Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.08.2013, Blaðsíða 32

Fréttatíminn - 30.08.2013, Blaðsíða 32
Skrikkjóttur sjómannsferill É Ég get ómögulega stært mig af því að hafa migið í saltan sjó. Margir telja það mann- dómsvígslu að fara á sjóinn og kynnast þannig undirstöðuatvinnuvegi þjóðarinnar. Eflaust er það rétt. Þess í stað var ég í sveit. Það er líka lærdómsríkt. Þau fáu skipti sem ég hef stigið um borð í skip eru sjóferðir sem eru af öðrum toga en handfæra- eða línuveiðar, svo ekki sé minnst á vist í öfl- ugri verkfærum eins og skuttogurum. Sjó- ferðirnar má telja á fingrum beggja handa, í Akraborg á sínum tíma og með Breiða- fjarðarferjunni Baldri. Lengsta siglingin var nokkurra daga ferð með skemmtiferða- skipi í Eyjahafinu gríska. Letilíf um borð í slíku skipi nær víst ekki þeim standard að farþegar teljist hafa migið í saltan sjó. Þó má með góðum vilja færa að því rök að ég hafi unnið á nokkrum skuttogurum fyr- ir margt löngu, líklega 1976 og 1977, ef rétt er munað. Þá vorum við tveir guttar sem vorum að ljúka félagsfræðinámi munstr- aðir í hóp fræðimanna sem voru að rann- saka heilsu og aðstæður togarasjómanna og samanburðarhópa í fiskvinnslu í landi. Rannsóknin var viðamikil en meðal fræði- manna í hópnum voru læknar, sálfræð- ingar og félagsfræðingar sem fóru víða um land og ræddu við sjómenn og land- verkafólk. Æskilegast þótti að sigla með áhöfnum skuttogaranna. Því flaug fræði- mannahópurinn meðal annars til Akureyr- ar og sigldi með áhöfn togara út Eyjafjörð og rannsakaði það sem rannsaka þurfti og var síðan settur af í Hrísey. Sami háttur var hafður á um borð í Hafnarfjarðartogara nema hvað fræðingarnir voru sóttir á haf út af lóðsbáti. Loks stóð til að rannsaka áhöfn- ina á Engey RE 1. Þessi Reykjavíkurtog- ari var þá tiltölulega nýr, stæðilegt skip og glæsilegt. Sú sjóferð var sögulegust í þess- ari rannsóknarlotu og rifjaðist upp fyrir mér er ég rak augun í frétt í upphafi þessa mánaðar þar sem sagt var frá því að allri áhöfn Kleifabergs, skuttogara Brims hf., hefði verið sagt upp störfum en stefnt væri að því að ráða sem flesta aftur til starfa á öðrum skipum félagsins. Þótt ég hafi ekki „stundað“ sjóinn síðan á þessu rannsóknar- tímabili kom skuttogarinn Kleifaberg mér kunnuglega fyrir sjónir. Frá því var greint að hann væri 40 ára gamalt skip og færi nú í úreldingu. Togarinn hefði reynst vel en nú væri tímabært að leggja honum. Var Kleifaberg RE, áður ÓF, ekki Engey RE á sínum æskudögum? Ég sá ekki bet- ur og „gúglaði“ því sögu skipsins. Mikið rétt, þetta var sama skipið nema hvað það fékk Kleifabergsnafnið þegar það var selt til Ólafsfjarðar og hélt nafni þegar það var loks selt til Brims. Þetta mikla aflaskip var smíðað í Póllandi og kom hingað til lands 1974. Á Ólafsfjarðarárum togarans var Björn Valur Gíslason skipstjóri, meðal annarra, núverandi varaformaður Vinstri grænna og fyrrum alþingismaður. Áhöfnin á Engey RE 1 tók vel á móti rannsóknarhópnum í Reykjavíkurhöfn á sínum tíma. Byrjað var á ljúfum kvöldverði sem kokkur skipsins töfraði fram. Síðar var ákveðið að láta úr höfn og sigla um sund- in blá meðan fræðimennirnir sinntu sínu. Að því loknu átti að halda til veiða. Skip- stjórinn, reyndur og farsæll aflaskipstjóri fyrr og síðar, gaf skipun um stjórn skipsins meðan á þessu stæði. Læknar hófu síðan sína iðju um borð, sálfræðingar sömuleiðis sem og félagsfræðingarnir. Skipstjórinn kom fyrstur manna í minn hlut. Hann bauð mér til glæsilegra vistarvera sinna þar sem við komum okkur vel fyrir. Hreyfingin á skipinu var þægileg, jafnvel fyrir óvana. Sú dásemd varði hins vegar ekki lengi. Ég var rétt búinn að draga spurningalistann fram þegar mikið högg kom á skipið og í kjölfarið ógnvænlegir skruðningar. Skipið skrapaði greinilega grjót uns það stöðv- aðist. Skipstjórinn stökk á fætur og hróp- aði: „Þeir eru að stranda skipinu mínu.“ Með það sama var hann rokinn. Ég sat eftir, landkrabbinn, einn í skipstjórakáetu strandaðs skuttogara. Skipverjar þustu til starfa en rannsókn- armennirnir létu lítið fara fyrir sér í þeim hamagangi sem fylgdi. Greinileg mistök höfðu orðið. Þeim sem falin var brúarvakt- in meðan rannsóknin færi fram höfðu, ein- hverra hluta vegna, ekki tekið þá skipun til sín. Því sigldi togarinn milli eyja í Kolla- firði með mannlausa brú. Það gat ekki stýrt góðri lukku enda endaði siglingin á skeri, ekki við nöfnu skipsins, heldur Ak- urey. Það var dapurlegur endir á ferð sem byrjaði svo vel. Rannsóknarteymið, undirritaður þar á meðal, heyrði þegar vél skipsins var knú- in til hins ýtrasta og öllum til léttis náði skipstjórinn og hans menn að losa skipið hjálparlaust af strandstað. Karlinn í brúnni tók síðan stefnu á haf út. Okkur datt helst í hug að hann ætlaði sér með stóðið allt í veiðitúrinn en eflaust hefur hann, í samráði við vélstjórann, verið að huga að skemmd- um og meta hvernig skipið léti að stjórn. Stuttu síðar var snúið við og siglt til hafnar. Það var ekki hátt risið á fræðingahópnum þegar hann fór frá borði. Engey þurfti að senda í slipp eftir ósköp- in en ekki veit ég hvort rannsókninni á sjó- mönnunum lauk. Mínu sjómannshlutverki lauk að minnsta kosti með strandinu. Skipið átti, sem betur fer, farsælan feril eftir þetta, bæði sem Engey og Kleifaberg – en enginn má sköpum renna. Elli kerl- ing hefur sett mark sitt á aflaskipið góða, úreldingin er fram undan á því skipi sem ég komst næst því að míga í saltan sjó. Óvíst er með öllu hvort Björn Valur hefði ráðið mig á Kleifabergið út á þennan sjómannsferil – eða yfir höfuð tekið séns á því að ræða við mig í skipstjórakáetu sinni! Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL Te ik ni ng /H ar i 32 viðhorf Helgin 30. ágúst-1. september 2013 Komdu á rétta staðinn og gerðu góð kaup! Brautarholti 8 Opið virka daga 9-18 og laugardaga 10-16 sími 517 7210 / www.idnu.is Tilboðsverð: 4.690 kr. Laugavegur N óa tú n Brautarholt Þ ve rh ol t IÐNÚ Hlemmur Skipholt skólavöruverslun Splunkuný og á hugaverð bók! (G ild ir ti l 1 0. s ep te m be r n. k. )
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.