Nýjar kvöldvökur - 01.03.1919, Side 27
KYNJALYFIÐ.
57
Konungur kallaði þá á varðliðsforingjann og
mælti: »Fylgið þessum svertingja til tjalda
hennar hátignar drotningarinnar, og segið að
það sé vilji vor, að hann fái að hitta Edith
frærtdkonu mína, þar sem hann hafi boðskap
að færa henni.« Svo sneri hann sér að svert-
ingjanum og bað hann að hraða ferð sinni
sem mest, því hann kvaðst vænta hans aftur
eftir hálfa stund.
Niðurlútur og með krosslagða handleggi,
fylgdi svertingiun varðmanninum Neville til
tjalda drotningarinnar. Pað brutust fram marg-
ar hugsanir í höfði hans á leiðinni.
»Konungurinn hefir grun um, eða jafnvel
fulla vissu, hver eg er,« sagði hann við sjálfan
sig, »þaö sé eg á öllum sólmerkjum. En eg
held þó hann sé ekki neitt mjög reiður við
mig. Ef eg skil hann rétt — og það var nú
raunar eigi neitt ákaflega erfitt — þá ætlar
hann að gefa mér ágætt tækifæri til þess að
vinna aftur hina mistu sæmd. Hann vill gefa
mér tækifæri til að ganga á hólm við svika-
greifann, sem vafalaust er brotlegur, enda leyndi
það sér ekki á svip hans og látbragði fyrst,
þegar konungur varpaði yiir hann hinni þungu
ákæru. Rosval hefir verið mér trúr, enda skal
nú misgerðanna við hann verða hefnt.«
Svo fór hann að brjóta heilann um annað,
og hann hugsaði sem svo: »En þetta síðasta
skil eg ekki, hvað merkir það, að eg á nú að
fá að sjá hana aftur, sem eg hafði mist alla
von um nokkru sinni að fá augum litið?
Hvernig fær hinn stolti konungur leyft það,
að eg, sendimadur hins heiðna soldáns, hinn
seki útlagi, sem vísað var úr herbúðum hans
með háöur/g fynr skömmu. — Að eg nú fái
að firina hans fögru frænku? Retta er mér
óskiljanlegt, einkum þá eg minnist þess, að
það var talin ein mín mesta yfirsjón, að hugsa
svo hátt að verða ástfanginn í henni. Ríkarð-
ur veitti nú sarnþykki s tt til að hún tæki móti
hréfi frá vantrúuðum biðli, og hann gerir þá
fyrirskipun, að henni sé fæit þetta af jafn lítil-
fjörlegum þjór«' og mér. Retta hvorttveggja
er næsta undarlegt og ósamrímanlegt við metn-
að konungs og stolt. En eg ætla að láta öll
skynsamleg rök beygja sig fyrir skilmálalausri
hlýðni þjónsins. Ríkarður er göfugmenni og
veglyndur, þegar geðofsi hleypur ekki með
hann i gönur, og eg vil reynast honum trúr
þjónn og hlýða boðum hans, bæði þeim skýru
og óskýru, og láta mér nægja skýringar þær^
sem honum þóknast að gefa. Sá maður, sem
veitir mér ágætt tækifæri til að skíra minn
blettaða skjöld, verðskuldar hlýðni og að skip-
unum hans sé að öllu leyti framfylgt.*
Kenneth var svo sokkinn ofan í hugsanir
sínar, að hann var nærri farinn að tala hátt
við sjálfan sig, en hann gætti sín þó og mundi
eftir hvaða hlutverk hann var að leika.
»En þrátt fyrir alt þekkir hinn göfugi kon-
ungur mig eigi vel, fyrst hann þóttist þurfa
að ganga svo ríkt eftir, að eg færi eigi að tala
við frænku hans Ríkarðar ljónshjarta, ætti hann
þó að geta dæmt tilfinningar annara eftir sín-
um eigin. Að honum skyldi koma það í hug,
að eg mundi dirfast að fara að tala við frænku
hans, er næsta undarlegt, — jeg, sem ekki
sagði eitt einasta orð við hana, þegar eg tók
við sigursverðlaununum úr hönd hennar, þegar
eg þótti hafa sýnt, að eg væri einna fræknasti
riddarinn í krossfararhernum. Það var blátt
áfram heimskulegt að hugsa, að hann mundi
fara að tala við hana, þar sem hann nú var í
auðvirðilegu þrælsgerfi, það var með öllu ó-
hugsandi. Og í raun og veru verðskuldaði
hann eigi að bera annað en þrælabúning, með-
ann bletturinn var óafmáður á skildi hans.«
Pegar hér var komið einlali sálar hans, voru
þeir komnir að. inngangi drotningartjaldsins.
Verðirnir þar hleyptu þeim þegar inn. Neville
lét svertingjann bíða í litlu fortjaldi, en fór
ájálfur hiklaust inn í móttökuherbergi drotn-
ingarinnar, og skýrði þar greinilega frá skila-
boðum konungs. Hann talaði í lágum og
undirgefnum róm, enda var hann miklu kurt-
eisari við drotninguna og hirðmeyjar hennar,
en t. d. barón Tómas, sem enga virðingu bar
fyrir neinum manni í herbúðunum, nema kon-
ungi. 8