Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.08.2013, Blaðsíða 18

Fréttatíminn - 30.08.2013, Blaðsíða 18
Krónan TóKýó SuShi Bændur og búalið athugið! Nú er Bóndabrie kominn í nýjar umbúðir. Gríptu hann með þér í næstu verslun. H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA Fyrir nokkrum árum þótti sushi framandi en í dag er þessi japanski matur seldur í víða í matvöruversl- unum hér á landi og sushi veitingastöðum fjölgar hratt. Fréttatíminn fékk þrjá Japani, búsetta á Íslandi, þau Toshiki Toma, Kozue Fujiwara og Masashi Fujiwara til að smakka íslenska sushiið sem boðið er upp á í matvöruverslunum. Toshiki hefur búið á Íslandi í tuttugu og eitt ár og er prestur inn- flytjenda. Masashi og Kozue eru hjón og hefur hann verið búsettur hér á landi í tvö ár og starfar hjá CCP. Kozue flutti til Íslands í maí á þessu ári og sinnir starfi sínu við japanskan háskóla í gegnum netið. T oshiki, Kozue og Masashi smökkuðu sushi frá Nettó, Krónunni og Melabúðinni og þótti það mis gott eða mis vont, eftir því hvernig á málið er litið. Japönun- um þóttu hrísgrjónin í öllum tilvik- um of hörð. Einn smakkarinn þurfi að hlaupa að næstu ruslatunnu og losa sig við túnfiskbita en annars gekk smökkunin að mestu leyti áfallalaust fyrir sig. Öll voru þau sammála um að sushi væri yfirleitt ferskara og betra á veitingastöðum en í búðum, hvort sem það er í Japan eða á Íslandi og að sushi- gerð sé vandasamt verk. Eitt þeirra sagði okkur frá því að það hefði borðað sushi á fínum íslenskum veitingastað nýlega og að það sushi myndi sóma sér vel í hvaða jap- anska stórmarkaði sem er. Japönsku smakkararnir vissu ekki fyrirfram frá hvaða framleiðanda hver sushibakki var. Á öllum bökkunum voru laxa nigiri og maki rúllur, ásamt öðru. Þeim var boðið upp á sódavatn til að skola sushiinu niður en sögðu að vaninn í Japan væri að drekka grænt te, bjór eða sake með sushi. Þau voru sammála u m að sushi úrvalið í verslun- um á Íslandi væri ekki mikið og telur Toshiki að Íslendingar ættu að nota hvalkjöt líka við sushigerð því það sé mjúkt og bragðist vel. ,,Íslendingar ættu ekki að vera feimnir við að þróa sitt eigið sushi. Það þarf ekki endilega að vera eins og í Japan,“ segir hann. Masashi starfar að markaðsmálum hjá CCP og veit því sitthvað um þau mál og að hans mati ættu sushi framleiðendur að koma með eitthvað nýtt sem hinir hafa ekki til að ná forystu á mark- aðnum. Í Japan er ekki van- inn að setja wasabe í sojasósuna eins og algengt er á Íslandi. Þá t íðkast ekki heldur að dýfa öll- um bitanum ofan í sojasósuna, held- ur aðeins rétt að dýfa þannig að nokkrir dropar festist á. Japanir smakka íslenskt sushi neTTó SuShi-GoMelabúðin oSuShi The Train Toshiki Toma Þetta lítur mjög vel út og bragðast vel. Kozue Fujiwara Laxinn er góður. Hrísgrjónin eru ekki alveg nógu góð og hafa verið kramin við sushigerðina og eru límkennd. Engiferið er mjög gott, alveg frábært. Ég myndi kannski kaupa svona sushi ef það væri á góðu verði. Masashi Fujiwara Bakkinn lítur vel út en útlitið á sushi skiptir miklu máli. Laxinn er góður. Fiskurinn í makibit- anum er mjúkur og góður. Myndi ég borða þetta aftur? ... Tja, kannski. Toshiki Toma Laxinn á nigiri bitanum er góður en það er of mikið af hrísgrjónum miðað við stærð laxabitans. Annað hvort ætti að vera minna af hrís- grjónum eða stærri laxabiti. Kozue Fujiwara Þetta er ekki sojasósa og bragðast ekki sem slík. Rækjubitinn var mjög góður. Masashi Fujiwara Hrísgrjónin eru ekki nógu góð. Þessi tún- fiskur er gamall og rotinn! Toshiki Toma Hrísgrjónin eru of hörð og bragðið af þeim er ekki gott. Ætli það þurfi ekki meira edik til að mýkja þau? Í makibit- unum er kjúklingur sem er ekki vaninn í Japan en samt gott. Kozue Fujiwara Í makibitanum er paprika. Það er svolítið framandi fyrir mig en lítur þó vel út. Hrísgrjónin eru alls ekki góð. Masashi Fujiwara Hrísgrjónin eru hörð. Ég hef nú smakkað betri lax. Venjulega finnst mér íslenskur lax góður en þessi er ekkert sérstakur. Það er eins og hrísgrjónin í makibitanum séu kramin. Líkt og sá sem gerði sushiið hafi verið svolítið harðhentur við það. Var þetta örugglega keypt í dag? Það hýrnaði yfir hópnum þegar sushi frá Krónunni var borið fram og þótti útlit bakkans fallegt og aðlaðandi og þótti það best þeirra þriggja sem í boði voru. Hrísgrjónin þóttu þó ekki alveg eins og Japanir vilja hafa þau. Sush úr Melabúðinni lenti í öðru sæti. Masashi fékk sér einn túnfiskbita en þótti hann vondur og hljóp að næstu ruslatunnu til að losa sig við hann. Allir voru Japanirnir sammála um að sushi frá Nettó væri ekki jafn gott og hjá hinum tveimur verslununum. Uppröðunin á bakkanum þótti óreiðukennd og voru allir sammála um að gæðin mættu vera meiri. Toshiki TomaKozue FujiwaraMasashi Fujiwara 18 matur Helgin 30. ágúst-1. september 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.