Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.08.2013, Blaðsíða 24

Fréttatíminn - 30.08.2013, Blaðsíða 24
Við erum ekki orðin rík É g er búin að vera í svo miklum vinnugír frá því við komum heim. Ég hef vaknað um miðja nótt og fundist ég þurfa að gera eitthvað. Ég er frekar róleg týpa og er enn ekki búin að finna taktinn hér heima aftur,“ segir Nanna Bryndís Hilmarsdóttir, lagasmið- ur, gítarleikari og annar aðalsöngvari hljóm- sveitarinnar Of Monsters and Men. Rúm vika er síðan hljómsveitarmeðlimir komu heim til Íslands eftir 18 mánaða tónleikaferð þar sem hún lék á yfir 230 tónleikum í Evrópu, Banda- ríkjunum, Bretlandi, Japan og Ástralíu. Ég bið Nönnu að velja kaffihús til að hittast á fyrir viðtalið og hennar fyrsta val er KEX Hos- tel. Hún átti alltaf fastan samastað á Faktorý við Smiðjustíg, einum helsta tónleikastað Reykja- víkur, en honum var lokað fyrr í þessum mán- uði og verður þar reist hótel í staðinn. „Þetta er mjög sorglegt. Við spiluðum mikið á Faktorý þegar við vorum að byrja. Þar var allt á staðn- um þannig að ungar hljómsveitir þurftu ekki að leggja út í mikinn kostnað til að geta haldið tónleika.“ Nanna syrgir líka tónleikastaðinn Nasa við Austurvöll sem einnig var skipt út fyrir hótel. „Ferðamenn sem koma hingað vilja auðvitað kynnast menningunni. Með þessu áframhaldi geta þeir bara farið af hótelinu sínu til að skoða önnur hótel,“ segir hún segir með samblandi af glettni og alvöru. Amman vildi gítar Nanna er fædd og uppalin í Garði á Suðurnesj- unum. Hana langaði alltaf að verða tónlistar- kona en einnig blundaði í henni að gerast sál- fræðingur. „Eftir menntaskóla var ég að hugsa um að fara í sálfræði eða heimspeki.“ Sem barn gat hún dundað sér mikið sjálf við að syngja, spila og teikna. Fjórtán ára byrjaði Nanna í tónlistarskóla og svona eftir á að hyggja þá var ekki aftur snúið. „Ég var alltaf að biðja mömmu um að leyfa mér að læra á píanó. Amma stakk þá upp á því að mamma myndi gefa mér gítar því þá yrði ég svo vinsæl í partíum.“ Úr varð að Nanna fór að spila opinberlega undir nafninu Songbird. „Ég byrjaði líklega að kalla mig þetta um 17, 18 ára aldurinn. Smátt og smátt fór ég að þora meira, ég fór að spila á börum og ýmsum viðburðum, til dæmis á Paddy´s í Keflavík. Ég var síðan að taka upp lög heima og fattaði að ég var bara ekki með nógu margar hendur til að gera allt sem ég vildi gera.“ Hún fékk þá til liðs við sig Brynjar Leifsson, góðan vin sinn og gítarleikara. Nokkru síðar heyrði hún Ragnar Þórhallsson syngja í partíi og hugsaði með sér: „Þessi kann sko að syngja!“ Hún spurði þá Ragga hvort hann vildi vera með og þau byrj- uðu að semja saman. Arnar Rósenkranz Hilm- arsson trommuleikari bættist í hópinn og fjögur tóku þau þátt í Músíktilraunum árið 2010, og sigruðu, undir nafninu Of Monsters and Men. Árni Guðjónsson, píanó- og harmonikkuleikari, og Páll Kristjánsson, bassaleikari, gengu til liðs við hljómsveitina eftir sigurinn en Árni hætti í hljómsveitinni á síðasta ári og fór í skóla. Ruggað í svefn í rútunni Sem sigurhljómsveit Músíktilrauna tók hún þátt í Airwaves-tónlistarhátíðinni og bandarísk útvarpsstöð í Seattle, KEXP radio, tók í fram- haldinu upp nokkur lög með hljómsveitinni. Lagið Little Talks varð mjög vinsælt á stöðinni og hlustendur vildu ólmir vita meira um þessa íslensku hljómsveit. Árið 2011 spilaði Of Mon- sters and Men aftur á Airwaves, nú á KEX Hostel og útvarpaði KEXP radio beint frá hátíð- inni. Hljómsveitin