Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.08.2013, Blaðsíða 14

Fréttatíminn - 30.08.2013, Blaðsíða 14
Húlladrottning kennir líffræði É g var alltaf í fimleikum sem krakki. Það var mín fyrsta ástríða í lífinu. Ég hætti síðan í fimleikum en var alltaf að leita að hreyfingu sem ætti vel við mig. Ég var alveg týnd þar til ég kynntist húllahringjum,“ segir Alda Brynja Birgisdóttir. Húllahringirnir komu ekki til sögunnar fyrr en eftir að Alda Brynja hafði kynnst manninum sínum, Lee Nelson, sem hafði verið götulistamaður um allan heim í gervi trúðsins Wally. Þau urðu ástfangin og Lee ákvað að flytja til Íslands. Hann þurfti eitthvað að hafa fyrir stafni og leitaði í það sem hann kunni best, sirkuslistir. Árið 2007 fór hann af stað með handstöðutíma í Kramhúsinu og varð þetta upphafið að Sirkusi Íslands sem þau eru bæði hluti af. „Lee sagði að allar skvísurnar í sirkusskólanum væru vitlausar í að húlla og svo væri þetta góð hreyfing. Hann gaf mér ráð um hvað væri mögulegt að gera en gat lítið sem ekkert sjálfur. Ég byrjaði að dunda mér við þetta og þegar ég fór að geta gert einhver trix varð ekki aftur snúið. Ég varð óð í að geta meira og meira og síðan þá hef ég reynt að læra öll þau trix sem ég kemst í tæri við,“ segir Alda Brynja. Karlar geta líka húllað Það sem heillaði hana var að ekki bara var hún að æfa líkamann heldur líka öðlast hæfileika. „Maður er ekki bara að fá flottari vöðva og stinnari maga heldur getur sýnt afrakstur æfinganna.“ Fyrir ári byrjaði hún að kenna húlla hopp í Kramhús- inu og eru ný námskeið að fara þar af stað. „Það er enginn í sirkusnum sem hefur verið mikið í þessu og mér fannst leiðinlegt að vera alltaf ein og fá ekki örvun frá öðrum sem væru líka að húlla. Ég ákvað því að byrja að kenna og þær eru nú orðnar 7 sem hafa fengið húlla inn í sitt líf og bíða eftir að komast á framhaldsnám- skeið. Við ætluðum alltaf að hittast í sumar og húlla úti í sólinni en það varð ekkert af því. Bæði vorum við uppteknar og veðrið ekki það besta.“ Þann 5. október er al- þjóðlegur húla hopp-dagur og þá ætlar hópurinn að standa fyrir viðburði. „Það eru viðburðir um allan heim. Fólk er þá búið að læra sama dansinn og dansa með húllahringina þennan dag. Við verðum því bara að mæta í ullarnærbuxunum og húlla úti.“ Aðeins konur hafa mætt á námskeiðin hjá Öldu Brynju en hún segir karlmenn vel geta húllað líka. „Það er algengara að það séu konur sem húlla en það er líka hægt að húlla á mjög karlmannlegan hátt. Ég hef hvatt karlkyns vini mína til að húlla og jafnvel gefið þeim húllahring í afmælisgjöf. Ég er nokkuð viss um að þeir eru að æfa sig í laumi,“ segir hún kómísk. Húlla á höndum og fótum Tímarnir sem hún kennir eru klukkustundar langir og segir hún suma halda að þær séu þá að húlla á mjöðmunum í klukkustund, sem hljóti að vera frekar einhæft. „Við erum líka að húlla á höndum og fótum og læra ný allskonar trix. Þetta er fín æfing fyrir líkamann. Ég var fljót að jafna mig eftir meðgöngu með því að húlla. En tímarnir snúast ekki um brennslu heldur að gera eitthvað flott með húllahringinn og setja saman dansa.“ Húlla hopp er sannarlega stór hluti af lífi Öldu Brynju því hún húllar nánast daglega. „Sirkusinn æfir í húsnæði fimleikadeildar Ár- manns. Svo erum við með sýningar, til dæmis á árshátíðum og öðrum skemmtunum.