Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.08.2013, Síða 48

Fréttatíminn - 23.08.2013, Síða 48
Námskeið Helgin 23.-25. ágúst 2013 KYNNING 48 KYNNING  Kynning Fjölmörg námsKeið um sjónlistir Fyrir unga og aldna í boði hjá myndlistasKólanum í reyKjavíK Námskeið um áhrif tækninýjunga á myndlistina m yndlistaskólinn í Reykjavík býður tugi námskeiða um myndlist og sjónlistir fyrir börn og fullorðna í vetur. Auk námskeiða þar sem unnið er með ólík efni, ólíka tækni og ólíkar aðferðir er boðið upp á námskeið þar sem listasagan er skoðuð í nýstárlegu ljósi. Heiti þess er „Lita- túban og ljósmyndin: Straumar og stefnur í nútímalist“ og þar leitast Einar Garibaldi Eiríksson, myndlistarmaður við að varpa ljósi á myndlist tímabilsins sem kennt er við nútímann í listasögunni og nær frá miðbiki 19. aldar og framundir 1960. Á námskeiðinu verða kynntar bæði hefð- bundnar og nýjar leiðir til skilnings á list módernismans og reifaðar nokkrar megin- hugmyndir og kenningar sem markað hafa umræður um myndlist á tuttugustu öld. Þarna verður rýnt í nokkur lykilverk nútímalistarinnar; allt frá verkum raunsæis- manna og impressionista á nítjándu öld, í gegnum framúrstefnur í upphafi þeirrar tuttugustu, allt til popplistar, minimalisma og hugmyndalistar sjötta og sjöunda áratug- arins. Sérstaklega verður staldrað við verk þeirra listamanna er umbreyttu viðteknum listhugmyndum tímabilsins og vörðuðu þannig leiðina til þeirrar myndlistar sem við þekkjum í samtímanum. Afgerandi áhrif tækninýjunga Einar Garibaldi segir að hann muni meðal annars takast á við áhrif þessara tveggja tækninýjunga sem vísað er til í námskeiðis- heitinu, litatúbunnar og ljósmyndarinnar, á listasögu þessa merkilega tímabils. „Ljósmyndin var uppgötvuð 1839 og það er tækninýjung sem hafði afgerandi áhrif á hvernig myndlist þróast í framhaldinu,“ segir Einar Garibaldi. „Og síðan er það skemmtileg tilviljun að einkaleyfið fyrir litatúbunni er gefið út þremur árum síðar og það hefur líka óvænt áhrif á það hvernig til dæmis málaralistin þróast áfram.“ „Helstu umskiptin sem ljósmyndin veldur eru þau að með henni verður til tækni sem fangar útlit veruleikans með fullkomnari hætti en áður þekktist og þannig breyttust að mörgu leyti forsendurnar í starfi fjölda myndlistarmanna. Í stað þess að horfa út á veruleikann og endurgera hann finnur myndlistin sér áður ókannaðar lendur til að rannsaka, lendur sem hún hefði hugsan- lega ekki fundið nema fyrir tilstilli þessara tækninýjunga. Það mætti jafnvel leika sér að því að spyrja hvernig íslensk myndlist hefði þróast án þeirra eða hvar hefði Kjarval verið staddur án litatúbunnar í íslenska hrauninu?“ Sjónarhorn listamanns á listasöguna „Á námskeiðinu langar mig til að varpa ljósi á áhrif einfaldra tækninýjunga eins og þessara. Leyfa mér þannig að fara á svig við hefðbundnar skilgreiningar á straumum og stefnum í nútímalist en taka þess í stað eins konar sneiðmyndir í gegnum listasöguna og tengja við ýmsar spurningar sem samtíma- listamenn eru að velta fyrir sér og eiga rætur að rekja til þess tíma þegar iðnbyltingin og neyslumenningin voru að byrja að veltast yfir okkur. Með því vonast ég til að varpa aðeins öðruvísi ljósi á listasöguna, en sem starfandi listamaður hef ég tilhneigingu til að líta á hana út frá sjónarhóli gerandans.