hafði þá þegar náð nokkrum vinsældum í Bandaríkjunum þrátt fyrir að hafa aðeins gefið út disk á Íslandi en hún gerði síðan samning við Universal og diskurinn My Head is an Animal kom út á heimsvísu í apríl 2012. Tónleikaferðalag um heiminn hafði þá hafist í marsmánuði. „Raggi fór að tala um það í flugvélinni á leið- inni heim að þegar við byrjuðum að „túra“ hafi hann verið 24 ára og hann sé núna 26. Svona eins og honum hafi fundist að þessum tíma hafi verið rænt af honum,“ segir Nanna og brosir. Sjálf var hún 22ja ára þegar tónleikaferðalagið hófst en er nú orðin 24 ára. Henni finnst tíminn hafa liðið ótrúlega hratt enda hafi þau unnið mikið á þessum 18 mánuðum sem ferðalagið stóð yfir. „Til að byrja með þá vöknuðum við klukkan níu á morgnana, rótuðum sjálf, fórum á æfingar og tókum hljóðprufu. Núna undir lok- in höfum við fengið meiri hjálp og sofið yfirleitt til hádegis. Stundum förum við í viðtöl yfir dag- inn og erum að vinna í einhverju efni. Síðan eru það bara tónleikar, allt tekið niður, við förum út í rútu og ökum af stað. Við sváfum mjög oft í rútunni. Ég kunni mjög vel við það. Fyrst var það svolítið erfitt, ég varð bílveik og svona en síðan var þetta bara fínt. Það er eins og rútan væri að rugga manni í svefn og mér fannst það alveg frábært. Nú þarf ég eiginlega að venjast því að sofna bara í rúmi.“ Þrjú í bíó á Menningarnótt Áður en tónleikaferðalagið hófst leigði Nanna í miðbæ Reykjavíkur ásamt kærastanum sínum, Sigurbirni Kristjánssyni. Þau ákváðu að halda ekki þeirri íbúð og búa núna heima hjá for- eldrum Sigurbjörns í Garðabæ. „Við erum að leita að íbúð niðri í bæ. Allt dótið mitt er enn í kössum og mér líður svolítið eins og ég sé að fara aftur út strax í næstu viku,“ segir Nanna en er óviss um hvort þau ætla að leigja eða kaupa enda hvoru tveggja rándýrt. „Við komum úr Garðabænum og ætluðum í bæinn á Menn- ingarnótt en komumst ekki lengra en hingað á KEX því það var svo mikið af fólki. Við ákváð- um því bara að fara í bíó.“ Kvikmyndin Bling ring varð fyrir valinu þetta kvöldið. „Ég vissi al- veg að hverju ég gekk. Þetta var ágætis afþrey- ing en samt auðvitað Sofia Copila-mynd. Við vorum þarna þrjú í risastórum sal, við tvö og einn maður. Þetta var frekar skondið.“ Nanna Nanna Bryndís Hilmars- dóttir er komin aftur heim ásamt félögum sínum í hljómsveitinni Of Mon- sters and Men eftir 18 mánaða tónleikaferðalag um heiminn. Hennar fyrsta verk eftir að hún lenti var að fá sér hvítlaukspizzu með pepperoni og jalapeno á uppáhalds pizzastaðnum. Nanna var alltaf staðráðin í að verða annað hvort sál- fræðingur eða tónlistarkona. Hún segir það stórkostlegt að heyra mannhaf á tón- leikum syngja lögin sem hún glamraði á gítar heima í stofu. Nanna Bryndís byrjaði ung að koma fram undir nafninu Songbird. Smátt og smátt fékk hún fleiri til liðs við sig og úr varð Of Monsters and Men. Ljósmynd/Hari sölutölur Breiðskífan My Head is an Animal er platínuplata í Kanada, Nýja-Sjálandi og á Írlandi. Hún er gullplata í í Bandaríkjunum, Bret- landi, Ástralíu og Þýskalandi. Smáskífan Little Talks er fimmföld platínuplata í Ástralíu, þreföld platínuplata í Bandaríkjunum og Kanada, og tvöföld platínuplata á Ítalíu, Sviss, Belgíu, Nýja-Sjálandi, Þýskalandi og Írlandi. Breiðskífan Smáskífan Ísland 26.000 Bandaríkin 882.000 2.723.000 Annars staðar 783.000 1.809.000 Alls 1.691.000 4.532.000 24 viðtal Helgin 30. ágúst-1. september 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.