Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.08.2013, Blaðsíða 38

Fréttatíminn - 30.08.2013, Blaðsíða 38
38 ferðalög Helgin 30. ágúst-1. september 2013  HaustHeimsókn Borgin við sundið Kaupmannahöfn frá A til Ö Svona getur íslenska stafrófið nýst íslenskum ferðamönnum í Kaupmannahöfn. a lmenningssamgöngur í gömlu höfuðborginni eru góðar og ekki síst til og frá flugvellinum. Það er því alger óþarfi að eyða peningum í leigubíl. Metró kemst á korteri frá Kastrup til Kongens Nytorv og farið kostar um 700 krónur. Leigubíllinn getur hæglega verið hálftíma sömu leið og mælirinn fer örugglega upp í rúmar 5000 íslenskar. B akkelsið sem danskir bak-arar framleiða og sprauta glassúri yfir er rómað um víða veröld. Enda eru vínarbrauð kölluð Danish í enskumælandi lönd- um. Heimsfrægðin bíður hins vegar rabbabarahornsins og stjórasnúðsins (Direktør snegl) sem fást í bakaríum Lagkagehuset út um allan bæ. d anska krónan virðist ekki ætla að lækka niður fyrir 20 íslenskar og því er um að gera að nýta sér allt það sem kostar lítið eða ekkert í Kaup- mannahöfn. Mörg söfn rukka ekki inn einn dag í viku og margir veitingamenn stilla verðinu í hóf á kostnað úrvalsins. e lmegade er lítil gata sem er eiginlega miðpunktur Norðurbrúar hverfisins. Hér iðar allt af lífi daginn út og inn enda gott úrval af kaffihúsum, sérverslunum og börum. Akkerið í Elmegade er Laundromat Café hans Friðriks Weisshappel. É ljagangur er ekki svo oft á kortum danskra veður-fræðinga en þegar þannig viðrar er forvitnilegt að fylgjast með vaktaskiptum lífvarða Mar- grétar Þórhildar. Hermennirnir eru í virðulegum vetrarfötum og með risastórar bjarnaskinnshúfur sem verða hvítar um leið og það byrjar að snjóa. F rederiksberg er sjálfstætt sveitarfélag í miðri Kaup-mannahöfn. Þar eru íhalds- menn með hreinan meirihluta þó þeir rétt nái 10 prósent fylgi á landsvísu. Ein glæsilegasta gata höfuðborgarsvæðisins er Freder- iksberg allé sem liggur upp að hin- um fallega Frederiksberg garði. g amlaströndin eða Gammel Strand er huggulegt og sólríkt torg. Þar er ljóm- andi gott að fá sér fiskifrikadellur með heimalöguðu remúlaði í hádeginu á Café Diamanten. Fram- kvæmdir við metróstöð trufla þó stemninguna á svæðinu um þessar mundir. H jólreiðamenn eru í for-gangi í umferðinni í Köben og nú er verið að leggja þriggja akgreina hjólastíga á víðförnum slóðum. Það er viss- ara að muna eftir því að gefa merki þegar á að beygja eða stoppa því annars er hætt við að þú fáir að heyra það frá hinu hjólafólkinu. i slands brygge kallast eitt af hverfum miðborgarinnar. Fyrir Íslendinga er huggulegt að ganga eftir Isafjordsgade og Reykjaviksgade. Hafnarbaðið við Islands brygge götuna er mjög vinsælt á góðviðrisdögum. Í sneysla Kaupmannahafnarbúa hefur sennilega aukist tölu-vert síðustu ár því ísbúðir sem búa til ítalskan kúluís njóta mikilla vinsælda. Siciliansk Is á Vesturbro og Christianshavn þykir standa einna fremst á þessu sviði. J azzinn hefur lengi verið vinsæll í Danmörku og þar hafa heimsþekktir jazzleik- arar búið í lengri eða skemmri tíma. Nokkrir jazzklúbbar eru starfræktir í borginni og þeirra vinsælastur er sennilega Mont- martre við Store Regnegade. Jazz cup á Gothergade er líka skyldustopp fyrir þá sem vilja kaupa plötur. Hin árlega jazzhátíð er haldin í júlí og hún fer ekki framhjá nokkrum manni. k aupmannahafnarflug-völlur eða Kastrup, eins og margir kalla hann, hentar vel til tengiflugs fyrir íslenska flugfarþega. Þaðan er flogið til fjöl- margra landa og flughöfnin sjálf er vel skipulögð og þægileg. Flug- miðar til Köben eru líka oftar en ekki með þeim ódýrustu sem fást hér á landi. L itla hafmeyjan varð hundrað ára í síðustu viku