“ Það fór vart fram hjá neinum höfuðborgarbúa að heilt sirkusþorp reis í Vatnsmýrinni í sumar þegar þar var haldin sirkushátíðin Volcano og sýndu þar bæði ís- lenskir og erlendis sirkuslistamenn. Eftir að meðlimir Sirkus Íslands upplifðu að sýna í alvöru sirkustjaldi ákváðu þeir að safna fyrir einu slíku. „Við fengum þá flugu í höfuðið að Ísland þyrfti að eignast sirkus sem getur ferðast með sirkustjaldið sitt um allt land. Við byrjuðum því að safna í gegn um Karolina Fund.“ Þegar þessar línur eru ritaðar hefur aðeins þriðjungur safnast af þeim 40 þúsund evrum sem þarf til en söfnun lýkur á mánudag. „Þetta fór hægt af stað en núna síðustu dagana hefur hratt bæst við. Þeir sem styrkja okkur fá sirkusmiða í nýja tjaldinu en ef okkur tekst ekki að safna fyrir allri upphæð- inni fá allir endurgreitt. Það væri svo ótrúlega gaman ef þetta verður að veruleika,“ segir hún. Ef þeim tekst að safna fyrir Eftir að Alda Brynja Hilmarsdóttir kynntist húllahringjum varð ekki aftur snúið. Nýr fjórhjóladrifinn Mitsubishi Outlander er ríkulega búinn staðal- og þæginda búnaði sem ásamt nýrri tækni eykur öryggi og veitir þér nýja aksturs- upplifun. Má þar nefna hraðastilli með fjarlægðarskynjara, akreinavara og árekstrarvörn sem allt er staðalbúnaður í grunngerðinni Intense. Outlander kostar frá 5.590.000 kr. Intense 4x4, bensín, sjálfskiptur HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Umboðsmenn um land allt: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði mitsubishi.is Eyðsla aðeins frá 5,5 l/100 km. MITSUBISHI OUTLANDER Rúmbetri, sparneytnari og betur búinn Nú á enn betra verðifrá 5.590.000 kr.Fjórhjóladrifinn og sjálfskiptur sirkustjaldi verður það ekki aðeins nýtt til sýninga heldur einnig til að halda sirkusnámskeið fyrir börn og fullorðna. Nemendurnir spenntir Þrátt fyrir að líf Öldu Brynju kunni að hafa ævintýralegan ljóma þá er hún í öðru starfi sem er held- ur hefðbundið því hún hefur um árabil starfað sem líffræðikenn- ari og er að hefjast fyrsti veturinn hennar sem kennari við Fjöl- brautaskólann í Breiðholti. „Það er frekar óvenjulegt að fara frá því að vera venjuleg íslensk stúlka sem kennir líffræði og vera allt í einu komin í sirkus. Ég lærði líffræði í háskólanum en fann mig ekki í neinni sérgrein innan fagsins þannig að ég tók kennsluréttindin. Mér finnst virkilega gaman að kenna. Þetta er fjölbreytt starf og maður veit aldrei hvernig dagur- inn verður. Ég ætti erfitt með að vera í vinnu þar sem ég veit hvað ég er að fara að gera klukkan þrjú á þriðjudaginn því ég gerði nákvæmlega það sama síðasta þriðjudag klukkan þrjú. Líffræði er skemmtilegt fag og mér finnst líka gaman að vinna með fólki,“ segir hún. Nemendur hennar vita af því að hún er í Sirkus Íslands og finnst það mjög áhugavert. „Þeim finnst þetta mjög spennandi. Það eru allir að vona að ég komi með hringina og kenni þeim í hádeg- inu. Það verður að koma í ljós,“ segir hún. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Alda Brynja Birgisdóttir er húlladrottning í Sirkus Íslands og húllar nánast daglega. Hún er einnig líffræðikennari og heillaðist af kennslunni því hún er svo fjölbreytileg. Öldu Brynju leiddist að vera sú eina sem var að húlla og í fyrra byrjaði hún að kenna húlla hopp. 14 viðtal Helgin 30. ágúst-1. september 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.