Fréttatíminn - 30.08.2013, Blaðsíða 44
Helgin 30. ágúst-1. september 201344 prjónað
Laugavegi 59, 2. hæð | 101 Reykjavík | Sími 551 8258
storkurinn@storkurinn.is | www.storkurinn.is
Storkurinn - sælkeraverslun hannyrðakonunnar
Námskeið í prjóni, hekli og bútasaumi
Handavinna Mæðgurnar Hafa prjónað áratuguM saMan
s tundum er sagt að maður sjái ekki skóginn fyrir trján-um og þannig var það með
vettlingaprjón okkar mömmu lengi
vel. Mér fannst bara ekkert merki-
legt að prjóna vettlinga og finna
upp sín eigin munstur. Ég hélt að
það gerðu allir,“ segir Valgerður
Jónsdóttir, textílkennari til margra
ára, sem var að gefa út prjónabók
með móður sinni, Emelíu Krist-
björnsdóttur. Bókin heitir Vett-
lingar frá Vorsabæ og er þar að
finna yfir 50 vettlingauppskriftir
eftir þær mæðgur. Emelía er hús-
móðir í sveit, hefur prjónað í 70 ár
og prjónar enn fyrir Handprjóna-
samband Íslands. „Mamma hefur
lengi átt kassa fullan af vettlingum
af öllum stærðum og gerðum þar
sem afkomendur sóttu sér eitt
og eitt par eftir lit og smekk. Það
var fyrir um þremur árum sem
sonardætur mínar voru að velja
sér vettlinga sem ég fór að skoða
samsetningu þeirra og fékk vitrun.
Þarna var komið efni í bók,“ segir
Valgerður.
Hráefnið sem þær nota í vett-
lingana er lopi, léttlopi, kambgarn
og smávegis af ullargarni af miðl-
ungsgrófleika. Okkur
finnst ullin ís-
lenska best allra í
vettlinga, hlýjust
og núna eru líka
komnir ótrúlega
fallegir litir í ull-
inni. Stór hluti
vettlinganna er
með hefðbundnum
munsturbekkjum
og margir með
dýramyndum þar
sem börnin fá auð-
vitað sitt. Þá eru
vettlingar með
hestamyndum,
bæði venjulegir
belgvettlingar og eins aðrir sem
við köllum reiðvettlinga og eru
með sérstöku hólfi fyrir litlafingur
sem kemur þá yfir tauminn við
taumhald,“ segir Valgerður.
Markmiðið með bókinni er að
kveikja prjónaáhuga og hvetja
fólk til að prjóna og hanna sína
eigin vettlinga. Í
bókinni er stærð-
arviðmiðunar-
tafla sem þær
bjuggu sjálfar
til. „Mér hefur
lengi fundist
vanta svona.
Þegar ég hef
verið að kenna
og börnin eiga
að hanna eigin
húfu langar
sum kannski
að prjóna á litla
bróður sinn og
þá vantar öll
viðmið. Með
stærðartöflunni er sýnt hvernig
hægt er að breyta uppskriftum
þannig að þær passi öðrum aldri.“
Frumlegir vettlingar
Mæðgurnar Valgerður Jónsdóttir og Emelía Kristbjörnsdóttir gáfu nýverið út bók með upp-
skriftum að yfir 50 vettlingum sem þær sjálfar hönnuðu. Markmið bókarinnar er að kveikja
prjónaáhuga og hvetja fólk til að hanna sína eigin vettlinga.
7-8 ára
Tvöfaldur plötulopi
Prjónar nr. 5-5½
stroff: Fitjið upp 26 lykkjur með
svörtu. Deilið L á 4 prjóna og prjónið
1 L sl og 1 L br 16 umferðir.
Belgur: Prjónið slétt með rauðu, í
fyrstu umf er aukið í 2 L. Prjónið 8
umf. Þá er band prjónað í fyrir þumli
(fyrstu 5 L á hægri lófa en síðustu 5
L á vinstri). Prjónið þar til belgurinn
mælist 9,5 cm. Skiptið yfir í svart og
prjónið band úrtöku (leiðbeiningar í
bókinni).
Þumall: Rekið þumalbandið úr og
takið upp lykkjurnar. Takið einnig
2-3 L upp í hvoru viki og deilið L á
3 prjóna. Prjónið L saman í vikum
í fyrstu umf svo alls verði 12 L í
þumlinum. Prjónið 10 umf. Prjónið
svo saman fyrstu 2 L á prjóni þar til
eft ir eru 4-6 L.
frágangur: Klippið frá, dragið
bandið í gegn og gangið frá endum.
Saumið varplegg (kontórsting) eftir
miðju handarbaki. Festið sex svartar
tölur á hvorn vettling.
Úr bókinni Vettlingar frá Vorsabæ
Gulla-Mæja
Mæðgurnar Valgerður Jónsdóttir og Emelía Kristbjörnsdóttir í útgáfuteiti
bókarinnar. Ljósmynd/Sigþrúður Gunnarsdóttir
Sumar uppskriftirnar í bókinni
eru einnig sýndar með fleiri en
einni garntegund. „Við viljum
hvetja fólk til að hugsa út fyrir
rammann og sýna að það er ekki
alltaf bara ein leið til að prjóna
eftir uppskrift,“ segir hún. Þær
deila hér með lesendum Frétta-
tímans uppskrift af maríuhænu-
vettlingum sem kallast Gulla-
Mæja.
Erla Hlynsdóttir
erla@frettatiminn.is
Laugavegi 178 ( Bolholtsmegin ) l S. 555 1516 l Kíktu á síðuna okkar
“Kryddaðu” fataskápinn með fatnaði frá
Ný verslun l Næg Bílastæði l Engir stöðumælar
Opnunartími: Virka daga kl. 11-18 Laugard. kl. 11-16
Nýjar vörur
Mussa
á 8.990 kr.
Blúndubolur
á 2.900 kr.
8 litir
Hugsaðu vel um fæturna
Í meira en hálfa öld hafa miljónir manna um allan heim notað
BIRKENSTOCK sér til heilsubótar. Hvað um þig?
Sími: 551 2070 Opið má. -fö. 10 - 18, lokað á laugardögum í sumar.
Góð þjónusta fagleg ráðgjöf.
Gerð Arisona
Stærðir: 35 - 48
Verð: 12.885.-
Laugavegi 178 · Sími 551-3366 · www.misty.is
OPIÐ: Mán. - fös. 10 - 18,
Lokað á laugardögum
AÐHALDS-
KJÓLAR
Fást í S,M,L,XL
á kr. 7.450,-
Flott föt fyrir
flottar konur
Stærðir 38-58
Verslunin Belladonna
Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is