“ Námskeiðið er ætlað öllum sem vilja kynna sér hugmyndir er liggja að baki mynd- sköpun módernismans og þá merku sögu og deilur sem mótað hafa listsköpun síðustu hundrað ára. Skoðuð verða og greind fjöldi ólíkra listaverka, um leið og hugað verður að þeim menningar-, heimspekilegu- og sögu- legu forsendum er lágu þeim til grundvallar. 30 námskeið fyrir börn Alls býður Myndlistaskólinn í Reykjavík um 30 námskeið fyrir börn og unglinga á aldr- inum 4-16 ára. Þrjú þeirra eru haldin í nýju útibúi skólans í frístundamiðstöðinni Mið- bergi í Breiðholti. Á námskeiðunum fyrir börn á aldrinum 4-5 ára og 6-9 ára er unnið með ýmis ólík efni og aðferðir en í þeim eldri, 10-12 ára og 13-16 ára, er boðið upp á sérhæfðari námskeið. 30 námskeið fyrir 16 ára og eldri Almenn námskeið á framhaldsskólastigi eru opin öllum 16 ára og eldri án skilyrða um menntun eða reynslu. Í vetur verða haldin um 30 grunn- og framhaldsnámskeið í teikningu, módelteikningu, málun, vatnslitun og fleiru í frjóu andrúsmlofti og sérbúinni aðstöðu. Afar fjölbreyttur hópur nemenda sækir þessi nám- skeið, fólk á öllum aldri sem hyggur ýmist á áframhaldandi nám í sjónlistum, er að sækja sér endurmenntun eða vill einfaldlega læra eitthvað alveg nýtt, sér til ánægju og yndis- auka. Kennarar eru allir starfandi myndlista- menn og hönnuðir með langa reynslu af því að miðla reynslu og þekkingu sinni. Skráning á námskeiðin stendur yfir og hef- ur verið bætt við námskeiðum í teikningu og leirkerarennslu vegna mikillar eftirspurnar. Frístundakort og styrkir stéttarfélaga Námskeiðin eru styrkhæf hjá flestum fræðslu- sjóðum stéttarfélaga og þá geta börn á aldr- inum 6-18 ára sem búsett eru í Reykjavík nýtt sér styrk Frístundakortsins. Skráning fer fram á heimasíðu skólans www.myndlistaskolinn.is. Einar Garibaldi Eiríksson vonast til að varpa aðeins öðruvísi ljósi á listasöguna á námskeiði Mynd- listaskólans í Reykavík um tækninýjungar og þróun myndlistar. „Sem starfandi listamaður hef ég tilhneigingu til að lýta á listasöguna út frá sjónarhóli gerandans.“ Ljósmynd/Hari Þórunn Jónsdóttir, viðskiptaþró- unarstjóri Skema, og félagar hennar kenna börnum frá sex ára aldri að forrita eigin tölvu- leiki.  sKema Kennir börnum Frá sex ára aldri að Forrita eigin tölvuleiKi Þau geta þetta “Okkar markmið er að uppfæra menntun í takt við tækni- þróun,” segir Þórunn Jónsdóttir viðskiptaþróunarstjóri Skema. Auk forritunarnámskeiða fyrir börn býður fyrirtækið kenn- urum námskeið í forritunar- og tölvukennslu. F yrirtækið Skema kennir börnum frá til 6-16 ára að forrita tölvuleiki og hafa námskeiðin notið mikilla vinsælda frá því þau hófust árið 2011. Um 700 börn sóttu slík námskeið hjá Skema í sumar. „Núna í haust verðum við með námskeið fyrir þennan aldurshóp víðsvegar á höfuð- borgarsvæðinu og á landsbyggðinni, til dæmis á Akureyri og í Reykjanesbæ“ segir Þórunn Jónsdóttir hjá Skema. „Kennslan byggir á aðferðarfræði sem við höfum þró- að og er byggð á rannsóknum í kennslu- fræði, sálfræði og tölvunarfræði.