Nýjar kvöldvökur - 01.03.1919, Síða 19

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1919, Síða 19
JÖRÐtN og HALASTJARNAN. 49 »Þarna er Halastjarnatv sagðijörðin og varð öll að einu brosi. Regar Halastjarnan kom svífandi — þessi þá litli gemlingur með þrírifna rófuna, létti Jörðin á kollhúfunni, svo öll höf urðu hálffull af ís, og veðráttan varð svo köld, að heimsk- ingjarnir voru sannfærðir um, að nú væri heims- endir í nánd og jafnvel spekingunum sjálfum fór ekki að verða um sel. »Góðan daginn! góðan daginn, Halastjarnal® glumdi í Jörðunni. »Vertu velkomin aftur; það gleður mig að sjá þig heila á húfi.« En Halastjarnan ansaði ekki einu orði. Jörðin bauð góðan daginn aftur, en það fór á sömu leið; Halastjarnan steinþagði. »Hver skrattinn gengur að Halastjörnunni?* sagði Jörðin forviða. »Æt!i hún sé orðin svo stór upp á sig, að hún vilji ekki heifnsækja gamla kunningjakonu.« »Ætli hún sjái yður nú,« sagði Tunglið ill- kvitnislega. »Pér eruð nú ekki s(órar.« »Haltu saman á þér þverrifunni og hugsaðu um það, sem þú átt að gera,« sagði Jörðin fokvond. Og svo æpti hún: Halastjarna! Halastjarna! Halastjarna!« En Halasljarnan fór ósköp rólega framhjá °g þagði eftir sem áður. Nú. fór Jörðin að verða hrædd um, að hún mundi missa Halastjörnuna, án þess að fá að tala við hana. Hún ætlaði að fara skæla. Pað er heldur ekkert gaman að vera búinn að hiakka til þess í þrjú hundruð ár að fá að tala við einhvern; og þá loksins hann kemur, bíður hann tkki einu siuni góðan daginn. »Halló, Halastjarna!« hrópaði Jörðin í aumk- unarróm. »Æt!arðu ekki að heimsækja mig. Eg er jörðin, gamla vinkonan þín. Manstu ekki eftir mér. Nú ertu búin að ferðast margar miljónir mílna. Fór það ekki eins og eg spáði, að þú fyndir hvergi jafningja minn?« »0, svei!« sagði Halastjarnan. »Jæja, þá!« sagði Jörðin tortrygnislega. »Rað væri annars nógu gaman að fá að heyra eitt- hvað af ferðalagi þínu. Og það gleður mig stórlega, að þú ert ekki búin að missa malið. Nú, eitthvað hefirðu að segja! Eg trúi því naumast, að þú hafir nokkurstaðar séð eins djúp og dýrðleg höf og á mér, eins fagra beyki- skóga og eins beinvaxna pálmaviðarlunda.« Halastjarnan skellihló. »Eða menn. Hvað segirðu um það?« sagði Jörðin aftur. »Ha! ha! ha! Ha! ha! ha!« Halastjarnan hló svo mikið, að hún skalf eins og hrísla. Jörðunni þótti sér nú meira en lítið misboðið. Hún reyndi að upphugsa eitthvað, sem hún gæti ógnað Halastjörnunni með. Segir hún þá með hæðnishlátri: »Rú hefir líklega ekki orðið vör við heimsk- ingja — eða hvað?« »Ha! ha! ha! Ha! ha! ha! - Ha! ha! ha!« Nú hló Halastjarnan svo mikið, að ein rófan fauk af henni. Jörðin varð skíthrædd, og spekingarnir niðri á Jörðunni, sem sáu fyrirbrigðið í sjónaukan- um, urðu alveg hlessa, því annað eins og þetta höfðu þeir aldrei séð áður. Ög Halastjarnan hló altaf í sífellu. Nú fór af henni önnur rófan — og þarna sú þriðja. Að því búnu rifnacji stjarnan þvert og að endi- löngu. Allur geimurinn fyltist af eldglæringum, og sumar þeirra flugu niður ájörðina og urðu þá að steinum. Einn steinninn hitti einn spek- inginn í höfuðið og klesti hann, ásamt sjón- aukanuin, eins flatan og pönnuköku. Pegar þessutn flugeldum var lokið, var ekki urmull eftir af Halastjörnunni. »Hún hefir rifnað af miki!mensku,« mælti Jörðin. »Mikið fjandi var það gremjulegt, að hún skyldi deyja, áður en hún gat sagt mér frá því, sem hún haði séð á ferðalaginu.« »Ja, það munaði nú fitlu,« sagði Tunglið og skældi sig í framan, því nú var það nýfult. »Áfram!« hvein í Jörðunni fokvondri. »Haltu saman á þér þverrifunni og hugsaðu um það sem þú átt að gera. í hvert skifti sem eg fer einn hring um Sólina, áttu að fára þrettán hringi um mig. Mundu það! Annars kemur rugl- ingur í rímið.« (I. Ó. þýddi.) '«<>4<25>KÍ»0' 7

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.