Nýjar kvöldvökur - 01.03.1919, Síða 22

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1919, Síða 22
52 NÝJAR KVÖLDVÖKUR, manna eru eigi í fari hans. Pað er hægt að fá suma menn til manndrápa og hryðjuverka með mútum, og með peningum er hægt að kaupa menn til þess að bera falsvitni. En þú færð aldrei nokkurn hund til þess að ráðast á velgerðamann sinn. Hundurinn er mann- vinur, einungis þeir, sem áreita hann, baka sér óvild hans. Pað er heldur eigi neitt nýtt í sögunni, að morðingjar og ræningjar hafa fund- ist fyrir vísbending frá hundi, eins og hér hef- ir átt sér stað, og að menn þeir hafa fengið maklega hegningu. Eg man meira að segja eftir dæmi frá þínu eigin landi, konunglegi bróðir, þar var morðmál, sem hundur hafði Ijóstað upp, til lykta leitt með éinvígi milli manns og hunds. Hundurinn vann og mað- urinn kannaðist við glæp sinn og var hegnt. Meira að segja vil eg niinna þig á það, kon- unglegi bróðir, að líflausir hlutir hafa oft kom- ið. upp glæpum, og eins dýr, sem standa hund- inum langt að baki að vitsmunum.* »Eg neita því ekki, að einvígi það hefir átt sér stað, sem þú minnist á, minn konunglegi bróðir,« sagði Filippus. »Pað var í tíð eins af fyrirrennurum mínum. — Guð gieðji sál hans! En það er langt síðan þetta var, og það getur eigi verið til eftirbreytni fyrir okkur við þetta tækifæri. Auk þess var hinn ákærði af lágum stigum, sem einungis bar trékylfu til sóknar og hafði Ieðurkufl til varnar. Við get- um ómogulega móðgað tíginn herstjóra með því, að fá honum svo auðvirðileg vopn, eða misboðið heiðri hans með því að krefjast þess, að hann heyi slíkt einvígi.* »Eg ætlast heldur eigi til þess,« sagði Rík- arður konungur, »það væri líka skömm að því, að selja líf þessa ágæta hunds í hætlu, í við- ureign við þennan óhreir.skilna þorpara. En hér er glófi vor. Vér skorum hann á hólm til réttlætingar ákæru þeirri, sem vér höfum borið á hann. Konungur getur þá að minsta kosti talist jafningi greifans.« Ríkarður konungur kastaði glófa sínum inn á milli ráðstefnuhöfðingjanna, en greifinn flýtti sér ekkeri að því, að taka hann upp. Hann hreyfði sig hvergi, svo Filippus konungur fékk tíma til að svara: »Eins og það er víst, að hundurinn er langt frá því að vera jafningi greifans, þá er það og víst, að hann er hvergi nærri jafningi kon- ungsins,* sagði hann. »Vor konunglegi bróð- ir, þetta getum við elcki látið viðgangast. Pú ert foringi þessarar krossfarar. Sverð og skjöld- ur kristninnar.« Nú tók trúnaðarmaður hinna ríku Feneyja- búa til máls og mælti: »Jeg mótmæli þessu einvígi, að minsta kosti þar til Englandskon- ungur hefir greitt lýðveldinu í Feneyjum hina stóru fjárupphæð, er hann skuldar því. Það er nægilegt að eiga það á hættu, að missa þetta fé, falli konungurinn fyrir óvinum vorum, en við getum eigi Iátið það viðgangast, að hann setji líf sitt í hættu, í innbyrðis stríði meðal þeirra kristnu um hunda, fána og því um Iíkt.« »Eg mótmæli einnig,« sagði Vilhelm Lang- sverð, jarlinn af Salisbury. »Líf míns konung- lega bróður heyrir til hinni ensku þjóð, og óverjandi er, að um það sé teflt í þessu máli. Tak því glófa þinn aftur, göfugi bróðir, það getur litið svo út, sem gusturinn hafi þeytt honum þangað sem hann er. Og sannarlega er konungssonur fullkomlega jafningi þessa uppskafnings með greifanafnið, enda þótt speng- urnar í skildi hans liggi skáhalt.« »Konráð greifi sá nú, að óhætt mundi vera fyrir hann að taka til máls, og hann sagði: »Þjóðhöfðingjar og göfugmenni, eg tek ekki móti einvígisáskorun Ríkarðar konungs. Við höfum valið hann til foringja gegn Serkjum, og eg læt mér það eigi úr minni líða. Pað má vel vera, að hann finni eigi til samvisku- bits við að skora samherja sinn á hólm, út af þessu ómerkilega og hlægilega máli, en sam- viska mín bannar mér að taka móti slíkri á- skorun. En eg er reiðubúinn til að verja mannorð mitt og æru á hólmi gegn Vilhjálmi hálfbróður konungs og hverjum öðrum riddara, sem hefir óskammfeilni og hug til þess að taka að sér að verja með sverði þessar svivirðilegu sakargiftir. Og á hólmi mun eg sannfæra

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.