun að
þessu, af því hún gatfcekki að því gert. Má
þá nærri geta, hvort Tunglið hefir ekki fengið
á kúpuna.
»Nú er það fult aftur, úrþvættið að tarna,«
hreytti Jörðin út úr sér. »En hvað ætli þetta
ferðalag þess hafi annars að þýða — gaman
þætti mér að fá að vita það.«
Og þau géngu, bæði tvö, sinn vanagang og
hnakkrifust ár eftir ár. Umhverfis þau í fjarska
svifu hinir hnettirnir og báru harm sinn í
hljóði, en úr miðri þyrpingunni varpaði Sólin
birtu sinni á þá alla.
í miðjum marsmánuði kom ókunnug stjarna
svífandi utan úr geimnum. Hvorki Jörðin né
Tunglið höfðu séð hana áður, og það gat nú
verið að þau rækju upp stór augu. Hún var
heldur ekkert lík hinum stjörnunum, því hún
var með langa iýsandi rófu.
»Hvaða náungi ætli þetta sé?« varð Jörð-
inni að orði.
»Eg hef nú aldrei séð aðra eins skellinöðru,«
sagði Tunglið.