Nýjar kvöldvökur - 01.03.1919, Side 20
50
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
KYNJALYFIÐ.
Saga írá krossferðatímunum.
(Eftir Walter Scott.)
(Framhald.)
Meðan þessu fór fram, safnaðist flokkur her-
manna utan um greifann, og voru það mest
fylgisveinar hans. Rótti þeim foringinn illa
leikinn og fóru að reisa hann á fætur. Kvað
nú við úr öllumáttum: »Höggvið niður svarta
djöfulinn og hundinn hans!«
Gegnum skvaldrið og bölvið í hermönnun-
um, heyrðist hin hvella raust konungsins:
»Hver, sem gerir hundinum eða svertingj-
anum nokkurt mein, skal missa lífið þegar í
stað. Hið hygna dýr hefir eigi gert annað en
skyldu sfna og notið þess náttúruvits, sem
forsjónin hefir gefið því. — Konráð greifi af
Montserrot — þú ert þjófur og svikari, eg ber
nú á þig, í viðurvisl allra þessara manna, svik
og undirferli!*
Margir af hinum sýrlensku riddurum stóðu
nú kring um greifann, sem farinn var að ná
sér eftir árásina. Hann var eigi sá maður,
sem þagði við slíkri ákæru, og hafði þegar
svar á reiðum höndum, en gremja og sneypa
lögðu honum þó orðin í munn.
»Hver er tilgangurinn með sh'ku háttalagi!*
hrópaði hann. »Hvaða sakir eru hér bornar
á mig? Og því er mér sýnd þessi árás og
ofbeldi að óvörum? Og hver er tilgangurinn
með hinum ærumeiðandi orðum konungsins?
Er það á þennan hátt, að England efnir þá
samkomulagssáttmála, sem konungur þess ný-
lega hefir verið að samþykkja?«
»Reiknar Ríkarður konungur höfðingja kross-
fararhersins fyrir hirti og héra, fyrst hann sig-
ar hundurn á þá?« sagði stórmeistari Musteris-
reglunnar, með sinni dimmu grafraust.
»Hér er um misskilning og undarlegan við-
burð að ræða,« sagði Filippus Frakkajöfur, sem
kom að í þessu.
»Djöfullinn hefir lagt hér snöru sína,« sagði
erkibiskupinn af Týrus.
»Fjandakornið — þetta er bara kænskubragð
af Serkjum!* hrópaði Hinrik af Campagne.
»Pað er rétt að hengja hundinn og leggja
svertingjann á píningarbekkinn.«
Konungur lyfti hendinni og mælti ógnandi:
»Enginn, sem vill lífi halda, vogi sér að hreyfa
við þeim. Gakk fram, Konráð, ef þú þorir,
og svaraðu ákæru þeirri, sem hið mállausa dýr
hefir borið fram gegn þér, sem er í því fólg-
in, að þú hafir sært það og hagað þér gagn-
vart Englandi sem mesti óþokki.«
»Eg hefi ekki snert fánann,« hrópaði greif-
inn með geðæsingu.
»Orð þín koma upp um þig, Konráð! Rér
er þegar Ijóst, að það er fánaránið, sem þú
ert sakaður um. Hvernig ættir þú að vita það,
hefðir þú eigi þennan glæp á samviskunni?*
»Er það ekki alkunnugt, að þú hefir látið
éins og vitlaus maður út úr þessu fánahvarfi,
og að þér hefir verið það rfkast í huga,« æpti
greifinn. »Og vogar þ’í þér að bera slíkt upp
á mikilsmetinn aðalsmann, sem einhver hv:nsk-
ur ræfill mun hafa gert, til þess að ná gylta
þræðinum úr fánadúknum, og svo vílt þú dæma
heiðvirðan samherja eftir hundsvitnisburði.«
Hávaðinn jókst og menn töluðu í munninn
hver á öðrum. Eftir venju, varð það hlut-
skifti Filippusar Frakkakonungs, að ráða fram
úr vandræðum þeim, er nú horfði til.
»Bræður góðir og samherjarU mælti hann
með skýrri og hljómmikilli raust. »Gætið þess,
að þið talið hér í áheyrn nokkurra manna,
sem við getum átt von á að hafi samneyti við
óvini vora, og þeir munu eigi hika við að ráð-
ast á okkur, ef þeir heyra, að við liggjum í