Nýjar kvöldvökur - 01.03.1919, Síða 23

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1919, Síða 23
KYNJALYFIÐ. 53 krossfararherinn um, að hver, sem vogar sér að ganga á hólm fyrir hana, er fyrirlitlegur lygari.* ^Oreifinn af Montserrot talar eins og vitrum manni sæmir,* sagði erkibiskupinn af Týrus. ^Það er skoðun mín, að með þeim skýring. um, sem hér hafa komið fram, geti mál þetta fallið niður, án þess að verða hlutaðeigendum til háðungar.® »Eg er á sama máli og hinn háæruverðugi herra,* sagði Filippus konungur. »Pessi deila ætti nú að geta fallið niður, ef Ríkarður kon- ungur tekur ákæru sína aftur og kannast við, að fyrir henni séu eigi nægar sannanir.* Ríkarður konungur teygði úr sér með þótta- svip. »Filippus Frakklandskonungur,* sagði hann með mikilli alvöru, »heldur þú að eg ætli á þennan hátt að verða mér til minkunnar. Eg hefi borið þá sakargift á Konráð greifa, að hann sé þjófur, sem læðst hafi í náttmyrkri að merki Englands og líking tignar þess, til þess að stela því frá þeim stað, er það blakti á. Hér hefir ekkert komið fram, sem raskað hefir trú minni á sekt þessa manns, eg held því óhikað fram sakaráburði mínum í einu og öllu, eins og eg þegar hefi borið hann fram. Eg efast eigi um, að eg fæ einhvern riddara til að taka málstað vorn þegar á hólminn kem- ur, til úrlausnar þessu máli, fyrst þorparinn neitar að ganga á hólm við mig. En það vil eg segja þér, Vilhjálmur,* og hann sneri sér að bróður sínum, »þessi þræta kemur þér ekki við, og þú mátt ekki bregða sverði í þessu máli nema með sérstöku leyfi mínu.« Frakkakonungur sá nú, að Ríkarður var ó- sveigjanlegur, en vildi hinsvegar fá einhvern enda á málið. Hann tók því enn til máls með hárri og skýrri raust: »Par sem staða mín hvetur mig til að • fella þann úrskurð í þessu máli, er báðir partar megi við una, þáákveð eg, að eftir fimm daga skal þetta mál afgerast með hólmgöngu á riddaralegan hátt í burtreið. Eng- landskonungur mætir sem kærandi en hafi þó mann fyrir sína hönd til hólmgöngunnar, en Kon ráð greifi af Montserrot mæti sjálfur á hólmi sem ákærður. En með tilliti til þess staðar, þar sem hólmgangan fari fram — já, þá verð eg að kannast við, að eg er í mestu vandræð- um að geta bent á hentugan stað. Hér í her- búðunum eða í nánd við þær má ekki heyja hana, svo hermennirnir fái ekki tækifæri til að blanda sér í rnálið.* Pá tók Ríkarður konungur svo til máls: »Eg sé ekki annað ráð vænna en að leita á náðir Saladíns í þessu máli, reyna á göfug- lyndi hans, og biðja hann að lofa hólmgöng- unni að fara fram i landi hans. Að vísu er hann heiðingi, en þó hefi eg aldrei þekt neinn riddara, sem er göfuglyndari en hann, eða sem var jafn orðheldinn og áreiðanlegur í loforð- um. Og enginn þarf að óttast svik af hans hendi, lofi hann því á annað borð, að .þessi deila megi útkljást í hans landi. Annars vil eg lýsa yfir því, að hvar sem mér verður gef- inn kostur á að hitta þennan óvin Englands, mun eg vera reiðubúinn að láta hólmgönguna fara fram.« Filippus hugsaði litla stund um hina undar- legu tillögu Ríkarðar, svo baðaði hann út hend- inni og mælti: »Pað má vel vera, að þetta sé sú heppi- legasta úrlausn, enski bróðir. Við kunngjör- um þá Saladín þessa ósk vora, þótt vér með því opinberum óvinum vorum, að innbyrðis ríki ósamkomulag milli okkar, sem vafalaust hefði verið heppilegra að dulið hefði verið fyrir þeim, en til þess sé eg nú engan veg. Svo vil eg slíta þessari ráðstefnu og um leið brýna fyrir ykkur, sem kristnum mönnum og heiðvirðum riddurum, að láta eigi þetta leið- inlega mál verða orsök til neinna óspekta hér \ herbúðunum. Lítum svo á, sem þessu máli sé skotið fyrir Drottinsdóm til úrslita. Biðjum guð að gefa þeim sigurinn, sem betri hefir málstaðinn og lútum svo hans vilja.« »Amen, Amenl* hljómaði nú frá öllum hliðum. Stórmeistarinn hvíslaði að greifanum: »Vilt þú eigi bæta hér einhverju við — ef til vill bæn um að Drottinn losi þig undan áhriíum

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.