Fréttatíminn - 30.08.2013, Blaðsíða 10
Ö ll ríki Evrópu eru að skoða stað-göngumæðrun með einhverj-um hætti. Með því að ákveða að
semja frumvarp um staðgöngumæðrun
höfum við tekið forystu á Norðurlöndun-
um,“ segir Salvör Nordal, forstöðumaður
Siðfræðistofnunar Íslands. Hún situr í
Norrænu lífsiðfræðinefndinni sem stóð
fyrir ráðstefnu í vikunni um tæknifrjóvg-
anir og staðgöngumæðrun frá alþjóðlegu
sjónarhorni. Starfshópur skipaður af heil-
brigðisráðherra vinnur að frumvarpi til
laga sem heimilar staðgöngumæðrun í
velgjörðarskyni. Heilbrigðisráðherra hef-
ur gefið út að óvíst sé hvort hægt verður
að leggja frumvarpið fram á næsta þingi.
Salvör segir þetta mikið hitamál enda
stórar spurningar sem þurfi að taka af-
stöðu til hvort sem staðgöngumæðrun
sé leyfð eða bönnuð. „Ef þetta er bannað
þá fer fólk bara annað. Það hefur sýnt sig.
Þá þarf að taka afstöðu til þess hvort skrá
á það fólk sem foreldra. Það getur verið
erfitt ef löggjafinn viðurkennir ekki stað-
göngumæðrun. Löggjafinn gengur út frá
því að móðir barnsins sé sú sem fæðir
það,“ segir Salvör.
Um tíma var engin löggjöf um stað-
göngumæðrun í Finnlandi, það er hún
var hvorki leyfð né bönnuð. Þá voru dæmi
um að fólk frá hinum Norðurlöndunum
færi þangað. Helga Sól Ólafsdóttir félags-
ráðgjafi var við nám og vinnu í Svíþjóð
þegar ekki var búið að banna staðgöngu-
mæðrun í Finnlandi og segir að yfirleitt
hafi málin fengið farsælan endi. Hún rifj-
ar þó upp eitt mál sem hún segir alls ekki
dæmigert, en fór afar illa. Þar var um að
ræða sænsk hjón sem nýttu sér þjónustu
í Finnlandi til að láta systur eiginmanns-
ins ganga með barn þeirra. „Hjónunum
er síðan afhent barnið og faðirinn er einn
skráður forsjáraðili. Í Svíþjóð tók afar
langan tíma að móðirin, sem eggfruman
kom frá, fengi að ættleiða barnið jafnvel
þó systir mannsins hefði gefið sitt sam-
þykki fyrir því. Málið var enn ófrágengið
þegar barnið var komið á annað ár, vanda-
mál komu upp í sambandinu og hjónin
skildu. Þetta var ljótur skilnaður og mað-
urinn í hefndarhug en þetta endaði með
því að systkinin voru áfram skráðir for-
eldrar barnsins. Þarna var staðgöngu-
mæðrunin sjálf ekki vandamálið heldur
sú staðreynd að kerfið var ekki í stakk
búið til að takast á við stöðuna. Ef móð-
irin hefði fengið að ættleiða nýfætt barnið
hefði þetta bara verið hefðbundinn skiln-
aður,“ segir Helga Sól.
Ástríður Stefánsdóttir, læknir og sið-
fræðingur, var í fyrsta vinnuhópnum
hjá heilbrigðisráðuneytinu sem skrifaði
álitsgerð um staðgöngumæðrun frá lög-
fræðilegu, læknisfræðilegu og siðfræði-
legu sjónarhorni. „Ég tel að við eigum
ekki að gera þetta en í því ljósi að búið
er að ákveða að vinna frumvarp þá þurf-
um við að koma með bestu lausnirnar.
Að mínu mati þarf staðgöngumóðirin að
koma inn í heilbrigðiskerfið eins og hver
önnur þunguð kona. Hún verður að hafa
fullan yfirráðarétt yfir þunguninni og hún
tekur allar ákvarðanir á meðgöngunni
en ekki verðandi foreldrar. Foreldrahlut-
verk þeirra verður þá ekki virkt fyrr en
að ættleiðingarferli loknu,“ segir Ástríð-
ur. Hún bendir einnig á hversu erfitt og
varasamt sé ef ætlunin er að fara framhjá
þeirri lagalegu skilgreiningu að móðir
sé sú sem fæðir barn. „Ég tel líka að við
þurfum að hafa einhvers konar val um
hverjar fá að gerast staðgöngumæður,
ekki bara líkamleg viðmið heldur þurfa
félagslegar aðstæður þeirra að vera góð-
ar, að konan hafi tekjur, sterka félagslega
stöðu þannig að ekki þurfi að efast um að
hún velur að gerast staðgöngumóðir af
velgjörð,“ segir hún.
Ástríður telur að Íslendingar séu að
fara inn í erfitt tímabil sem ekki er vitað
hvernig endar. „Um leið og við opnum fyr-
ir þetta verður alltaf hópur sem er hafn-
að að fara þessa leið. Það verður erfitt að
velja inn hverjir fá að fara þessa leið. Ég
reikna með að við byrjum þröngt og heim-
ilum staðgöngumæðrun eingöngu gagn-
kynhneigðum pörum á frjósemisaldri
sem eiga við líkamleg frjósemisvandamál
að eiga. Ég sé líka fyrir mér að hommar
vilji nýta sér þessa þjónustu. Það væri í
anda löggjafar okkar. Og einhleypar kon-
ur eiga börn, því þá ekki líka einhleypir
karlmenn? Síðan þarf fólk að átta sig á að
þó það sé komið með staðgöngumóður þá
gengur ferlið í besta falli upp í helmingi
tilfella. Það verða alltaf fósturlát sem leiða
til vonbrigða og sorgar. Þó það verði gleði
þá verður alltaf líka sorg,“ segir hún.
Erla Hlynsdóttir
erla@frettatiminn.is
Siðfræði ÓvíSt er hvenær frumvarp Sem heimilar StaðgÖngumæðrun verður lagt fram
Réttindi staðgöngu-
móður þarf að tryggja
Ljóst er að á
meðan stað-
göngumæðrun er
óheimil á Íslandi
verður alltaf
fólk sem leitar
út fyrir land-
steinana og lendir
í lagaflækjum
þegar það kemur
aftur til lands-
ins með barnið.
Undirbúningur
að frumvarpi
að lögum sem
heimila stað-
göngumæðrun í
velgjörðarskyni
er í fullum gangi.
Meðal álitaatriða
sem þarf að taka
afstöðu til er
hvenær foreldraá-
byrgð verðandi
foreldra verður
virk og hver tekur
ákvörðunina ef
eyða á fóstrinu.
Þetta endaði með
því að systkinin voru
áfram skráðir for-
eldrar barnsins.
Ástríður Stefánsdóttir segir líklegt er að í fyrstu verði aðeins gagnkynhneigðum hjónum á
frjósemisaldri með líkamleg frjósemisvandamál heimilt að nýta sér staðgöngumæður.
Mynd NordicPhotos/Getty
10 fréttaskýring Helgin 30. ágúst-1. september 2013