Nýjar kvöldvökur - 01.03.1919, Qupperneq 30
54
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
Hann þrýsti báðum höndum að enni sér, eins
og hann vildi gera skiljanlegt, hve mjög það
píndi hann, að geta eigi orðið við tilmælum
hennar. Hún sneri sér þá frá honum með gremju.
»Farðu nú,« skipaði hún, »eg hefi sagt nóg,
raunar alt of mikið, fyrst þér viljið ekki eyða
einu einasta orði til að svara mér. Farið! segi
eg. Hafi eg valdið þeim órétti, sem þér hafið
orðið fyrir, þá hefi eg nú fengið hegning fyrir
það. Hafi eg verið svo óhamingjusöm, að draga
yður niður frá frægðarstöðu, þá hefir mér nú
hefnst fyrir það á þessari stundu. Rví sannar-
lega hefi eg á þessum fundi gleymt minni eig-
in virðingu og lækkað mig bæði í þínum og
mínum augum.«
Hann þrýsti höndum að andliti sér og virt-
ist vera í ákafri geðshræringu. Hann ætlaði að
nálgast hana, en hún bandaði honurn frá sér
og bauð honum að fara tafarlaust.
Riddarinn leit á bréfið frá soldáni, sem lá
ólesið þar á borði, var sem hann leitaði þar
afsökunar á því, að hann fór eigi þegar.
Hún tók bréfið og sagði í fyrirlitlegum róm:
»0, það er satt — bréfinu hafði eg nærri
gleymt. Eg skil — hinn trúi þjónn, bíður
eftir svari.«
Hún opnaði bréfið og las það skjótt, sam-
rit af því var á frakknesku. Hún skalf af bræði
og um varir hennar lék biturt bros.
»F*etta gengur þó of Iangt!« hrópaði hún
uppvæg, »nú er mælirinn sannarlega fullur.
Þessi soldán er vissulega gjörningamaður, að
hann getur breytt kristnum riddara og einum
af krossfararinnar hrauslustu mönnum í vesæl-
an þræl, sem kyssir duftið við fætur hans og
skammast sín ekki fyrir að fara í biðilsferð fyr-
ir þennan heiðna hund til kristinnar stúlku.
En til hvers er að eyða orðum við hinn ves-
æla þræl heiðingjans, en þegar svipa hans
hefir veitt yður málið aftur, þá segið honum
hvað þér hafi séð mig gjöra.«
Með þessum orðum kastaði hún bréfinu á
gólfið og tróð það undir fótum. »Seg honum
að Edith Plantagenet fyrirlíti heiðingjans hylli.«
Hún ætlaði síðan að stökkva á brott, en
riddarinn, sem í hinni mestu sálarangist hafði
kropið fyrir fótum hennar, r.áði í klæðafald
hennar og reyndi að halda henni kyrri.
Hún snerisl þá gegn honum og mælti:
»Heyrðuð þér ekki, hvað eg sagði, heimski þræll.
Heilsið þér herra yðar, hinum heiðna soldáni,
og segið honum, að bónorð hans sé mér jafn
fyrirlitlegt, eins og hylli sú, sem mér væri sýnd
af hrakmenni, sem svikið hefði trú sína og
riddaralegu æru.« Hún sleit sig því næst Iausa
og stökk út úr tjaldinu.
í þeim svifum heyrði hann til Neville, sem
bauð honum að koma út úr tjaldinu tafarlaust.
Vesalings dularklæddi riddarinn var sem nið-
urbrotinn af sorg. Hann var hálfruglaður af
hinu stranga stríði, er hann hafði orðið að
heyja við sjálfan sig. Að hann hafði haldið
loforð sitt við Ríkarð konung, fanst honum
þessa stundina lítið til um, saman borið við það,
að hann hafði bakað sér reiði og fyrirlitningu
þeirrar konu, er hann unni hugástum.
Hann hélt aftur á leið tii konungstjaldsins á
eftir varðliðsforingjanum. Pegar þangað kom
var alt á tjá og tundri, því Tómas baróti var
kominn aftur og nokkrir gestir með honum,
svo lítið varð af viðtali konungs við svertingj-
ann það kvöld.
Frægt skáld hafði komið með baróninum,
meðfram fyrir það varð mikill glaumur og
gleði og víndrykkja þetta kvöld í tjaldi kon-
ungs, sem drotningin og Edith tóku þátt í.
Pó lét konungur eigi hjá líða að rita Saladín
bréf og afhenti það svertingjanum, og fól hon-
um að leggja af stað með það til soldáns í
dagrenning næsta dag.
.(Framhald).