“ „Okkar markmið er að uppfæra mennt- un í takt við tækniþróun,“ segir Þórunn. Skema er fyrirtæki sem sérhæfir sig í kennslu og rannsóknum – með sálfræði, kennslufræði og tölvunarfræði að leiðar- ljósi. Þar starfa sérfræðingar í tölvun- arfræði, margmiðlun, sálfræði, og með kennaramenntun. Kennd er tölvuleikjaforritun í þrívíðu umhverfi og er notast við ýmis forrit við kennsluna. Nemandi vann forritunarkeppni í Bandaríkjunum „Í lok námskeiðisins eiga börnin að kunna að forrita sinn eigin tölvuleik,“ segir Þórunn. „Þau koma til okk- ar frá 6-7 ára aldri og við höfum sýnt fram á að börn á þessum aldri geta vel lært að forrita.“ Við kennsluna er notaður opinn hugbúnaður, Alice, sem kostar ekkert en tölvur eru í kennslustofunum. Auk grunnnámskeiðsins eru boði ýmis konar fram- haldsnámskeið fyrir mismunandi áhugasvið og ald- urshópa. Einn af nemendum Skema, Ólína Helga Sverrisdótt- ir, 12 ára, nýtti færnina sem hún lærði á námskeiðinu með miklum glæsibrag þegar hún vann forritunarkeppni hjá bandarísku alríkislögreglunni FBI fyrir tölvuleik um öryggi á netinu. Kennt á tólf stöðum víða um land í haust Forritunarnámskeið Skema verða haldin á tólf stöðum í haust; bæði í aðstöðu fyrirtækisins í Háskólanum í Reykja- vík og í nokkrum skólum á höfuðborgarsvæðinu og einnig á Akureyri, í Reykjanesbæ, Grindavík og á Akranesi, en fyrirtækið er í samstarfi við símenntunarmiðstöðvar á landsbyggðinni. Á hverjum stað er einn fullorðinn kennari og svö börn sem hafa áður útskrifast af námskeiðinu og hafa fengið vinnu sem aðstoðarleiðbeinendur hjá Skema. Námskeiðin standa yfir í 10 vikur og er kennt einu sinni í viku í klukku- tíma og korter í senn. Hægt er að nýta frístundastyrki til að greiða fyrir námskeiðin hjá öllum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Nánari upplýsingar eru veittar á skema.is <http://skema.is/> . Námskeið fyrir kennara og handleiðsla til skóla Auk fyrrgreindra námskeiða hefur Skema að markmiði að stuðla að því að kennsla í forritun verði í boði í grunn- og framhaldsskólum landsins. Skema vinnur að markmiðinu um að stuðla að kennslu í forritun í skólum með því að bjóða endurmenntunarnám- skeið fyrir kennara, bæði í forritun og sérstök iPad-nám- skeið fyrir kennara. „Við byrjuðum að halda þau í fyrra og þau hafa verið vel sótt og eru skemmtileg viðbót við endurmenntunarflór- una sem er í boði,“ segir Þórunn. Fyrirtækið býður einnig grunnskólum og framhalds- skólum aðstoð og handleiðslu við að innleiða forritunar- kennslu og tók þátt í að innleiða forritunarkennslu í Hofs- staðaskóla í Garðabæ með góðum árangri og einnig í Fjölbrautarskólann í Breiðholti. Börn með sérþarfir blómstra hjá Skema Skema vinnur einnig að rannsóknum á þeim áhrifum sem kennsla í forritun hefur á hina ýmsu þætti þroska og námsgetu barna. Þórunn segir að í nemendahópnum hafi verið mörg börn á einhverfurófinu og með ADHD, ADD og aðrar raskanir sem hafi blómstrað í forrituninni. Birgir Jóhannes Jónsson er einn þeirra krakka sem lært hafa að forrita tölvuleiki hjá Skema.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.