og hún hefur laðað til sín ferða- menn nær allan þann tíma. Margir þeirra verða víst fyrir vonbrigðum með hversu lítil hún er. m atarmenning Dana er grunnurinn að þeirri íslensku. Danska hakkebuffið hefur þó ekki skilað sér nógu vel hingað til lands og því nauðsynlegt að koma við á Toldbod Bodega og panta sér „Store dreng“ í næstu ferð. En Stefán Íslandi var einn af fastagestum staðarins og spilaði billjard í bakherberginu ásamt kollegum sínum í Óperunni. n ýhöfn er sennilega einn vinsælasti viðkomustað-ur ferðamanna í Kaup- mannahöfn. Veitingastaðirnir við „Den glade side“ njóta góðs af því og prísarnir þar eru nokkru hærri en víða annars staðar í borginni. o rdrupgaard er listasafn rétt við Bakken í útjaðri höfuðborgarsvæðisins. Viðbygging safnsins var teiknuð af Zaha Hadid, einum þekktasta nú- lifandi arkitekt heims og þar er oft áhugaverðar sýningar. Þó Louisi- ana sé sér á báti þá er líka þess virði að heimsækja Ordrupgaard og huggulegt að ganga í skóginum að húsinu. ó læti hafa sett svip sinn á borgina með reglulega millibili. Þegar Ungdóms- húsið á Norðurbrú var rýmt fyrir 6 árum ríkti eiginlega stríðsástand á götum þessarar friðsælu borgar í nokkra daga. P arken er þjóðarleikvangur Dana og þar eru íslenskir knattspyrnumenn reglu- lega sólaðir upp úr skónum. r áðhústorginu í Kaup-mannahöfn hefur lengi verið haldið í gíslingu af panflautuleikurum. Þeir eru hins vegar farnir annað því fram- kvæmdir við gerð metróstöðvar yfirgnæfa músíkina. Það hefur því ekki verið jafn notalegt að borða pylsu á torginu í langan tíma því vinnuvélahljóðin venjast betur en flautið. s murbrauðsstaðirnir í mið-bænum eru skyldustopp á ferðalagi um Kaupmanna- höfn. Réttirnir eru klassískir og uppskriftin víðast sú sama. Hráefnið er hins vegar misgott en Schønnemann og Slotskælderen hos Gitte Kik eru alltaf pen- inganna virði. Sorgenfri er líka klassísk ur staður og þar er opið fram á kvöld. t ívolí tekur T-ið þó vissu-lega geri Thorvaldsens-safnið líka tilkall til þess. Thorvaldsen var hálfur Íslend- ingur eða eins og segir í enskum bæklingi safnsins, „his father was from island". Hvort höfundur hafi viljandi viljað villa um fyrir erlendum gestum safnsins skal ósagt látið en þetta er alla vega ekki góð enska. u mferðin í Kaupmanna-höfn er sjaldnast þung, alla vega miðað við marg- ar aðrar borgir. Þeir sem setjast undir stýri í borginni ættu þó að passa sig í hægri beygjunum því þá er mikil hætta á árekstri við reiðhjól. Ú tlendingar með lögheim-ili í Kaupmannahöfn eru nærri 175 þúsund talsins. Þar af eru 3698 íslenskir ríkisborg- arar. v ötnin eða Søerne sem skilja Brúarhverfin frá miðborginni eru eitt vinsælasta útivistarsvæði Kaup- mannahafnarbúa. Hér skokkar fólk allan sólarhringinn, barna- vagnar halda stígnum sléttum og stundum leggur vatnið og þá dregur fólk fram skauta og göngu- skíði. Nýtt og uppfært átaksnámskeið fyrir þær sem vilja taka heilsuna og útlitið föstum tökum. Allar upplýsingar á hreyfing.is 6-vikna námskeið fyrir þær sem vilja losna við aukakílóin á öruggan og heilbrigðan máta og komast í sitt besta form. Nýtt og enn betra. Endurnýjað fræðsluefni. Sérhannað æfingakerfi sem miðar að því að ögra líkamanum, komast út úr stöðnun, byggja upp grunnbrennslu líkamans og losna varanlega við aukakílóin Aðhald, hvatning, fróðleikur og hollar og léttar uppskriftir. ÁSKORUN Sykurlaus og náttúrulegur staðgengill sykurs! Hefur ekki áhrif á blóðsykur og insúlín líkamans Jazz hljómar út um alla Kaupmannahöfn í júlí. Thorvaldsensafnið er tileinkað Bertel Thorvaldsen sem var hálfíslenskur þó starfs- menn safnsins haldi því heldur óskýrt á lofti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.